19.06.2006 12:47
Varðveitum varðskipið Óðinn!
Varðskipið Óðinn kom til landsins 27. janúar 1960 og er því orðið 46 ára gamallt (smíðaður árið 1959). Hann er 839 brúttórúmlestir og nær 18 sjómílna hraða á klukkustund.. Varðskipið er nú um þessar mundir í sinni síðustu sjóferð og hefur stefnan verið tekin á Bretlandseyjar í kurteisisheimsókn með einni undantekningu,svo sem að standa útlenskan togara að ólöglegum veiðum og taka hann í landhelgi eins og í gamla daga.( Frétt) Skipherrann á varðskipinu Óðni, er Einar H. Valsson.
Nú vilja starfsmenn Landhelgisgæslunar að Varðskipið Óðinn verði varðveitt um alla framtíð á Sjóminjasafninu í Reykjavík og hafa undirskriftalistar verið í gangi á meðal starfsmanna Gæslunar því til stuðnings.