07.11.2006 16:40
El Nino að vakna!
Á u.þ.b. 10 ára fresti eiga sér stað miklar loftlagssveiflur undan ströndum Perú sem kallast EL Níno. Ástæður þessara breytinga eru enn þá ekki að fullu þekktar en afleiðingin er að hlýr sjór kemur í stað kalda Perú- eða Humboltsstaumsins (La-Nina). Mikið rignir í eyðimörkum strandlengju Suður Ameríku og þurrkar ríkja á suðurhásléttunum. El Nino fyrirbærið veldur þó veðrabrygðum um allan heim og það gerðist síðast árið 1997-1998. Nú eru allar líkur á að El-Nínó sé að rumska.
Vísindamenn við alþjóða veðurstofuna NOAA búast við að svo verði snemma á næsta ári,en sjórinn undan ströndum Perú hefur verið að hitna frá því í september.