31.01.2006 00:00

Gróðurhúsaloft!

Talið er að söfnun gróðurhúsalofttegunda geti haft mun alvarlegri afleiðingar en áður var talið, en þetta kemur fram í viðamikilli vísindaúttekt. Skýrslan, sem breska ríkisstjórnin stendur á bak við, segir að aðeins lítill hluti af þeim gróðurhúsalofttegundum sem hleypt er út í andrúmsloftið sé haldið fyrir neðan hættumörk. Varað er við því íshella Grænlandsjökuls muni líklega bráðna og mun það leiða til þess að yfirborð sjávar muni hækka um sjö metra á næstu 1.000 árum.

Vísindamenn eru þó ekki á eitt sáttir hvað gerist við bráðnun Grænlandsjökuls. Til dæmis halda sumir norskir og bandarískir vísindamenn því fram að aukið ferskvatn af bráðnun Grænlandsjökuls í Norður Atlantshafið valdi því að Golfstraumurinn hverfi og skapi þannig skilyrði fyrir ísöld. Mælingar norskra vísindamanna sína líka að Golfstraumurinn hafi nú þegar hægt ferðina töluvert. Svo má ekki gleima því að aðal orkugjafar heimsinns sem velda mestum gróðurhúsaáhrifum, kol og olía, verða að mestu upp urinn eftir 100 ár og aðrir orkugjafar komnir í staðinn, svo sem vetni. Þannig að 1000 ára framreikningur getur verið afar skeikull.

 

Flettingar í dag: 4767
Gestir í dag: 270
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448269
Samtals gestir: 46245
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:55:33