14.07.2006 00:16

Kúluskítur friðaður.

Kúluskítur.

Nafnið kúluskítur er komið til með nokkuð sérstökum hætti. Mývetnskir bændur munu hafa þekkt hann frá ómunatíð fyrir þá sök, að hann festist stundum í silunganetum. Þaðan er nafnið komið, því að gróður sem ánetjast kallast einu nafni skítur þar í sveit. En á fræðimáli heitir hann Aegagropila linnaei. Kúluskítur vex aðeins á tveim stöðum í heiminum, á Akanvatni í Japan og Mývatni.

 

Umhverfisráðuneytið hefur nú ákveðið að friðlýsa kúluskítinn.
Flettingar í dag: 4353
Gestir í dag: 265
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 447855
Samtals gestir: 46240
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:12:57