22.02.2006 08:00

Jöklar bráðna.

Jöklar Grænlands bráðna mun hraðar en vísindamenn bjuggust við. Tveir stærstu skriðjöklar á Austur-Grænlandi hafa tvöfaldað skriðhraða sinn á síðustu tveimur árum og skríða nú fram um fjórtán kílómetra á ári, samkvæmt nýlegri enskri rannsókn.

 

Ísmagnið sem streymir út í sjóinn við Grænland hefur meira en tvöfaldast á tíu árum vegna þess að jöklarnir skríða hraðar fram í sjó. Meginástæðan er hlýnandi veðurfar að mati vísindamanna sem óttast að bráðnun jökla samfara hækkun sjávarmáls verði enn hraðari en spáð hefur verið. Jökulbreiðan á Grænlandi er alls um ein komma sjö milljónir ferkílómetra og allt að þriggja kílómetra þykk. Ef allur sá jökull bráðnar má gera ráð fyrir að yfirborð sjávar hækki um sjö metra alls staðar í heiminum.

 

Samkvæmt því yrði sjávarborð á Árborgarsvæðinu sennilega upp við Ölfusárbrú og Flóinn fengi nafn með rentu!

Flettingar í dag: 535
Gestir í dag: 162
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260825
Samtals gestir: 33789
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 19:14:30