20.12.2006 12:46

Flóðahætta á Selfossi.

það hefur mikið rignt undanfarna daga og leysingar eru nú í hámarki, hitinn er 9°C sem er nánast eins og meðalhiti í júní mánuði. þetta veldur gífurlegum vatnavöxtum í ám á Suðurlandi og er Ölfusá að verða bakkafull við Selfoss og meiri vatnselgur á leiðinni ofan af hálendinu. liklegt er talið að Hvítá flæði við Hestfjall siðar í dag og ekki er útilokað að flætt geti við Brúnastaði.

 

Það getur aukið á vandann að nú er stórstreymt sem þýðir að Ölfusárós fyllist og getur það valdið vandræðum í Ölfusinu og á Óseyrarnesi en þar er að auki vaxandi brim og vindátt óhagstæð. Versnandi veður getur einnig valdið talsverðu sand og særoki á þeim slóðum.

 

Á morgun er spáð allt að 13 metra ölduhæð í Eyrarbakkabaug og er vissara að vera vel á verði gagnvart sjávarflóðum við Ölfusárósa, en háflóð er um kl 7:00 að morgni og 20:00 að kvöldi. Þetta sjólag mun heldur ekki hjálpa mönnum sem vinna við strandstað Wilson Muuga í Sandgerði.

 

http://www.almannavarnir.is/  http://www.logreglan.is/embaettin.asp?cat_id=38

Flettingar í dag: 556
Gestir í dag: 168
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260846
Samtals gestir: 33795
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 19:35:48