23.01.2006 08:19

Vetur konungur ríkir í Evrópu

Fiskimaður í plastpoka -Mynd AP/Dmitry Lovetsky

Gríðarlegir kulda hafa geisað víða í Evrópu um þessar mundir og hafa fjölmargir látist. Kuldinn náði á nokkrum stöðum sögulegu hámarki um helgina og til dæmis mældist tæplega sjötíu gráðu frost í Síberíu í Rússlandi á laugardag. Frostið í Moskvu mældist 32 gráður og að minnsta kosti sjö manns frusu í hel í borginni aðfaranótt sunnudags. Tólf hafa látist í Úkraínu og sex dóu úr kulda í Lettlandi í gær þar sem hitastigið hefur ekki verið lægra í heila öld.

Heimild: www.visir.is  

Flettingar í dag: 1192
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 2168
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 581828
Samtals gestir: 52866
Tölur uppfærðar: 31.8.2025 08:30:42