Færslur: 2017 Desember

03.12.2017 20:39

Sú var tíðin, 1958

Ríkinu var heimilað að selja Eyrarbakkahreppi lönd jarðanna Einarshafnar, Skúmstaða og Stóru-Háeyrar. Reykvískir vörubílstjórar áttu nokkra hagsmuni gegn þessu, vegna vikurnámsins í Eyrarbakkafjörum.

 

Útgerð: Tveir bátar gerðir út héðan á vetrarvertíð "Helgi"og "Jóhann Þorkelsson" [sá þriðji frá Þorlákshöfn.] Aflinn var 579 lestir 104 róðrum og var Jóhann Þorkelsson aflahærri með 315 lestir í 59 veiðiferðum. Fjórir bátar voru gerðir út á humarvertíðinni. Helgi, Ægir, Faxi og Friðrik. Við humarvinnsluna störfuðu 30-40 manns, einkum konur og börn.

 

Atvinna: Við Plastiðjuna störfuðu 15 manns og unnu 8 þeirra í vöktum í kjallara frá kl. 7.30 til kl. 6 og síðari vaktin til kl. 3.30 um nóttina. Nokkrir höfðu vinnu við símalagnir og raflagnir og allmargir störfuðu við virkjanaframkvmdir í Soginu. Frystihúsið veitti allnokkrum vinnu þegar afli barst á land. Litla-Hraun örfáum og allmargir tímabundið við landbúnað, útgerð, hafnarbætur og viðhald á bátum í slippnum. Nokkrir sjálfstætt starfandi vörubifreiðastjórar, aðrir við kennslu, verslun og opinber störf.

 

Stjórnmál: Sveitastjórnarkosningar voru á árinu og voru eftirtaldir í framboði á Eyrarbakka:

Fyrir Sjálfstæðisflokkinn voru 7 efstu, Sigurður Kristjánsson kaupmaður, Bjarni Jóhannsson skipstjóri, Bragi Ólafsson héraðslæknir, Hörður Thorarensen sjómaður, Eiríkur Guðmundsson trésmiður, Jóhann Jóhannsson bifreiðastjóri og Ásmundur Eiríksson bóndi. Alþýðu og Framsóknarflokkur buðu fram sameiginlegan A-lista þannig skipaðann efstu 7 mönnum, Vigfús Jónsson oddviti, Sigurður Ingvarsson bílstjóri, Þórarinn Guðmundsson bóndi, Ólafur Guðjónsson bílstjóri, Ragnar Böðvarsson verkamaður, Magnús Magnússon framkv.stj. og Vilhjálmur Einarsson bóndi. Á Eyrarbakka voru 311 á kjörskrá og kusu 262. A-listinn fékk 5 menn kjörna og D-listi 2 menn. [Bjarni Jóa og Bragi læknir settust í hreppsnefnd fyrir D-listann, en mikið var um að kjósendur breyttu röðun]

 

Félagsmál: "Fundur í Verkamannafélaginu Báran á Eyrarbakka, 5. okt 1958 lýsti fyllsta trausti á framkvæmd ríkisstjórnarinnar við útfærslu fiskveiðitakmarkanna í 12 milur. Jafnframt fordæmdi fundurinn framkomu Breta, sem einir allra þjóða höfðu sýnt málinu verulegan mótþróa með hernaðaraðgerðum í íslenzkri landhelgi.

 

Afmæli:

90. Ólöf A. Gunnarsdóttir, Simbakoti/Vinaminni, [Ólöf náði 101 árs aldri og var heiðursborgari- Ólöf í Simbakoti ]

80. Böðvar Friðrikson, Einarshöfn. [Pabbi Ragnars, Reynis, Fríðu, Óskars, Lilju og Guðlaugu Böðvarsbarna] Elísabet Jónsdóttir. [alþingismanns Þórðarsonar Eyvindarmúla Ísmús]  Guðný Jónsdóttir, Simbakoti. bjó í  Rvík. Guðríður Jónsdóttir, Einarshúsi. [Kona Diðriks Diðrikssonar sama stað]

70 Ágústa Ebenesardóttir, Deild. [Maður hennar var Sigurður Daníelsson gullsmiður sama stað]  Jón Axel Pétursson Rvík. Kristín Vilhjálmsdóttir, Blómsturvöllum. Ólafur Helgason, Túnbergi. [Pálssonar og Önnu Diðriksdóttur Jónssonar. -Hreppstjóri og kaupmaður í Ólabúð] Sigurveig Magnúsdóttir, bjó í Rvík. Sigurður Jónsson, Steinsbæ. [Skósmiður og trésmiður. Kona hans var Regína Jakopsdóttir] Þorleifur Guðmundsson, Simbakoti. Þorleifur Halldórsson, Einkofa. [Kona hans var Ágústa Þórðardóttir- brýnsteinn Þorvaldar ]  Þuríður Björnsdóttir, Einarshúsi. [Maður hennar var Sæmundur Jónsson].

60. Elínborg Kristjánsdóttir, [Var á sínum tíma formaður kvennfélagsins og menningarfrömuður í þorpinu. bjó síðast í Rvík]. Finnbogi Sigurðsson, Suðurgötu [Sýsluskrifari, bjó síðast í Rvík.] Gíslí Ólafsson bakari, bjó í Rvík. [Árnasonar og Guðrúnar Gísladóttur Einarshöfn/ áður Gamla-hrauni-bróðir Sigurjóns myndhöggvara] Halldóra Ágústa Jóhannesdóttir, Brennu. [Fósturdóttir Þórdísar Símonardóttir ljósmóður.] Marel Ó Þórarinsson, [ Kona hans var Sigríður Gunnarsdóttir Prestshúsi. Runólfur Jóhannsson skipasmiður frá Gamla-Hrauni. [Guðmundssonar formanns og Guðrúnar Runólfsdóttur mbl ]  

50. Ármann Guðmundsson, Vorhúsum. [garðyrkjubóndi.] Guðmundur Einarsson, Ásheimum. [Trésmiður Þorgrímssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur, Götuhúsum.] Jón Guðjónsson, Litlu-Háeyri. [bóndi, Jónssonar og Jóhönnu Jónsdóttur frá Minna-Núpi] Lára Halldórsdóttir, Eimu. [Þorvaldssonar og Guðrúnu Á Guðmundssonar frá Bryggju í Biskupstungum.] Sigurjón Ólafsson myndhöggvari frá Einarshöfn. [[Árnasonar, Eiríkssonar frá Þórðarkoti og Guðrúnar Gísladóttur Einarshöfn/ áður Gamla-hrauni, -bróðir Gísla bakara Rvík.] Sigurbjörg Bergþórsdóttir, Grímstöðum. [Jónssyni og Sigríði Guðmundsdóttur] .

 

 

Andlát: Anna Þórðardóttir, Borg (f.1870). Gróa Gestsdóttir, Eyvakoti (f.1874). Guðrún Gísladóttir frá Einarshöfn /Gamla-Hrauni. [Andréssonar, Gíslasonar í Stóru Sandvík. Börn hennar og Ólafs Árnasonar voru: Magnea, Árni, Gísli, Sigurjón myndhöggvari, Sigríður og Guðni. abl. ] Guðrún Ásmundsdóttir, Gunnarshólma (f.1893). Haraldur Guðmundsson, Stóru-Háeyri, bjó í Merkisteini en síðar í Rvík. [f.1888 sonur Sigríðar Þorleifsdóttur og Guðmundar Ísleifssonar formanns og kaupmanns. Önnur börn þeirra voru Guðbjörg, Guðmundur, Þorleifur, Sylvía, Geir, Sólveig og Elín ] Jónína Guðmundsdóttir.

Ólöf Andrésdóttir frá Litlu-Háeyri [f.1868 dóttir Andrésar Ásgrímssonar Eyjólfssonar og Guðbjargar Árnadóttur. Andrés giftist síðar Málfríði Þorleifsdóttur ríka á Stóru-Háeyri. Málfríður giftist síðar Jóni Sveinbjörnssyni á Bíldsfelli. Ólöf giftist Guðna Jónssyni verslunarmanni við Lefolii verslun. Ólöf átti barn fyrir með Sveinbirni, bróður Jóns á Bíldsfelli, sá hét Andrés, hafnsögumaður í Rvík, hann dó barnlaus. Börn Ólafar og Guðna voru, Elín og Þórdís] Sigríður Hannesdóttir, Sandprýði. (f.1892) [Maður hennar var Þorbergur Guðmundsson. Börn þeirra voru Hannes, Elín, Bergþóra, Gunnar og Ólöf] Sigríður Loftsdóttir, Ásgarði (f. 1895) [Kona Júlíusar Ingvarssonar] Valgerður Grímsdóttir, Óseyrarnesi [Gíslasonar, Þorgilssonar og Elínar Bjarnadóttur Hannessonar. Maður hennar var Gísli Gíslason skósmiður, Skúmstöðum. Fluttu til Rvíkur.]

 

Hjónaefni:

Vilborg Vilbergsdóttir, Helgafelli og Magnús G Ellertz búfræðingur.

Halldóra Ævarr, Vatnagarði og Karl Ó Ólsen. Viðar Ingi Guðmundsson og Auður Haraldsd. frá Akureyri.

 

Sandkorn:

  • Álfhildur Bentsdóttir. 3 ára vann píanó á DAS miða keyptum á Eyrarbakka. Umboðsmaður DAS á Eyrarbakka var Sigurður Andersen.
  • 4 ára drengur féll í sjóinn af Vesturbúðarbryggjunni, Bjargað með snarræði og lífgaður við í fjörunni. [tm]
  • Kvenfélagið Á Eyrarbakka 70 ára.
  • Árnesingafélagið kaupir píanóið úr Húsinu, en það var úr búi Guðmundar Thorgrímsen.
  • "Hringur" foli Steins Einarssonar gerir það gott í kappreiðum fáks. 1. sæti í stökki.
  • Eyrbekkingafélagið kom í gróðursetningaferð.
  • Frystihúsið setur upp matvörubúð með kjöt, fisk og nýlenduvörum. [ Fyrir voru útibú KÁ, Laugabúð og Ólabúð]
  • Eldur kviknaði í fangaklefa á Litla-Hrauni. Fangi kveikti í dýnu. Fangastrok voru tíð.
  • Eldur var laus í Beinamjölsverksmiðjunni. Orsök talin sjálfsíkveikja í mjöli. Töluverðar skemdir urðu á húsinu.
  • Plastiðjan framleiddi 300 fm af 2" einangrunarplasti á dag og hafði hvergi undan eftirspurn eftir þessu nýja einangrunarefni til húsbygginga.
  • Því var spáð að árið 2000 yrði stór-Eyrarbakka og Ölfussvæðið með 22.000 íbúa.
  • Elsa Sigfúss og Páll Ísólfs héldu tónleika í troðfullri Eyrarbakkakirkju. [Sigfús Einarsson faðir Elsu og tónskáld var fæddur á Eyrarbakka, Jónssonar kaupmanns í Einarshúsi. Sigfús samdi meðal annars lagið "Á Sprengisandi" Móðir Elsu var Valborg Einarsson söngkona]
  • Guðni Jónsson gaf út bók sína "Saga Hraunshverfis"
  • Óskar Magnússon, var  formaður Ungmennafélags Eyrarbakka.
  • Guðmundur Danílesson var skólastjóri barnaskólanns, nemendur voru 70.
  • Í fjósinu á Litla-Hrauni voru 30 mjólkandi kýr.

 

 

Heimild: Alþýðubl. Gardur.is, Morgunbl. Tíminn, Vísir, Þjóðviljinn, Ægir. 

  • 1
Flettingar í dag: 156
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 2607
Gestir í gær: 210
Samtals flettingar: 267090
Samtals gestir: 34352
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 01:33:43