16.11.2006 08:55

Frost á Fróni

Ekkert lát virðist á kuldakastinu og norðan bálinu sem hefur nætt um norðurhjarann að undanförnu og enn er veðurstofan að vara við stormi. Nokkurnveginn jafn kalt á Blönduósi, Egilstöðum og Eyrarbakka eða rúmlega -7°C. Seint í gærkvöldi fór meðalvindhraðinn í 17m/s og tæplega 30m/s í hviðum. Þessu veldur kröpp lægð fyrir austan land.

Í þessu veðri er vindkælingin á við þrátíu stiga frost og hætta á að menn geti ofkælst.

Flettingar í dag: 5056
Gestir í dag: 276
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448557
Samtals gestir: 46251
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 21:39:08