06.11.2006 14:39
Stormasöm helgi.
Talsvert hvassviðri af suðaustan og síðar suðvestan gekk yfir landið um helgina með mikilli úrkomu. Á Eyrarbakka komst vindhraðinn yfir 30 m/s eða 12 vindstig að kvöldi 4 nóvember sem telst vera fárviðri. Loftþrýstingur féll stöðugt allann laugardaginn og var kominn niður fyrir 985 mb seint um kvöldið. Fárviðrið gekk hratt yfir og um miðjan sunnudag var komið skaplegt veður. Stórstreymt var en ekki er mér kunnugt um tjón af völdum veðursinns. Veðrið var einna verst á vestanverðu landinu, einkum á Snæfellsnesi.