05.10.2005 14:26

Baðormar

Sundmannakláði algengur í LandmannalaugumÍ ágúst 2003 tóku gestir í Landmannalaugum að kvarta um sundmannakláða eftir baðferðir í heitum læk á svæðinu, svonefndum Laugalæk. Rann­sóknir í lok mánaðarins gáfu til kynna að sund­lirfur bæði nasa- og iðrablóðagða væru að herja þar á baðgesti. Svipað gerðist árið eftir.

Lítið er vitað um afdrif og möguleg sjúkdómsáhrif lirfanna í þeim tilvikum sem ekki næst að hefta frekari för þeirra strax í húðinni. Tilraunir á músum hafa þó sýnt að lirfurnar þroskast óeðlilega og drepast eftir nokkra daga eða vikur en hafa þá þegar náð að flakka eitthvað um líkamann!

Maður fær nú bara hroll!

Lesið meira í Læknablaðinu ormur.bmp

Flettingar í dag: 4272
Gestir í dag: 262
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 447774
Samtals gestir: 46237
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 19:51:29