24.11.2005 20:14

Delta 25.Hitabeltisstormurinn

Hitabeltisstormurinn Delta, sem myndaðist í gær á Atlantshafinu, er 25. stormurinn sem nær þeim styrk að hann hljóti nafn á fellibyljatíðinni á þessu ári. Delta kann að ná fellibylsstyrk, en samkvæmt veðurspám er ekki hætta á að hann komi nærri landi. Aldrei fyrr hafa svo margir hitabeltisstormar myndast á fellibyljatíðinni, sem stendur frá 1. júní til nóvemberloka. Af 25 stormum hafa 13 náð fellibylsstyrk.

www.visir.is

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28