Færslur: 2006 Október

31.10.2006 12:53

Er ísöld í vændum?

Á vísindaráðstefnu sem haldin var í London fyrir skömmu var því haldið fram af vísindamönnum frá Woods Hole Oceanographic institute í Bandaríkjunum. www.whoi.edu að Golfstraumurinn hafi stöðvast í 10 daga í nóvember árið 2004 segir í frétt á vísi.is og einginn veit hvers vegna! (http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/4485840.stm frá 30 november 2005)

 

Ef við segjum að þetta sé staðreynd og mælirinn hafi ekki bilað eða staðið á sér í 10 daga þá er jafn líklegt að þetta geti gerst aftur og um lengri eða skemmri tíma með ófyrirséðum afleiðingum. Mælingar á Golfstraumnum eru tiltölulega nýjar af nálinni svo ekki er vitað hvort þetta hafi gerst áður en engu að síður eru jafnar líkur á að svo sé og kann það þá að eiga þátt í kuldaskeiðum fyrr á tímum.

 

Visindamenn telja að kaldi hafstraumurinn úr Norður-Atlantshafi sé dælan sem knýji áfram Golfstrauminn og bráðnun úr Grænlandsjökli geti leitt til þess að seltu lítill sjór stöðvi þessa náttúrulegu dælu.

http://expressen.se/index.jsp?a=732500

 

27.10.2006 11:34

Úrhelli úr koppi veðurguðanna!

Veðurathugunarstöðin í Stíghúsi sýndi mesta úrkomu á landinu síðasta sólarhringinn eða samanlagt 66 mm.kl.09:00 Það er semsagt blautt á Bakkanum.

26.10.2006 08:41

Naflinn snjólaust svæði!

Fyrsti snjórinn í Árborg féll á Selfossi í nótt og í morgun var komið um 2 cm jafnfallin snjór í bænum. Nafli alheimsinns er enn sem komið er snjólaust svæði enda nokkur hitamunur á milli Selfoss og Eyrarbakka á þessum árstíma.

24.10.2006 15:28

Ríki Veturs konungs.

Nú fer að líða að því fyrstu snjókornin falli á nafla alheimsinns en veðurspár gera ráð fyrir snjókomu um sunnanvert landið með morgundeginum.

18.10.2006 13:20

Fyrsti vetrardagur á Bakkanum

það má segja að nú sé runnin upp fyrsti vetrardagur í þeim skilningi að hitastig sé 0°C eða lægra mestan part á undangengnum 24 klst.

  kl 5 í morgun sýndi sjálvirka veðurstöðin á Eyrarbakka -3,5°C sem er mesta frost síðasta sólahrings og þessa vetrar sem er nú gengin í garð.

 

Útlit er fyrir úrkomu um  miðja næstu viku og veltur það á hitastiginu hvort hún verður í glæru eða hvítu formi.

17.10.2006 13:59

Ekið í loftinu!

það er nokkuð undantekningarlaust að stundaður sé kappakstur á Eyrarbakkavegi (frá Þorlákshöfn á Selfoss) í morgunsárið meðal framhaldsskóla unglinga á leið í skólann . Í morgun lá við stórslysi af þessum völdum er þrír "kappakstursbílar" á fljúgandi ferð tóku í senn fram úr bíl gegn umferð á móti. Tveir fremstu "kappakstursbílarnir" komust klakklaust fram úr en þriðji bíllinn lenti í dauðagildru við hlið aftasta bílsinns. það var einungis bílstjóra aftasta bílsinns að þakka að ekki fór illa, sem nauðhemlaði til að opna gat fyrir þriðja kappakstursbílinn. Sá lét sér nú ekki segjast þrátt fyrir að hafa skapað stór hættu í umferðinni og sloppið á ystu nöf. Hélt bara kappakstrinum áfram eins og ekkert hefði í skorist með tilheyrandi framúrkeyrslum.

13.10.2006 12:29

Hvenær fellur fyrsti snjórinn?

Samkvæmt skráningu bresku veðurfarsíðunar tutiempo.net voru 5 snjókomudagar á Eyrarbakka í oktober 2005 og var fyrsta skráningin þann 7 oktober.(Nýtt Brim skráði fyrsta snjófallið 12.okt 05 skoða og blindhríð þann 28. skoða ) Árið 2004 voru 2 dagar skráðir með snjókomu í lok oktober þann 28. og 31. Árið 2003 var einn dagur skráður með snjókomu, en það var  29.okt.

Árið 1999 leið oktober án snjóa en það ár skráðist fyrsti snjókomudagurinn 1.nóvember. Oktober 1997 var líka án snjókomu en þann 2. nóvember féll fyrsti snjórinn samkv.skráningu vefsíðunnar.

 

Þannig eru mestar líkur á að fyrsti snjórinn falli í kring um mánaðarmótin oktober, nóvember og þá er bara að vera tilbúinn með nagladekkin.

 

Þó eru nokkur líkindi til að þetta árið verði slegið veðurmet í þessum efnum og snjórinn komi mun seinna en en áður þar sem enn hefur ekki fryst á hálendinu að ráði og oft hefur snjóað í fjöll þegar komið er fram á þennan tíma. Á Hveravöllum hefur til að mynda ekki fest snjó sem komið er.

 

05.10.2006 09:18

Frost á Fróni

cool

það var orðið vetrarlegt í morgun og mýrarnar hélaðar eftir næturfrostið. Að liðnum einum hlýasta september til margra ára er nú nokkuð öruggt að sumarið sé liðið.

Kl. 07:00 var hitastigið -2,5°C

 

04.10.2006 22:12

Íslendingar eru miklir veðurnaglar.

Umræður um veðrið skipa álíka mikinn sess í íslensku þjóðlífi og umræður um pólitík og er það sama hvort um er að ræða íbúa á Dalvík eða Eyrarbakka. Þó veðurglöggum mönnum hafi fækkað hin síðari ár þá hefur tæknin komið í þeirra stað til að segja fyrir um veðrið og jafnvel með margra daga fyrirvara. Svo spá menn í það hvort veðurspáinn hjá Sigga ? Storm sé líklegri til að ganga eftir fremur en veðurspár annara veðurfræðinga.

 

Svo eru þeir líka til sem eru ekki bara að spá í veturinn framundan,eða hvort gróðurhúsaáhrifin muni vara fram að jólum, heldur eru að spá í hvernig veðrið var fyrir 55 miljónum árum síðan.

 

Athyglisverð háskólagrein eftir Eyrbekkinginn Sigurjón Vídalin um fornaldar veðurfar má finna Hér en þar dregur hann saman hugsanlegar ástæður Ísalda og Gróðurhúsatímabila í jarðsögunni sem segir okkur að Ísöld gæti verið hinn eðlilegi status veðurfars á jörðinni en hlýnunartímabilin stafi m.a. af tímabundnum náttúrulífræðilegum orsökum sem síðan leiti jafnvægis á ný.

 

  • 1
Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 2607
Gestir í gær: 210
Samtals flettingar: 266957
Samtals gestir: 34349
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 01:12:41