04.02.2007 16:54

Fornt í fjöru!

Eyrarbakki á sér langa sögu og er saga þorpsinns víða meitluð í umhverfið þó svo margt hafi farið forgörðum í tímans rás. Hér fyrir ofan má sjá leifar af dráttarbrautinni sem Sigurður Guðjónsson skipstjóri á Litlu Háeyri lét byggja einhverntíman fyrir miðja síðustu öld.

 

þessa gömul bólfestu frá þeim tíma þegar útgerð og fiskvinnsla tók við af verslun og þjónustu má taka sem dæmi um söguminjar í fjörunni.




Brot af gömlu ankeri. Stór og mikil anker var víða að finna í fjörum áður fyrr en á síðustu áratugum voru þau all flest numin brott og skreyta nú helst húsagarða víða um land.

 

Flettingar í dag: 559
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 1008
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 506561
Samtals gestir: 48767
Tölur uppfærðar: 9.7.2025 20:31:39