17.02.2006 10:00

Keisaranns gjald!

Þessa dagana hafa álagningaseðlar fasteignagjalda í Árborg verið að detta inn um bréfalúguna og fólk hefur eflaust tekið eftir því að gjöldin hafa hækkað mikið frá síðasta ári. Men muna líka eftir því að á síðasta ári hækkuðu fasteignagjöld í Árborg umtalsvert.

 

Fasteignagjöld taka mið að markaðsvirði húseigna og svo vill til að markaðsverð hefur stigið töluvert á síðustu tveim árum. Til viðbótar hafa svo ýmis þjónustugjöld hækkað.

 

Bæjarstjórn Árborgar væri í lófa lagið að taka þessi markaðsáhrif á fasteignagjöldin úr sambandi, en til þess er greinilega ekki vilji.

 

Svo er spurning hvort eitthvað réttlæti sé í því að fasteignagjöld taki mið af markaðsvirði fremur en t.d. byggingavísitölu. Það er fyrst og fremst pólitísk ákvörðun að velja viðmið.

 

Það er hinsvegar alveg dagljóst að ungt fólk sem er að kaupa íbúð mynda ekki eignahlut í fasteigninni fyrstu árin og því má segja að íbúðalánasjóður og bankastofnanir séu hinir raunverulegu eigendur og ættu því að leggja út fyrir fasteignagjöldunum miðað við eignahlut, ef sanngjarnt ætti að teljast.

 

Ég hef heyrt þau rök að íbúðareigendur séu að hagnast á hækkuðu markaðsvirði fasteigna ef það selur og er því að höndla með fé sem rétt sé að skattleggja miðað við verðmæti. Þessi rök hljóma eins og tóm tunna, því allir þurfa þak yfir höfuðið og ef Jón og Gunna ákveða að selja þá þurfa þau annaðhvort að kaupa, byggja eða leigja svo sjaldnast myndast raunverulegur hagnaður, nema Jón og Gunna kjósi að búa í tjaldi þar til fasteignaverð lækkar aftur, ef það þá lækkar einhverntíman!

 

Ef núverandi bæjarstjórnarmeirihluti hefur ekki áhuga á að milda þennann skatt sem er óumdeilanlega mjög íþýngjandi fyrir íbúana og heldur þeim í þrengingum sem kemur í staðinn örugglega einhverstaðar niður á efnahagshjólinu, t.d. í verslun, viðskiptum og þjónustu. Þá er tæpast annað að gera en að senda bæjarstjórnarmeirihlutann heim í vor.

 

Flettingar í dag: 535
Gestir í dag: 162
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260825
Samtals gestir: 33789
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 19:14:30