16.06.2006 09:15

Ísland í lægðasúpu!

Áframhaldandi skúraveður og rigning! Það er spáinn! Einar Sveinbjörnsson veðurdellukarl spáir einstaklega leiðilegum júní, blautt og svalt og kemur það heim við allar tölvuspár sem gera ráð fyrir þessum leiðindum flesta daga og ekki síst á 17 sem er jú ekkert óvenjulegt á þjóðhátíðardaginn, þá má búast við skúraleiðingum,en eins og allir vita var hellirigning þegar Jón Sigurðsson þjóðhetja fæddist þennann dag og allar götur síðan hefur þessi dagur verið sá vætusamasti.

 Á meðan aðrar Evrópuþjóðir baða sig í sólinni í sumarfríinu verðum við hér á hjara veraldar að láta okkur nægja  rigningarbað. Svo eru menn að tala um gróðurhúsaáhrif? 

 

 

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06