16.02.2006 09:54

Fuglaflensan breiðist út!

Um 142 milljónir manna gætu dáið úr fuglaflensu í heiminum ef að hún mun breytast í alvarlegan inflúensufaraldur, en þetta kemur fram í nýrri rannsókn á mögulegum afleiðingum flensunnar. Flensan hefur nú borist til 11 evrópulanda. Yfir 200 dauðir svanir sem fundust í danmörku eru nú til ransóknar. Talið er að fuglarnir hafi smitast af H5N1 veirunni sem getur smitast í menn.

Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið  að veita aðeins 56 milljón króna aukafjárveitingu til þessa málaflokks. En til að mynda þarf minnst 700 miljónir kr. til að geta hafið framleiðslu á bóluefni hér á landi en yfirvöld hafa ákveðið að gera það ekki.

Lauri Oinonen fulltrúi Finna í Norðurlandaráði hefur lagt fram fulltrúatillögu um að ríkisstjórnir Norðurlandanna grípi til nýrra aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu H5N1 fuglaflensunnar. Á fundi þann 16. desember ræddu heilbrigðisráðherrar Norðurlanda um að setja á stofn sameiginlega norræna verksmiðju til að framleiða bóluefni gegn fuglaflensu.

Sjá: http://www.doktor.is/themaflokkar/fuglaflensa/fuglaflensa.asp

http://www3.heilbrigdisraduneyti.is/media/frettir/SHN_4_2005.pdf 

Viðbúnaðaráætlun!  Norænar fréttir

Flettingar í dag: 537
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1378
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 450871
Samtals gestir: 46314
Tölur uppfærðar: 25.5.2025 11:44:51