26.11.2006 22:23
Raunalegt sár á Ingólfsfjalli
Skipulagsstofnum lagðist gegn því sl. vor að framkvæmdaleyfi við námuna yrði gefið út á þeirri forsendu að umhverfisáhrif væru of mikil. Ölfushreppur heimilaði áframhaldandi efnistöku úr Ingólfsfjalli. Úrskurðanefnd skipulags- og byggingarmála, úrskurðaði þann 22 júní sl. að framkvæmdir við Ingólfsfjall yrðu stöðvaðar að hluta til. Bann var sett á framkvæmdir sem hafa myndu í för með sér breytingar á fjallsbrúninni.
Landvend og NVS kæra: Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðurlands kærðu í sitt hvoru lagi ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss frá 11. maí 2006 um að veita framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Ingólfsfjalli og kröfðust þess að hún yrði felld úr gildi. Þá var þess krafist til bráðbirgða að efnistaka úr Ingólfsfjalli í landi Kjarrs yrði stöðvuð án tafar þar til málið væri til lykta leitt
Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála hafnar kröfu kærenda:
Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála kvað upp úrskurð sinn á dögunum er varðar kærur Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðurlands á ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss frá 11. maí 2006 um að veita Fossvélum ehf. framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Ingólfsfjalli. Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss um veitingu framkvæmdaleyfisins. Sjá:Úrskurður