Færslur: 2017 Apríl

18.04.2017 23:09

Sú var tíðin, 1955

Fátt dró til tíðinda á Bakkanum á því herrans ári 1955, nema það sem sneri að aflabrögðum og sjósókn. Velmegun hefur sennilega sjaldan eða aldrei fyrr verið meiri hjá verkamannastéttinni í þessu þorpi en á þessum árum. Þá var farið að byggja allmörg ný og stór hús og bifreiðar að verða almennings eign. Vinnan lék aðalhlutverkið í þorpslífinu við fuglasöng og mávagarg. En á meðan brimið drundi í brælu og sudda lág flotinn í landi og þorpsbúar þömbuðu kaffi hver hjá öðrum og sögðu vel útilátnar sröksögur um nágungann, en slíkt var alsiða í þessum sjávarþorpum, þegar ekkert var að frétta.

 

Útgerð og fiskvinnsla: Gerðir voru út 5 bátar frá Eyrarbakka vertíðina 1955 en Faxi frá Eyrarbakka var gerður út frá Þorlákshöfn. Erfiðlega horfði um mönnun þessara báta og var fenginn hingað hópur færeyinga til að unt yrði að manna alla báta á Eyrarbakka og Stokkseyri. Komu 5 færeyingar til Eyrarbakka og 4 á Stokkseyri fyrsta kastið. Var það nokkuð færra fólk en búist var við, því útvegsmenn á Bakkanum höfðu gert ráð fyrir að fá 13 færeyinga hingað. Vertíðin fór því hægt af stað vegna mannaflaskorts og einig tafði beytuskortur róðra fyrstu daganna og brim hamlaði oft. Jóhann Þorkellsson, Sjöfn og Ægir skiptust á að vera í forustusæti yfir aflahæstu bátana og réðust úrslit ekki fyrr en undir lokin.

Aflahæstur á vertíðinni var ÆGIR (Jón Valgeir Ólafsson). Næst kom SJÖFN /Ólafur Guðmundsson) þá JÓHANN ÞORKELSSON (Bjarni Jóhansson) GULLFOSS (Sveinn Árnason) og að síðustu PIPP (Sigurbjörn Ævar). ["Friðrik Sigurðsson" frá Þorlákshöfn, nýkeyptur bátur frá danmörku, lagði upp á Eyrarbakka og Stokkseyri af og til.] Síðan tók humarvertíð við hjá þeim öllum, en um sumarið lagðist í rosa svo róðrar voru með minnsta móti og humarafli lítill. Nýr bátur "HELGI"frá Hornafirði var keyptur hingað af Sverri Bjarnfinnssyni o.fl.

 

Afmæli:

92. Jón Ásgrímsson í Björgvin.

89. Gunnar Halldórsson á Strönd. Hildur Jónsdóttir í Garðbæ.

85. Anna Þórðardóttir á Borg.

80. Ólafur Jónsson á Búðarstíg. Þuríður Magnúsdóttir í Mundakoti.

70 Guðmundur Magnússon í Nýjabæ. Guðríður Guðjónsdóttir í Nýhöfn. Ingibjörg Jakopsdóttir í Einarshöfn. Ingileif Eyjólfsdóttir í Steinskoti.Kristján Guðmundsson, fyrrum formaður Vlf. Bárunnar. Sigursteinn Steinþórsson í Sandvík. Steinun Sveinsdóttir í Nýjabæ. Þorbjörn Guðmundsson á Blómsturvöllum.

60 Árni Sigurðsson í Túni. Bjarni Loftsson í Kirkjubæ. Ingvar Ingvarsson Gamla-Hrauni. Margrét Oddný Eyjólfsdóttir í Stíghúsi. Ragnheiður Sigurðardóttir Steinskoti. Sigríður Loftsdóttir í Ásgarði.

50 Helga Jónsdóttir í Frambæjarhúsi. Ágústa Guðrún Magnúsdóttir Einarshöfn. Guðbjörg Jóna Þorgrímsdóttir á Hópi. Guðlín Katrín Guðjónsdóttir á Háeyri.  Ingibjörg Jónasdóttir Sjónarhóli. Þórður Ársælsson á Borg.

 

Andlát:  Aldís Guðmundsdóttir í Traðarhúsum (88). María Gunnarsdóttir frá Einarshöfn (88). Sigurlaug Erlendsdóttir frá Litlu-Háeyri (83). Jón Gíslason í Ísaksbæ (77). Kristinn Gíslason frá Einarshöfn (77). Ágúst Jónsson frá Torfastöðum í Fljótshlíð (58)[Gústi Greiskinn, mjólkurpóstur á Litla-Hrauni] Ólöf Gróa Ebenezardóttir, frá Einarshúsi (62) en hún bjó í Rvík. Þorvaldur Jónsson frá Gamla-Hrauni (61). kona hans var Málfríður Sigurðardóttir. Þorgrímur Albert Einarsson í Ásheimum (49) bifreiðastjóri. Gísli Guðmundsson frá Steinskoti. (26) sjómaður. [Sonur Guðmundar Jónssonar og Ragnheiðar Sigurðardóttur þar. Hann féll fyrir egin hendi.] Ólafur Sigurðsson, bjó þá í Rvík. Lúðvík Norðdal, er lengi var héraðslæknir á Eyrarbakka. Margrét Guðmundsdóttir, en hún bjó í Rvík. Kristín Jóhannsdóttir frá Eyvakoti, bjó að Læk í Ölfusi. Eygló Sigurðardóttir Fjölni (0 ára)

 

 

  • Nokkur hópur færeyinga var fenginn til að munstrast á fiskibátana á Bakkanum.
  • Þeir höfðu gaman af stangveiðum Guðmundur Daníelsson rithöfundur, Lárus Andersen bakari og Ólafur Helgason kaupmaður.
  • Lokið var við að fullgera slippin, en dráttarbrautin hafði verið keypt hingað notuð frá Reykjavíkurhöfn. Dráttarbrautin saman stóð af rafknúnu togaraspili, sporbraut og 50 hjóla vagni. Annar búnaður var byggður upp á staðnum. Um framkvæmdina sá Sigurður Guðjónsson á Litlu Háeyri. 12 bátar voru teknir upp þetta ár.
  • Mörg ný hús voru byggð á Eyrarbakka á þessum árum.
  • Leikfélag Eyrarbakka sýndi hið vinsæla leikrit Lofts Guðmundssonar Seðlaskipti og ást.
  • Ásmundur Guðmundsson biskup kom hér við á Bakkanum, en hann ferðaðist með báti hingað úr Vestmannaeyjum þar sem hann var við Visitasíu.
  • UMFE vann að gróðursetningu á reit sínum sem er nú nefndur Hraunprýði. Söfnuðu örnefnum sem enn höfðu varðveist í munmælum. Héldu námskeið í handbolta og leikfimi og þjóðdönsum.
  • Guðni Jónsson frá Einarshöfn hlaut doktorsnafnbót sína.
  • Snorri Jónsson, læknir, Reykjavík, var ráðinn aðstoðarlæknir héraðslæknisins í Eyrarbakkahéraði, sem þá var Bragi Ólafsson.
  • Upp komst um tvo bruggara og voru þeir handteknir. Þótti það tíðindi að annar bruggarinn væri kona.
  • Kaupfélag Árnesinga varð 25 ára. [ 1930 Keypti KÁ Verslunarhúsin á Eyrarbakka, steyptu löndunarbryggjuna og létu smíða tvo uppskipunarbáta- (gengu síðar undir nafninu "Grútarnir")]

 

Heimild: Alþýðubl. Fylkir, Morgunbl. Tíminn, Vísir, Þjóðviljinn, Ægir.

Flokkur: Fréttir að fornu

17.04.2017 17:58

Veiðibjallan

-Svartbakurinn er hin mesta veiðikló. Hann stundar mjög hrognkelsaveiðar, og þar sem mikið er af hrognkelsum, er hann svo matvandur, að hann leggur sig helzt eftir rauðmaganum og meira að segja étur aðeins lifrina, en lætur krumma eftir fiskinn. Víða um land hafa börn og unglingar iðkað það sér til gamans að sitja um svartbakinn, þegar hann er að draga, og taka af honum veiðina, jafnóðum og hann lendir. Dregur hann þá oftast aftur. Gerir hann sjálfur aðvart um veiðar sínar, því að þegar hann er að drætti, heyrist frá honum hátt og hljómmikið hljóð, sem ekki er samfellt, en hækkar og lækkar til skiptis, eins og hljómur í bjöllu. Áður fyrrum, þá er vorsultur var tíður í búi þeirra, sem bjuggu við brimasama strönd, lögðu menn sig eftir því að ná veiði svartbaksins sér til lífsbjargar. Voru þá höfð ströng varðhöld á drætti hans. Þannig var þetta á Eyrarbakka og Stokkseyri, en þar er brimasamt, útfiri mikið og myndast víða lón og lænur. Sagt er, að þar hafi verið kallað, þegar heyrðist hið háttbundna hlakkhljóð svartbaksins: "Þar heyrist í bjöllunni!" eða: "Nú kveður bjallan við!" Síðan þutu þeir af stað, sem björgina vildu handsama, og var stundum kapp í unglingunum. Svo var þá farið að kalla svartbakinn veiðibjöllu þarna eystra, og hið einkennilega og tilkomumikla nafn flaug síðan út um nálægar sveitir og loks til fjarlægra héraða.- Dýraverndarinn 1955.

04.04.2017 22:32

Sú var tíðin 1954

"HUMARBÆRINN"  Það var kosið í hreppsnefnd 1954 og urðu úrslit þessi: Alþýðuflokkur 154 atkv og 4 menn. Framsóknarflokkur 40 atkv. og einn mann. Borgarar 85 atkv. og 2 menn. Á kjörskrá voru 357. Vigfús Jónsson oddviti var tryggur í valdastóli næsta kjörtímabilið. Eyrarbekkingar hófu upp nýja atvinnugrein, humarveiðar og vinnslu sem skaffaði 50-60 manns atvinnu. Unnið var að byggingu dráttarbrautarinnar (Slippsins), en hún var hönnuð til að geta tekið upp 200 tn. báta en aðstæður gerðu hinsvegar ekki ráð fyrir stærri en 60 tn. bátum. Dráttarbrautin var svo vígð 7. desember, er fyrsti báturinn var tekinn upp, en það var Faxi ÁR.  Þá festu þeir Halldór og Ólafur Guðmundssynir kaup á  vélbátnum "Sjöfn" frá Flateyri.

 

Útgerð og vinnsla:

Eyrbekkingar gerðu út sex báta á vertiðinni 1954 [ þar af tvo frá Þorlákshöfn]. Tilraunir voru gerðar með að kaupa togarafisk frá Reykjavík og aka honum hingað til vinnslu í frystihúsinu, á meðan gæftir voru lélegar sökum brælu, stórbrims og illviðra í vertíðarbyrjun. Þá urðu skemmdir á vélbátnum Ægi frá Eyrarbakka. sem gerður var út frá Þorlákshöfn og skemdust tveir aðrir þorlákshafnarbátar, Brynjólfur og Ísleifur einig í þessu veðri. Ægir slitnaði síðan aftur upp í öðru óveðri, en sakaði ekki. Vébáturinn Jóhann Þorkelsson var aflahæstur, á vetrarvertíð en hann fiskaði um 215 smál. í 53 róðrum. Skipstjóri Jóhann Bjarnason. Í frystihúsinu störfuðu um 30 manns. Þrír bátar voru gerðir út á humar um sumarið. Var það í fyrsta skipti sem humarveiðar voru stundaðar héðan. Þessir bátar voru Jóhann Þorkelsson, skipstjóri Bjarni Jóhannsson, Ægir, skipstjóri Jón Valgeir Ólafsson og Faxi, skipstjóri Ólafur Vilbergsson. Þá kostaði kg. af humri 50 kr.

 

Afmæli:

91. árs Jón Ásgrímsson homopati í Björgvin. [varð hann allra karla elstur, eða101 árs]

 

90 ára Ólöf Ólafsdóttir þá til heimilis á sjúkrahúsinu Sólvangi, Hafnarfrði.

 

85. ára Margrét Guðmundsdóttir frá Eyrarbakka, bjó í Rvík.

 

80 ára. Kristín Jónsdóttir, bjó þá á e.h. Grund Rvík. Valgerður Grímsdóttir frá Óseyrarnesi. Hennar maður var Gísli Gíslason á Skúmstöðum. Ingibjörg Magnúsdóttir frá Oddakoti A-Landeyjum, en bjó á Bakkanum á efri árum, hjá Jóni Sigurðssyni hafnsögumanni. Þuríður Magnúsdóttir frá Mundakoti. Gróa Gestsdóttir í Eyfakoti. Vilhjálmur Gíslason á Ásabergi. [Járnsmiður og ferjumaður]

 

75 ára. Bersteinn Sveinsson múrari í Brennu. [Hann var frukvöull í nútíma kartöflurækt.] Jónína Jónsdóttir frá Skúmstöðum. Aðalbörg Jakopsdóttir í Læknishúsi. Maður hennar var Gísli læknir Pétursson. Halla Jónsdóttir á Búðarstíg. Jóhanna Jónsdóttir á Litlu Háeyri. Jónína Jónsdóttir á Skúmstöðum.  Margrét Gísladóttir í Ísaksbæ. Þorbjörn Hjartarson í Akbraut.

 

70 Árni Helgson formaður í Akri. Jóhanna Helgadóttir á Bergi.

 

60 ára Ásgeir Sigurðsson skipstjóri frá Gerðiskoti/Flóagafli. Bjó í Rvík. Anna Tómasdóttir í Garðbæ. Guðlaug Sigfúsdóttir, bjó í Reykjavík. Ingibjörg Gunnarsdóttir í Einarshöfn. Vilhjálmur K Einarsson í Traðarhúsum. Þorvaldur Jónsson á Gamla-Hrauni.

 

50 ára Ragnar Jónsson frá Mundakoti-forstjóri og bókaútgefandi í Reykjavík. Guðlaugur Eggertsson á Litlu-Háeyri. form. björgunarsveitarinnar. Guðrún A Bjarnadóttir, bjó í Reykjavík. Helga Káradóttir á Borg. Ragnhildur Jóhannsdóttir í Traðarhúsum. Sigríður Bergsteinsdóttir í Deild. Þuríður Helgadóttir á Kaldbak.

 

Hjónaefni:

Marta Sigurðardóttir frá Eyrarbakka og Brandnur Þorsteinsson Hafnarfirði. Þórunn Jóhannsdóttir Eyrarbakka og Jónas Hallgrímsgon, húsgagnasmiður, Hafnarfirði. Sigrún Ingjaldsdóttir frá Baldurshaga, Stokkseyrj, og Jónatan Jónsson frá Sandvík, Eyrarbakka.

 

Andlát

Andrea G: Andrésdóttir frá Skúmstöðum. Hennar maður var Guðni Sigurðsson, frá Árkvörn í Fljótshlíð. Þau bjuggu í Mosfelsssveit. Þórarna Theodóra Árnadótir á Stönd. Hennar maður var Guðmundur Björnsson. Margrét Jónsdóttir frá Mundakoti. [ Faðir hennar Jón Jónsson druknaði í Ölfusá. Maður hennar var Halldór Sigurðsson Rvík, og bjuggu þar.] Einar G Sveinbjörnsson frá Einarshúsi.[ Sveinbjörns Erlendssonar og Guðlaugar Magnúsdóttur er þar bjuggu þá, en fluttu síðar til Rvíkur] Sigríður Vilhjálmsdóttir frá Einarshöfn. Kristín J Ólafsdóttir frá Stíghúsi. Sigurður Gíslason, en hann bjó á e.h. Grund Rvík. Helgi Árnason frá Mundakoti, en hann bjó í Rvík. [sonur Árna Jóhannssonar í Mundakoti og Margrétar Filippusdóttur]

 

Sandkorn:

 

  • Slysavarnadeildin Björg á Eyrarbakka varð 25 ára 1954. Formaður var Gauðlaugur Eggertsson. Var haldið mikið afmælishóf í Fjölni. [Geta má þess, að á samkomunni í var Svavar Benediktsson dægurlagahöfuhdur, og gaf hann deildinni nýtt-dægurlag, sem nefnist "Á baujuvaktinni" og var það leikið í útvarið á gamlárskvöld. Texti við dægurlag þetta er eftir Kristján frá Djúpalæk.]
  • Alþýðuflokkurinn fór með stjórn þorpsins undir forustu Vigfúsar Jónssonar oddvita. [Efstu menn á lista með honum voru: Jón Guðjónsson bóndi, Eyþór Guðjónss. verkamaður, Ólafur Guðjónsson bifreiðarstjóri, og Jónatan Jónsson vélstjóri]
  • Forustumaður Framsóknarmanna var Helgi Vigfússon, útibússtjóri KÁ. [Efstu menn á lista með honum voru: Þórarinn Guðmundsson, bóndi, Bjarni Ágústsson, verkamaður, Ólafur Guðmundsson, formaður og Þórlaug Bjarnadóttir, ljósmóðir.]
  • Sjálfstæðismenn studdu svokallaðan "Borgaralista" undir forustu Sigurðar Kristjánssonar, kaupmanns. [Fram með honum fóru Ólafur Helgason, verkstjóri, Eiríkur Guðmundsson, trésmiður, Ólafur Magnússon, símaverkstjóri og Jóhann Jóhannsson, bílstjóri.]
  • Dagsbrún var til sölu. Guðjón Guðjónsson átti það hús. Hannes Þorbergsson keypti og seldi á móti Garðhús.
  • 13 konur á Eyrarbakka lögðu til 1100 kr. til kaupa á sjúkraflugvél fyrir Slysavarnarfélag Íslands (TF HIS). Var féð lagt fram til minningar um Sigríði Eiríksdóttur ljósmóður á Stokkseyri, en hún lést af brunasárum, er hún fékk þegar olíubrúsi sprakk í höndum hennar. [Þessar konur voru: Ingibjörg Jóhannsdóttir, Guðmunda Gestsdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Aldís Þórðardóttir, Sigríður Arinbjarnardóttir, Helga Káradóttir, Guðrún Sæmundsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Þuríður Björnsdóttir, Fanney Hannesdóttir, Bjarney Ágústsdóttir og Ásta Erlendsdóttir. Kvenfélagskonur á Stokkseyri stofnuðu einig minningasjóð er renna átti til sjúkrahúsbyggingar á Selfossi.]
  • Nýr formaður Vlf. Bárunnar var kosinn Andrés Jónson frá Smiðshúsum. [Með Andrési Jónssyni voru kosnir í stjórn: Jónatan Jónsson, ritari, Guðjón Sigfússon, gjaldkeri, Gestur Sigfússon, meðstj. og Kristján Guðmundsson, varaformaður, en Kristján hafði áður gengt formensku í félaginu.]
  • Blaðamenn frá Berlingske Tidende heimsóttu Stokkseyri og Eyrarbakka. Tóku þeir myndir af björgunaræfingu björgunarsveitarinnar á Stokkseyri.
  • Mikið brim gerði við ströndina 11 mars, svo að bátar sem úti voru gátu ekki lent og allar hafnir lokuðust. Tveir sigldu til Vetmannaeyja en aðrir héldu sjó úti fyrir.
  • Allmikið af kartöfluframleiðslu Eyrbekkinga var óselt eftir veturinn og var miklu magni hent í sjóinn.
  • Verslunarmannafélag Árnessýslu var stofnað 1954 og var Helgi Vigfússon útibústjóri fyrsti formaður þess. Aðrir í stjórn voru af Selfossi.
  • Eyrbekkingafélagið kom í heimsókn og gróðursetti tré í U.M.F.E reitinn.
  • Gamalt íbúðarhús Háeyrarvellir [ Ýmist nefnt Marteinsvellir eða Merkisteinsvellir] brann til ónýtis. Húsið átti Karl Jónasson vélsmiður og bifvélavirki. Húsið var forskalað timburhús og talið að kviknað hafi í út frá rafmagnsinntaki.
  • Almyrkvi á sólu varð í lok júní og varð sjórinn dökkgrænn að lit.
  • Á héraðsmóti Skarphéðins á Þjórsártúni  gerði Sigurður Andersen, Eyrarbakka  best í þrístökki 13.48 m en UMF Selfoss vann mótið. Sigurður hafnaði í 2. sæti í langstökki 6.21 m.
  • Ungur maður fótbrotnaði á róluvelli.
  • Bakann heimsótti Sigríður Madslund er var dóttir Sigurðar Eirikssonar, regluboða og Svanhildar Sigurðardóttur og var fædd á Eyrarbakka. Hún giftist til danmerkur Hans Adolf Madsluhd. Sigurður Eiríksson byggði á sínum tíma 2 hús á Eyrarbakka, Túnprýði og Melshús er síðar voru rifin. [ Hús sem nú ber nafnið Túnprýði, byggði Hörður Thorarensen.]
  • Árið 1954 voru 6 hús í byggingu á Eyrarbakka.
  • Sjógang mikinn og fárviðri gerði um haustið og gekk sjór inn um sjógarðshliðin. Hafði slíkt þá ekki gerst síðan 1925.

 

 

Heimild: Alþýðubl. Almanak Ólafs S Thorgeirssonar, Akranes, Árbók Háskóla Ísladnds, Heima og Erlendis, Frjáls verslun, Morgunbl. Nýji Tíminn, Skinfaxi, Tíminn, Tímarit.is, Vísir, Þjóðviljinn, Ægir.

Meira "Sú var tíðin"

  • 1
Flettingar í dag: 156
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 2607
Gestir í gær: 210
Samtals flettingar: 267090
Samtals gestir: 34352
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 01:33:43