23.06.2006 18:28

Fjallsbrúninni hlíft!

Úrskurðanefnd skipulags- og byggingarmála, úrskurðaði þann 22 júní sl. að framkvæmdir við Ingólfsfjall verði stöðvaðar að hluta til. Bann hefur verið sett á framkvæmdir sem hafa myndu í för með sér breytingar á fjallsbrúninni.

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðurlands kærðu í sitt hvoru lagi ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss frá 11. maí 2006 um að veita framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Ingólfsfjalli og kröfðust þess að hún yrði felld úr gildi. Þá var þess krafist til bráðbirgða að efnistaka úr Ingólfsfjalli í landi Kjarrs yrði stöðvuð án tafar þar til málið væri til lykta leitt.

 

Flettingar í dag: 4767
Gestir í dag: 270
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448269
Samtals gestir: 46245
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:55:33