08.12.2006 23:05

Meira brim

Búast má við miklu brimi á Bakkanum á sunnudaginn í kjölfar krapprar lægðar, en á hádegi þann dag  spáir siglingastofnun 8 metra ölduhæð úti fyrir Eyrarbakkabaug. Ekki eru miklar líkur á sjávarflóðum á Bakkanum í kjölfar lægðarinnar þar sem nokkuð er liðið frá stórstreymi en þó mun verða hátt í sjó vegna veðurs. Á síðdegisfóðinu á laugardag kl.21:00 verður sjávarhæðin um 2,80 metrar en rúmir 3 metrar á morgunflóðinu kl.10:00 á sunnudag samkv. tölvureiknum Siglingastofnunar, sem er mun minna en í venjulegu stórstreymi. (sjá töflu)   Vindur verður að SA 15-25 m/s eða Stormur, en jafnvel  hvassari út af Vestfjörðum en mesta úrkoman sunnan til. Veðurspáin á NFS í kvöld var hinsvegar meira ógnvekjandi fyrir suðurströndina en má ætla af tölvuspám.

Flettingar í dag: 4767
Gestir í dag: 270
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448269
Samtals gestir: 46245
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:55:33