07.11.2005 15:46

Mannskæður Skýstrokkur

22 íbúar í Indianafylki í Bandaríkjunum fórust þegar hvirvilbylur gekk yfir fylkið um helgina. Hvirvilbylurinn kom fyrirvaralaust á meðan íbúarnir voru í fasta svefni og olli gríðarlegri eiðileggingu. Skýstrokkurinn eyddi hjólhýsabyggð í Evansville. Eignatjón er gífurlegt. 21.000 heimili eru rafmagnslaus.

Hvirfilbylur eða skýstrokkur er loft sem snýst ógnarhratt í hring, líkt og iða sem myndast yfir útfalli í baðkari þegar vatnið streymir út. Í samanburði við lægðir og fellibylji eru hvirfilbyljir örsmáir og skammlífir, en vindhraðinn í þeim getur samt verið meiri. Hvirfilbyljir eru aðeins nokkur hundruð metrar í þvermál, en ferðast hæglega á annað hundrað kílómetra á 1-2 klukkustundum. Vindhraði í hvirfilbyljum getur farið yfir 100 m/s og er eyðilegging í samræmi við það.

Flettingar í dag: 1780
Gestir í dag: 255
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 262070
Samtals gestir: 33882
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:42:12