19.12.2006 17:28
Jólaveðrið
Veðurstofan er búin að gefa út veðurútlitið yfir jólin en það sem eftir er vikunar megum við berja vindinn og regnið í andlitið. Á Þorláksmessu fáum við svo storm í fangið þegar við berum út jólakort og gjafir. Aumingja jólasveinninn hann Ketkrókur, hann fær sko það óþvegið frá veðurguðunum þegar hann arkar um bæinn á móti skötulyktinni í leit að góðum kjötbita. Heldur mun viðra betur á Kertasníki en ansi verður blautt á sveinka samkvæmt spám veðurstofunar og er ég ansi hræddur um að illa logi á kertunum.