Færslur: 2006 Desember

24.12.2006 10:35

Gleðileg rauð jól

Líklega eru hin hlýjustu jól á þessari öld um það bil að ganga í garð. Hitinn á Eyrarbakka er nú á bilinu 8-9°C en hlýjast á landinu að mogni aðfangadags er líklega á Akureyri hvorki meira né minna en 11°C eða eins og góður dagur í júní. En jólin verða líklega einhver þau blautustu því mikið hefur rignt um mest allt land. Eithvað mun þó kólna þegar líður á kvöldið segja veðurspár.

Svo vil ég óska öllum gleðilegra jóla í bloggheimum.

 

21.12.2006 12:37

Flóð í beinni!

Ölfusá í hamÖlfusá er í miklum ham þessa stundina! mbl.is var í dag með vefmyndavél við Ölfusárbrú þar sem sjá mátti ána belgja sig út yfir árbakkann.

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1243009    Sjá myndir arborg.is
Nú er versnandi veður og gengur á með hvössum éljum í Flóanum.

 

 

21.12.2006 09:32

Þrumuveður.

Þrumuveður er nú úti með suðurströndinni og getur það hæglega borist inn á landið.

Annars hljóðar veðurspáin fyrir suðurland frá Veðurstofu Íslands svo: Vaxandi suðvestanátt og él, 18-23 m/s síðdegis. Kólnandi, hiti nálægt frostmarki í kvöld. Mun hægari og úrkomulítið á morgun, en allhvöss suðaustanátt með rigningu eða slyddu síðdegis.

Skilyrði til sjávarflóða með suðurströndinni eru að nokkru fyrir hendi en þar sem loftþrýstingur fer hækkandi síðar í dag, eru líkurnar á sjávarflóðum minkandi. Stórstreymt er og verður háflóð um kl. 19:00 í kvöld með öldu hæð á bilinu 10-13 metrar úti á rúmsjó.


Ölfusá flæðir yfir bakka sína við Nóatún á Selfossi og er enn í vexti.

http://www.logreglan.is/embaettin.asp?cat_id=38

20.12.2006 12:46

Flóðahætta á Selfossi.

það hefur mikið rignt undanfarna daga og leysingar eru nú í hámarki, hitinn er 9°C sem er nánast eins og meðalhiti í júní mánuði. þetta veldur gífurlegum vatnavöxtum í ám á Suðurlandi og er Ölfusá að verða bakkafull við Selfoss og meiri vatnselgur á leiðinni ofan af hálendinu. liklegt er talið að Hvítá flæði við Hestfjall siðar í dag og ekki er útilokað að flætt geti við Brúnastaði.

 

Það getur aukið á vandann að nú er stórstreymt sem þýðir að Ölfusárós fyllist og getur það valdið vandræðum í Ölfusinu og á Óseyrarnesi en þar er að auki vaxandi brim og vindátt óhagstæð. Versnandi veður getur einnig valdið talsverðu sand og særoki á þeim slóðum.

 

Á morgun er spáð allt að 13 metra ölduhæð í Eyrarbakkabaug og er vissara að vera vel á verði gagnvart sjávarflóðum við Ölfusárósa, en háflóð er um kl 7:00 að morgni og 20:00 að kvöldi. Þetta sjólag mun heldur ekki hjálpa mönnum sem vinna við strandstað Wilson Muuga í Sandgerði.

 

http://www.almannavarnir.is/  http://www.logreglan.is/embaettin.asp?cat_id=38

19.12.2006 17:28

Jólaveðrið

Veðurstofan er búin að gefa út veðurútlitið yfir jólin en það sem eftir er vikunar megum við berja vindinn og regnið í andlitið. Á Þorláksmessu fáum við svo storm í fangið þegar við berum út jólakort og gjafir. Aumingja jólasveinninn hann Ketkrókur, hann fær sko það óþvegið frá veðurguðunum þegar hann arkar um bæinn á móti skötulyktinni í leit að góðum kjötbita. Heldur mun viðra betur á Kertasníki en ansi verður blautt á sveinka samkvæmt spám veðurstofunar og er ég ansi hræddur um að illa logi á kertunum.

www.vedur.is/vedrid/naestu_dagar.html

17.12.2006 23:26

Verða jólin rauð?

Eftir að hafa gluggað nokkuð í veðurspár, innlendar sem erlendar þá lítur helst út fyrir að jólin verði rauð, að minnsta kosti hér sunnanlands. Svo þessi litli snjór sem við fengum til viðbótar í morgun verður hlýndunum að bráð frá og með morgundeginum.

Þegar enginn snjór er á jólum, hversvegna eru þau þá sögð rauð? Hvað er þetta rauða? Er það kanski rauði liturinn á búningi jólasveinsinns?

 

15.12.2006 08:57

Marrandi frost.

Um þessar mundir er kalt og frostið herðir allt, kl.06 í morgun var -12.8°C á Eyrarbakka en kaldast á landinu í morgun var -17°C í Þykkvabæ. Ekki er gert ráð fyrir hlýnandi veðri fyrr en á sunnudag en þá er líklegt að veðrið skipti um gír með úrkomu fram eftir næstu viku. Sólin er nú orðin það lágt á lofti að hún nær ekki að verma hörund og því betra að klæða sig vel.

 

 

 

Einar Veðurbloggari skýrir þetta kuldafyrirbæri vel á heimasíðu sinni.

13.12.2006 22:35

Blessaður snjórinn.

Þá er hann loksinns kominn á Bakkan blessaði Jólasnjórinn og væri nú afleitt ef hann vantaði svona á meðan jólaundirbúningurinn stendur sem hæðst þessa dagana. Snjórinn gerir líka Jólasveinunum léttara að komast til byggða, sem nú geta rennt sér á þotusleðum niður malarnámuna á Ingólfsfjalli.

En ekki eru allir jafn hrifnir af snjónum, t.d. ekki þessi bíleigandi hér!!!!!!

 

12.12.2006 08:15

Brimskaflar


Margra metra háir brimskaflar rúlla í átt til lands eftir óveðrið um liðna helgi.

10.12.2006 15:46

þrumur og eldingar

Mikið eldingaveður er nú sunnanlands vestan við Eyrarbakka og bjartir blossar byrtast með fárra mínúta millibili með tilheyrandi þrumum. Vart er smávægilegra rafmagnstruflana, en ljós hafa blikkað samfara þrumuveðrinu.

10.12.2006 12:23

Veðrið slotað

16 m/sLoftþrýstingur var lægstur 951,5 mb kl.04 í nótt en mesti vindur var um miðnættið 16,4 m/s á Bakkanum sem telst varla meira en smá hvassviðri. Veðurathugunarmaðurinn í Stíghúsi mældi 28 mm úrkomu á síðasta sólahring sem er tæplega hálfu minna en á Stórhöfða, en þar mældist úrkoman 45 mm. Veðurstofan greindi frá eldingaveðri á suðvesturlandi í nótt.

 

09.12.2006 17:59

Rýnt í veðrið.

Radar Veðurstofunar sýnir skýjabakka frá Lægð 091206 læðast inn.

Spáð er að lægðarmiðjan verði 932 mb um miðnætti.

08.12.2006 23:05

Meira brim

Búast má við miklu brimi á Bakkanum á sunnudaginn í kjölfar krapprar lægðar, en á hádegi þann dag  spáir siglingastofnun 8 metra ölduhæð úti fyrir Eyrarbakkabaug. Ekki eru miklar líkur á sjávarflóðum á Bakkanum í kjölfar lægðarinnar þar sem nokkuð er liðið frá stórstreymi en þó mun verða hátt í sjó vegna veðurs. Á síðdegisfóðinu á laugardag kl.21:00 verður sjávarhæðin um 2,80 metrar en rúmir 3 metrar á morgunflóðinu kl.10:00 á sunnudag samkv. tölvureiknum Siglingastofnunar, sem er mun minna en í venjulegu stórstreymi. (sjá töflu)   Vindur verður að SA 15-25 m/s eða Stormur, en jafnvel  hvassari út af Vestfjörðum en mesta úrkoman sunnan til. Veðurspáin á NFS í kvöld var hinsvegar meira ógnvekjandi fyrir suðurströndina en má ætla af tölvuspám.

Flettingar í dag: 156
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 2607
Gestir í gær: 210
Samtals flettingar: 267090
Samtals gestir: 34352
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 01:33:43