05.02.2007 13:03

Ofhitnunin

Nýjasta loftlagsskýrsla alþjóðanefndar sérfræðinga um loftslagsbreytingar segja yfirgnæfandi líkur á því að bruni jarðefnaeldsneytis undanfarin 250 ár, fyrst kola, síðan olíu, hafi losað svo mikið koldíoxíð og aðrar gróðurhúslofttegundir út í andrúmsloft jarðar að það ógni lífríkinu. Vegna þessarar losunar hækki hiti hraðar en nokkurn tíma áður í 650.000 ár. Í skýrslunni er því meðal annars spáð að sjávarborð hækki um allt að 58 sentímetra á þessari öld vegna bráðnun jökla og hitnun sjávar.

 

Ströndin á Eyrarbakka og Stokkseyri mun þó þola þessa sjávarborðshækkun bærilega eins og sjóvörnum er nú háttað, en hinsvegar mun vandinn aukast eftir því sem austar dregur með suðurströndinni og líklegast er að landeyðing af völdum vaxandi sjávargangs verði hvað mest í Mýrdalnum. Einnig er höfuðborgarsvæðið í mikilli hættu af völdum hækandi sjávarborðs ef þessar spár ganga eftir, því þar er land auk þess að síga, en þar er trúlega þungi bygginga og mannvirkja á svæðinu meðvirkur þáttur.Vaxandi sjávarhæð mun auk þess ekki hjálpa til með að létta á berggrunni höfuðborgarsvæðisinns og getur maður því gert úr því skóna að Örfisey muni færast á kaf og Viðey yrði að gróðurlausu skeri í framtíðinni. Seltjarnarnesið þyrfti síðan að sæta verulegri ágjöf og sjávarflóð gætu staðið byggð þar fyrir þrifum í lok þessarar aldar ef svartsýnustu spár munu standast og ekkert yrði að gert til að stöðva þróun mála.

Tíðin.

Nú hefur kólnað á nýjan leik og dálítil föl yfir landi.

 

 

Flettingar í dag: 2163
Gestir í dag: 191
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 266490
Samtals gestir: 34328
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 11:10:52