Færslur: 2020 Október

18.10.2020 22:35

Hús á Bakkanum - Eggjaskúr

EGGJASKÚR 2004


Á grunni eldri Eggjaskúrs er stóð á sama stað við Húsið til ársins 1926. Upprunalega frá því fyrir 1886.

 

Byggðasafn

Eggja[b1] - og fuglasafn ásamt öðrum náttúrugripum Byggðasafns Árnesinga. Þar verður einnig aðstaða til að kynna fuglafriðlandið.

Húsið Eyrarbakki


 [b1]https://www.mbl.is/greinasafn/grein/816358/ Eggjaskúrinn var reistur m.a. fyrir styrk frá Minjastofnun Íslands 1. miljón, Arni Richter, sem gerir út ferjur í Wisconsin, (ein þeirra bar nafnið Eyrarbakki) lagði fram 10.000 dollara til byggingarinnar. Vestur-íslendingarnir Hannes M. Andersen og Jeannie Roonings, lögðu einig fram 10.000 dollara. Byggðasafn Árnessinga lagði svo til það fjármagn sem á vantaði. Byggingakostnaður var áætlaður um 5. milj. kr.

04.10.2020 21:46

Hús á Bakkanum - Einarshús

EINARSHÚS........1888

Húsið var fært á nýjan sökkul 1997

http://loftmyndir.arborg.is/teikningar/8200-TG-57a-A-01.pdf


Einar[b1]  Jónsson og Guðrún Jónsdóttir

Jónína[b2]  Árnadóttir

Guðmundur[b3]  Jónsson oddviti

Diðrik[b4]  Diðriksson verkamaður

Ólöf[b5]  Gróa Ebenezerdóttir

Sæmundur[b6]  Jónsson þurrabúðarmaður

Guðríður[b7]  Jónsdóttir

Sigurður[b8]  Guðmundsson skipstjóri (Siggi tani)

Vilborg[b9]  Sæmundsdóttir

Þórir Erlingsson

Núverandi eigandi er Sigurður Sigurðsson

?

1915 - 40

1941 - 71s

1945 - 75

1955 - 62ja

1964 - 83ja

1970 - 91s

1981

1999


 [b1]Einar borgari var verslunarmaður á Eyrarbakka og bjó í Einarshúsi, sem hann byggði 1860. Hann fékk borgarabréf (leyfisbréf) fyrir verslun og er viðskeytið við nafn hans þaðan komið. Börn hans og Guðrúnar voru Sigfús tónskáld og Elsa Sigfúss s-ngkona:  http://skjalaskrar.skjalasafn.is:8080/Default.aspx?ID=SVMtw57DjS0xOTY3LTAwMDAtMjY2

 

 [b2]Jónína var ætuð frá Stokkseyri, gift Guðmundi Jónssyni oddvita.(Sjá þar)

 [b3]Foreldrar Guðmundar voru Jón Halldórsson og Guðrún Magnúsdóttir á Hrauni í Ölfusi.  Guðmundur var verslunarmaður við Kaupfélagið Heklu og oddviti á Eyrarbakka til fjölda ára auk ýmissa annara sýslustarfa. Konan hans var Jónína Árnadóttir d.1915.  Börn þeirra voru Sigurður (Sjá þar) og Jón sjómaður í Reykjavík.

 [b4]Diðrik var ættaður úr Kaldaðarneshverfi síðar bóndi að Langholti Hraungerðishreppi. Kona hans var Guðríður Jónsdóttir. (Sjá þar) Þeirra börn; Guðrún, Diðrik, Haraldur, Úlfar, Eiríkur og Þorgerður.

 [b5]Systkyni hennar voru Ágústa í Deild (sjá þar)  Guðmundur skó í Hraungerði og Ebenezer vélstjóri. Foreldrar þeirra: Ebenezer Guðmundsson gullsmiður og Sesselja Ólafsdóttir.

 [b6]Konan hans var Þuríður Björnsdóttir frá Snotrunesi í Borgarfirði eystra og börn þeirra þau Vilborg  (Sjá þar) og Guðrún. Sæmundur var frá Skeggjastöðum í Flóa. Börn þuríðar (Jakopsbörn)  Elín Björg, Anna Sigurbjörg, Sigurður, Gróa Jakobína, Laufey, og Björn Skapti.

 [b7]Guðríður var fædd í Rútsstaða-Suðurkoti, systir Ásgríms Jónssonar listmálara.

 [b8]Guðmundar Jónatans Guðmundssonar - Áður Sólbakka. Konan hans var Vilborg Sæmundsdóttir (Sjá þar)

 [b9]Vilborg var gift Sigurði Guðmundssyni útgerðarmanni á Eyrarbakka. Börn þeirra: Hafsteinn, lést af slysförum 1980. Guðmund Jónatan er lést af veikindum 1981.

  • 1
Flettingar í dag: 156
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 2607
Gestir í gær: 210
Samtals flettingar: 267090
Samtals gestir: 34352
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 01:33:43