01.03.2006 21:56

FFH ?

Einhverju sinni árið 1947 urðu fjölmargir Eyrbekkingar vitni að því er fljúgandi furðuhlutur kom svífandi yfir þorpið utan af hafi. Krakkar sem voru að leika sér í fótbolta töldu að þarna væri á ferð geimskip frá öðrum hnöttum og margir fullorðnir voru sama sinnis. "Geimskipið" var vindillaga og stefndi á ofsa hraða norður yfir Ingólfsfjall.

Frá þessu er m.a.sagt í fréttabréfi félags áhugamanna um fljúgandi furðuhluti frá júní 1996.

 

Hvað þarna var á ferðinni geta lesendur svo getið sér til um, en þess ber að geta að um þetta leyti var þotuöldin að hefjast.

Flettingar í dag: 1591
Gestir í dag: 254
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261881
Samtals gestir: 33881
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:21:11