05.01.2006 12:53

Draugauppreisnin

Á miðri vetrarvertíðinni árið1892  gerði mikinn draugagang á Stokkseyri svo jaðraði við stríðsástand í þorpinu. Stokkseyringar leituðu liðsinnis Eyjólfs barnakennara Magnússonar til að kveða niður þessa draugabyltingu. 

Eins og vonlegt var, voru margar getur leiddar um það, hver þremillinn það væri, sem olli þessum reimleikum. Sumir ætluðu það ófreskju nokkra, er "mundi af sjó komið hafa". Nokkrir "töldu það vafalaust sendingu vestan úr Mosfellssveit", er átti að hafa verið send þaðan til þess að klekkja á einhverjum, en hefði villst. Enn aðrir "héldu því fram, að þetta mundi vera draugur sá, sem Stokkseyrar-Dísa hafði komið fyrir með kunnáttu sinni í hól nokkrum við bæ þann, er Sjóbúðin stóð hjá, og hafði hún haft þau ummæli, að draugsi mundi ekki hreyfa sig, ef hólnum væri ekki raskað. En nú þóttust menn vita það með vissu, að nokkrir steinar hefðu verið hreyfðir og hafðir í hesthúsvegg og þar með hafi losnað um draugsa og hann farið á kreik á ný.

Eyjólfur kvað niður drauginn með þessari vísu.

Eg þér stefni að allra vil
aldjeflis í treyju
um níu ára næsta bil
norður Drangs í eyju.

Ekki ábyrgðist Eyjólfur þeim frestinn lengri.

Flettingar í dag: 265
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 2159
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 262714
Samtals gestir: 33930
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 03:44:54