09.02.2007 10:56
Bakkamenn byggja.
Talsverðar byggingarframkvæmdir standa yfir á Bakkanum þessa dagana og ný hús dúkka upp hér og hvar í þorpinu. Í gær hélt Klaudiuzs reisugildi á "Figlarskistöðum" og óskar Nýtt Brim honum til hamingju.
Í hinum enda þorpsinns er Halldór Forni að gera sinn "Fornalund" fokheldann.Þetta er reisulegt hús sem Forni hefur byggt upp á egin spítur.
Við "Bráðræði" er verið að byggja í stíl úr stáli og staurum en í engu bráðræði.
Nú er búið að selja Álaborgina til Eyja og er þá útséð með það að útgerð og fiskvinnsla á Eyrarbakka heyrir nú sögunni til. Það eru breyttir tímar og tækifærin liggja nú á öðrum sviðum.
Tíðin:
Bjart en en dálítið frost með norðlægum áttum.