Færslur: 2015 Febrúar

12.02.2015 20:41

Sú var tíðin, 1945

Frá Eyrarbakka voru á árinu 1945 gerðir út 2 bátar á línu og net. Í hraðfrystihúsinu var fryst nokkurt magn af síld frá Grindavík. Nýtt flutningaskip kom til Eyrarbakka fullfermt timbri, sem kaupfélögin á Suðurlandi áttu. Skipið var sænskt 359 tn. stálskip og í jómfrúarferð sinni. Útvegsmannafélag Eyrarbakka var stofnað, og í stjórn kjörnir: Magnús Magnússon í Laufási, formaður, Jóhann Bjarnason, ritari og Sveinn Árnason, gjaldkeri. [Skömmu fyr var stofnað samskonar félag á Stokkseyri.]

 

 

Hátíðarhöld:

Eyrbekkingafélagið bauð upp á skemmtiferð frá Reykjavik á Bakkann um þorrann til þess að horfa á leiksýningu á "Manni og Konu", en áhugamannaleikfélag hafði þá nýlega verið stofnað á Eyrarbakka og fékk verk þeirra fádæma góðar viðtökur.

17. júni hátíarhöld hófust með því að fólk safnaðist að barnaskólanum. Þar ávarpaði séra Árelíus Níelsson fólkið með nokkrum orðum. Síðan var gengið  skrúðgöngu til kirkju. Gengu skátar, [Birkibeinar] íþróttafólk og börn í fararbroddi undir fánum. Kl. 2 hófst guðsþjónusta. Séra Árelius Níelsson predikaði. Kl. 15 hófst útisamkoma á hátíðarsvæði þorpsins. Ræður fluttu séra Árelíus Ní- elsson og Sigurður Kristjánsson kaupmaður. Fjallkonan [ Ingibjörg Þórðardóttir] var hyllt af skátum. Stúlkur sýndu leikfimi undir stjórn Sigríðar Guðjónsdóttur. Sungið var rnilli atriða. Síðan hófst innisamkoma. Kjartan Ólafsson flutti ræðu. Leiksýning, þáttur úr Galdra-Lofti. Söngur, kvennakór. Upplestur úr ljóðum Jónasar Hallgrímssonar, er Helga Guðjónsdóttir flutti. Söguleg sýning úr Völuspá ["Óðinn og völvan"]. Að lokum var dansað. Hátíðahöldin fóru hið besta fram, með almennri þátttöku þorpsbúa. Umf. Eyrarbakka annaðist undirbúning að hátíðarhöldunum, en hreppurinn tók þátt í kostnaði. Aðgangur að skemmtuninni var ókeypis fyrir alla. Fánar blöktu hvarvetna við hún.

 

Vekalýðsmál:

Verkamannafélagið Báran á Eyrarbakka hélt aðalfund sinn snemma í janúar. Þessir voru kosnir í stjórn: Formaður: Kristján Guðmundsson. Ritari: Andrés Jónsson. Varaformaður: Gestur Sigfússon. Gjaldkeri: Jón Guðjónsson. Samþykkt var að hækka árgjaldið úr kr. 25.00 í kr. 30.00. Stjórn verkamannafélagsins var klofin í kaupgjaldsmáli við Hraðfrystihúsið, en ákveðið tímakaup var kr. 2,10 þó félagstaxtinn segði kr. 2,45 á tímann. Báru menn fyrir sig rekstrarhalla á fyrsta starfsári hraðfrystihúsinns. Var þá farinn meðalhófsleið og frystihúsinu boðið að greiða kr. 2,25 á tímann.

 

Afmæli:

80 Sigríður Vilhjálmsdóttir í Einarshöfn. Guðjón Jónsson Litlu-Háeyri.

60 Nikulás Torfason. Kristján Guðmundsson form. Bárunnar. Þórunn Gunnarsdóttir, ekkja Jóns Ásbjörnssonar fv. kaupmanns á Eyrarbakka, bjó þá í Rvík.

50 Bjarni Loftson í Kirkjubæ.

 

Bornir til grafar:

Sigurður Sigurðsson (93) frá Bjarghúsum. Jón Jónsson (91) frá Norðurkoti. Jón var þá vistmaður á elliheimilinu Grund Rvík. Hann var á sínum tíma formaður á áraskipi er hann gerði út frá Þorlákshön.  Halldór Jónsson (84) frá Hliði. Sigríður Jónsdóttir (82) frá Káragerði, bjó þá í Rvík, en jarðsett á Eyrarb. Guðjón Jónsson (80) frá Litlu-Háeyri, eftirlifandi kona hans var Jóhanna Jónsdóttir frá Minna-Núpi. Jón Gestsson (79) frá Litlu-Háeyri. Sigurður Sigurmundsson (79) frá Túni. Sigríður Grímsdóttir, (76) frá Helgafelli en hún bjó þá í Reykjavík og var gift Jóhanni V Daníelsyni fv. kaupm. á Eyrarbakka. Kristín Ísleifsdóttir (76) frá Stóra-Hrauni, ekkja sr. Gísla Skúlasonar, bjó þá í Rvík. Diðrik Diðriksson (75) í Einarshúsi. Eftirlifandi kona hans var Guðríður Jónsdóttir. Elín Sigurðardóttir (73) frá Búðarstíg.  Jónína Guðrún Sigurðardóttir (72) frá Búðarstíg. Eftirlifandi maður hennar var Ólafur Jónsson. Þórður Jónsson (65) trésmiður, bjó þá í Rvík. Ólöf Ólafsdóttir, en hún bjó þá á Siglufirði, gift Boga Ísaksyni. Málfríður Jónsdóttir frá Laufási, þá á elliheimilinu Grund. Hún var jarðsett í Fossvogskirkjugarði. Kristinn Eyjólfur Vilmundarsson (34) Skúmstöðum. Eftirlifandi kona hans var Guðrún Guðjónsdóttir. Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir (28) frá Ásabergi. Hennar eftirlifandi maður var Sigurður Kristjánsson.

 

Hin vota gröf :

Jón Guðmundsson tæplega fertugur bátsmaður fórst með fraktskipinu Dettifossi. Hann var sonur Jónínu Árnadóttur og Guðmundar Jónssonar frá Hrauni í Ölfusi. Jón (Nonni) var í nokkur ár háseti á togaranum Snorra Goða, þá er Eyrbekkingurinn Sigurður Guðbrandsson var með hann. Eftirlifandi kona Jóns var Herborg Guðmundsdóttir frá Seyðisfirði. [Es. Dettifossi var sökkt 21. febrúar 1945 einungis 76 dögum áður en stríðinu lauk. Þetta var mikið áfall fyrir íslensku þjóðina sem enn var í sárum eftir missi Goðafoss. Með Dettifossi fórust 12 úr áhöfn og 4 farþegar. Dettifoss var nýlagt úr höfn í Belfast í skipalestinni UR-155 á heimleið til Íslands með viðkomu í Loch Ewe þegar tundurskeyti frá kafbátnum U-1064 smaug rétt fyrir aftan skip sem sigldi samsíða Dettifossi og beint inn í bakborðssíðu skipsins./ af visindavefur.is]

 

Hjónaefni:

Fanney Hannesdóttir gafst Brynjólfi Guðjónssyni, sjómanni og var heimili þeirra að Bræðraborg. Þórunn Jóhannsdóttir og Stefán Guðmundsson frá Túni í Flóa. Ása Eiríksdóttir og Lars Larsen Blaasvær frá Skáley í Færeyjum.

 

Sandkorn 1945.

 Amerísk eftirlitsflugvél yfir Eyrarbakkabugt hrapar í sjóinn og fórst flugmaðurinn. Tveir bændur á ströndinni urðu vitni að. Önnur amerísk herflugvél nauðlenti í Selvogi.

Teitur Eyjólfsson hreppsnefndarm. á Eyrarbakka var kosinn í fulltrúaráð hins nýstofnaða Samband íslenskra sveitarfélaga.

Nýr læknisbústaður kominn undir þak.

Bókasafn UMFE jókst um 100 bindi og taldi alls 1.700 bindi. Félagið byggir nú íþróttavöll og gufubaðstofu.

Ný rit um Eyrarbakka: Vilhjálmur S Vilhjálmsson gaf út skáldsöguna Brimar við bölklett. Saga Eyrarbakka I og II eftir Vigfús Guðmundsson kom út þetta ár. Austantórur I og II eftir Jón Pálsson.

Gagngerar endurbætur fóru fram á fangelsinu að Litla-Hrauni.

Kjartan Einarsson og Guðjón Guðmundsson önnuðust vörufluttninga milli Eyrarbakka og Rvíkur.

Almennur fundur var haldinn á Eyrarbakka,sem boðað var til af ýmsum félögum á staðnum, til þess að ræða áfengisvandamálið.

 

Úr grendinni:

Stokkseyri 1945: Útgerðamannafélag var stofnað á Stokkseyri. Stjórn skipuðu: Ásgeir Enarsson, Böðvar Tómasson og Guðjón Jónsson.

Stokkseyringafélagið lætur reisa eftirlíkingu af sjóbúð á fyrrum landi Þuríðar Einarsdóttur formanns og mun hún nefnast "Þuríðarbúð". Stjórn Stokkseyringafélagsins skipuðu þau Sturlaugur Jónsson framkvæmdastjóri, og formaður, Hróbjartur Bjarnason, varaformaður, en Sigurður Þórðarson, Sæmundur Leonhardsson og Stefanía Gísladóttir voru meðstjórnendur.

Verkamannafélagið Bjarmi var 40 ára. Stofnað 5. mars 1905. [Fyrsti formaðurinn mun hafa verið Jón Sturlaugsson í Vinaminni, en 1945 var Björgvin Sigurðsson á Jaðri, formaður Bjarma. Félagsmenn voru þá 156 og þar af 16 konur.]

Húsbruni varð á Stokkseyri og tókst konu með barn að sleppa með naumindum út um glugga. [Útgarðar Sturlaugs Guðnasonar, brunnu til kaldra kola.]

Barnaheimilið á Kumbaravogi tók til starfa.

Selfoss 1945: Selfoss verður sérstakt hreppsfélag. Bifreiðastjórafélaögin, Mjölnir, Ökuþór, og B.S.F. Rangæinga blésu til fundar í Tryggvaskála og kröfðust nýrrar brúar yfir Ölfusá. Fundarstjóri var Guðmundur J Guðmundsson Eyrarbakka. Tveir brúarverðir voru ráðnir til að gæta þungatakmarkanna á Ölfusárbrú, en þeim var fljótlega fjölgað í 6 menn, [Einn þeirra var Ásgeir Hraundal á Stokkseyri] og var samið sérstaklega um brúarvarðalaun við Vmf. Þór á Selfossi. Í stjórn félagsins sátu: Formaður: Björgvin Þorsteinsson. Ritari: Stefán Kristjánsson. Gjaldkeri: Gunnar Ólafsson.

[Smíði nýrrar Ölfusárbrúar hófst þá um sumarið 1945, en verkinu stýrðu 8 brúarsmiðir frá Englandi. Brúin var vígð 21. desember það sama ár. Fyrstur yfir var vegamálastjóri Geir Zöega á bifreiðinni R-2365. Stendur þessi sjötuga mjólkurbrú enn þann dag í dag og ber aldurinn vel. Til athugunar var að flytja  gömlu Ölfusárbrúna að Iðu þegar nýja Ölfusárbrúin yrði fullgerð, en aðrir vildu fá hana yfir Hvítá í Borgarfirði.]

Ung stúlka fell í Ölfusá neðan við brúna og druknaði, eftir dansleik í Selfossbíói. Ungmenni og skríll úr Rvík sóttu mjög á þessi sveitaböll.  Stuttu síðar var Selfossbíó auglýst til sölu.

Hótel Selfoss var sett í sóttkví þegar mænuveiki kom þar upp. Veitingamaðurinn lamaðist.

Læknisbústaður var í byggingu á Selfossi um þetta leiti og barnaskóli.

Hveragerði 1945: Hvergerðingar kusu um aðskilnað frá Ölfushreppi og fór kosningin þannig að 95 kusu með sjálfstæði Hveragerðis, en 85 vildu áfram tilheyra Ölfushreppi. Á kjörskrá voru 209 manns.

Í Biskupstungum féll barn í hver og beið bana.

Tíðin 1945: Ófærð mikil á Hellisheiði í febrúar. Voru þá 10 mjólkurbílar og einn farþegabíll staddir á heiðinni á austurleið. Urðu menn að hafast við í bílum við misgóðar aðstæður. Heyskap tókst að ljúka á síðustu dögum ágústmánaðar. Voru kartöflur þá fullsprottnar.

 

Heimild. Alþýðubl. Morgunbl. The white falcon, Vísir, Þjóðviljinn, 

  • 1
Flettingar í dag: 156
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 2607
Gestir í gær: 210
Samtals flettingar: 267090
Samtals gestir: 34352
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 01:33:43