Færslur: 2021 Mars

28.03.2021 22:13

Útgerðarfélagið Árborg hf.


Bjarni Herjólfsson ÁR 200. Mynd af internetinu Vigfús Markússon.


Eyrarbakkahreppur ásamt Selfoss og Stokkseyrarhreppi stofnuðu útgerðarfélagið Árborg hf. árið 1975 ásamt nokkrum einstaklingum af svæðinu. Félagið var stofnað um kaup og útgerð á togaranum Bjarna Herjólfssyni (Eftir farmanninum Bjarna sem fyrstur evrópubúa sigldi upp að ströndum Ameríku) Hraðfrystihúss Eyrarbakka og Stokkseyrar urðu síðan aðaleigendur útgerðarinnar. Útgerðarfélagið náði sér aldrei á flug og var togaranum lagt haustið 1984 og síðan seldur.
Aðal hvatamaður að stofnun útgerðafélagsins var Ásgrímur Pálsson framkvæmdastjóri hraðfrystistöðvarinnar á Stokkseyri og kom togarinn heim frá Póllandi 9. mars 1977 til Þorlákshafnar sem var hans heimahöfn þessi árin.

Bjarni Herjólfsson ÁR 200 var 500 tonna skuttogari og gekk um 15 mílur á klst. Skipstjóri var ráðinn Axel Schöith.
Útgerðin gekk brösulega alla tíð og var togarinn seldur til Akureyrar eins og áður sagði og fékk þá nafnið Hrímbakur EA. Síðar hét skipið Klakkur SK og síðast Klakkur ÍS.

https://www.mbl.is/200milur/skipaskra/skip/1472/ 

21.03.2021 01:21

Um Kambsránid

Hid svonefnda Kambsmál var fyrirtekid í Landsyfirrétti árid 1844. Höfdad gegn Sigurdi Gottvinssyni, Jóni Geirmundssyni og þeim brædrum, Jóni Kolbeinssyni og Haflida Kolbeinssyni fyrir húsbrot og rán. Vid rannsókn málsinns féll einnig grunur á 26 adra menn og sumir þeirra uppvísir ad þjófnadi og ödrum afbrotum.

Rán þad er ádur er getid var framid á bænum Kambi í Flóa 9. Febrúar árid 1827 og þótti mikid illvirki. Þá um nóttina komu ádurnefndir ránsmenn ad Kambi og voru þeir flestir skinnklæddir sem algengt var um sjómenn og höfdu dulur fyrir höfdi og andlitum. Foringi þeirra Sigurdur Gottvinsson var útbúinn med langt og oddhvast saxi ef til þyrfti ad taka. Þad var hid versta illvidri er þeir félagar lögdu upp í ferd sína og komu þeir ad bænum laust um midnætti og brutu upp dyrnar. Fólk var í fasta svefni, Hjörtur Jónsson bóndi og vinnukonur hans tvær (Gudrún hét önur) og 6 ára barn. Ránsmenn gengu ad rekkjum og gripu heimafólkid nakid og færdu nidur á gólf og bundu þau bædi á höndum og fótum. Dysjudu þau þar á gólfinu undir reidingi, sængurfötum, kvarnarstokki, kistu og ödru þvílíku sem þeir þrifu til í myrkrinu. Næst brutu þeir upp kistur og kistla sem peningar voru geymdir í og hótudu ad skera Hjört á háls ef hann segdi ekki til allra fjármuna sinna. Þá er þeir böfdu rænt meira en 1000 dali í peningum og annad verdmæti hurfu þeir á brott og skildu fólkid eftir bundid undir dysinni sem ádur er getid. Sigurdur foringi ránsmanna vildi brenna bæinn, en hinir löttu hann til þess og fóru þeir vid svo búid.

Rannsókn og þinghald stód í 98 daga, en talid var ad þjófafélag þetta hafi stundad rán og gripdeildir vída um sýslunna. Þetta mál þótti hid stórkostlegasta sem komid hafdi upp frá byrjun 18. aldar. Þó svo dómarar og sækjandi eignudu sér mestann heidur af lausn málsins, þá átti Þurídur formadur í Hraunshvefi ekki síst heidur skilid fyrir ad koma upp um þjófafélagid, en hún þekkti prjónamunstrid á vettlingum sem einn ránsmanna hafdi hnupplad í ráninu og lét yfirvöld vita af grunsemdum sínum.

Landsyfirréttur dæmdi í málinu 7. júlí 1828 þannig: Sigurdur Gottvinsson  skal hýdast vid staur 27 vandarhöggum og þrælka ævilangt í festingu undir strangri vöktun. Þeir brædur Jón og Haflidi og Jón Geirmunds skildu einig  hídast vid staur og þrælka ævilangt í festingu. Þurftu þeir og ad greida málskostnad og skadabætur. Um afdrif þeirra í refsivistinni á Brimarhólmi er skemst frá ad segja ad Haflidi var sá eini sem sneri aftur af þeim félögum, en hann druknadi í sjóródri ári eftir heimkomuna.

Grunadir medlimir þjófafélagsins: Jón Gottvinsson yngri á Forsæti fékk 3x27 vandarhögg. Einar Jónsson á Skúmstödum fékk 2x27 vandarhögg. Snorri Geirmundsson á Litla-Hrauni fékk 27 vandarhögg. Þau sem voru adeins dæmd til greidslu málskostnadar voru, Gottvin Jónsson á Baugstödum, Ólafur Stefánsson á Nedri-Hömrum, Markús Gíslason á Steinsholti, Valgerdur Jónsdóttir á Steinsholti, Kristín Gunnlaugsdóttir í Steinsholti, Gudmundur Þorláksson á Efri-Hömrum, Eiríkur Snorrason á Hólum, Teitur Helgason á Skúmstödum, Helga Ólafsdóttir á Efri-Hömrum, Vilborg Jónsdóttir á Leidólfsstödum, Árni Eyjólfsson á Stödlakoti, Þorleifur Kolbeinsson á Stéttum, Páll Haflidason á Skúmstödum, Jón Halldórsson og Þorvaldur Gunnlaugsson á Gróf. Þau sem hlutu alfarid síknu voru, Gudbjörg Gottvinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir á Baugstödum, Gudrún Jónsdóttir á Hólum, Kristín Hannesdóttir á Stéttum. Gunnhildur Eyjólfsdóttir á Stóra-Hrauni og Gudbjörg Kolbeinsdóttir á Eyrarbakka.

Ekkert fangelsi var á íslandi á þessum tíma og voru fangarnir vistadir á ýmsum stödum þar til var dæmt í málinu og þeir fluttir til afplánunar í Kaupmannahöfn. Sigurdur Gottvinsson var í Hjálmholti. Jón Geirmundsson var á Stóra-Ármóti. Jón Kolbeinsson var í Bár. Haflidi var í Langholti.

 Sjá einnig: Eyrarbakkaþjófnadurinn 1886 Kambsránid 1827 Rán og rupl í Raudubúd Fjársjóður Hafliða


12.03.2021 22:07

Leikskóli í nær hálfa öld.

Þann 17. mars 1975 var gerð tilraun til að reka dagvistun á Eyrarbakka yfir vertíðina. Það var tvísetinn leikskóli, fyrir og eftir hádegi. Áhugi fyrir þessu hafði verið í umræðunni um nokkurt skeið hjá sveitarstjórn, verkalýðsfélaginu Bárunni, kvenfélaginu og stjórn Hraðfrystistöðvar Eyrarbakka, sem kallaði eftir vinnuafli húsmæðra.
Aðstaða fékkst í húsi sem Ungmennafélag Eyrarbakka og vmf Báran áttu saman og hét Brimver og festist það nafn við leikskólinn.
Þær Gyðríður Sigurðardóttir og Auður Hjálmarsdóttir, voru ráðnar til að stýra leikskólanum sem hefur starfað óslitið síðan. Árið 1982 var húsnæðið endurnýjað með því að kaupa fokhelt einingahús frá SG-hús sem sjálfboðaliðar og feður luku við að einangra og klæða innan. Húsnæðið var síðan stækkað og endurbætt árið 1995.

Heimild: mbl.is tímarit.is 
  • 1
Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 2607
Gestir í gær: 210
Samtals flettingar: 266957
Samtals gestir: 34349
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 01:12:41