15.08.2006 14:12

Glíma - Þjóðaríþrótt Íslendinga 100 ára

Skarphéðinsskjöldurinn er hinn veglegasti gripur. Talið er að hann hafi kostað 50 krónur upphaflega sem var mikil fjárhæð árið 1910. Lögðu Ungmennafélögin í Árnes og Rangárvallasýslum  fram tvær krónur hvert til að fjármagna smíði hans. Skjöldurinn var smíðaður af Oddi Oddssyni gullsmið á Eyrarbakka og réð hann einn allri gerð hans.

Margir fræknir kappar sóttust eftir skildinum góða næstu árin og voru margir kallaðir en fáir útvaldir eins og gengur. Fyrstu árin var Bjarni Bjarnason síðar skólastjóri á Laugarvatni oft meðal keppenda og sigraði tvívegis. Keppendur frá Stokkseyri sigruðu nokkuð óvænt tvívegis en þá stóð glímuíþróttin með blóma á Stokkseyri. Einn þessara kappa var Ásgeir Eiríksson, síðar kaupmaður á Stokkseyri einnig má nefna Pál Júníusson  Syðra-Seli Stokks og Bjarna Sigurðsson í Ranakoti. Greipur Sigurðsson Bisk. Haukadal er þó talinn einn mesti glímukappi á fyrri tíð!

Eftir áratuga lægð er glíman aftur að komast í tísku og aldrei að vita nema Stokkseyringar fari að reina sig með hælkrók og snöru!

Glímusamband Íslands
 

Flettingar í dag: 2069
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 262359
Samtals gestir: 33885
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 22:03:21