15.12.2006 08:57
Marrandi frost.
Um þessar mundir er kalt og frostið herðir allt, kl.06 í morgun var -12.8°C á Eyrarbakka en kaldast á landinu í morgun var -17°C í Þykkvabæ. Ekki er gert ráð fyrir hlýnandi veðri fyrr en á sunnudag en þá er líklegt að veðrið skipti um gír með úrkomu fram eftir næstu viku. Sólin er nú orðin það lágt á lofti að hún nær ekki að verma hörund og því betra að klæða sig vel.
Einar Veðurbloggari skýrir þetta kuldafyrirbæri vel á heimasíðu sinni.