Blogghistorik: 2016 N/A Blog|Month_11
08.11.2016 20:24
Sú var tíðin 1953
Pólitíkin: Oddviti var Vigfús Jónsson fyrir Alþýðuflokk. Eitt helsta áherslumál hreppsnefndar var að fá Ölfusá brúaða við Óseyrarnes og möguleika á aflakaupum af togurum sem gætu innan tíðar lagt upp að nýrri höfn í Þorlákshöfn. Það var kosningaár og bauð sig fram til þings Vigfús Jónsson oddviti, enda þá orðin vel þekktur meðal krata í sýslunni, en ekki fór það svo að Fúsi færi á þing. En þrátt fyrir það komust brúarmálin fram á varir þingsins, því Jörundur Brynjólfsson flutti frumvarp um breytingu á brúarlögunum þess efnis, að tekin verði upp í lögin brú á Ölfusá hjá Óseyrarnesi: Ekki varð það úr í þetta sinn og máttu Eyrbekkingar bíða í 35 ár enn. [ Og það má svo sem segja að þá er hún loksins kom, var frystihúsið flutt yfir hana til Þorlákshafnar.]
Verkalýðsmál: Í stjórn Verkamannafélagsins Bárunnar voru kjörnir: Kristján Guðmundsson Formaður, Guðmann Valdimarsson varaformaður, Jónatan Jónsson ritari, Guðjón Sigfússon gjaldkeri og Gestur Sigfússon meðstjórnandi.
Á funldinum var samþykkt í einu
hljóði svohljóðandi tillaga: Fjölmennur fundur í Verkamannfel. Báran á Evrarbakka
lýsir yfir eindreginni andstöðu sinni við þá hugmynd. að stofnaður verði
íslenzkur her.
Útgerðin: Frá Eyrarbakka voru gerðir út 6 bátar, á Stokkseyri 5 og Þorlákshöfn 5. Erfiðlega gekk að manna Bakkabátana sökum manneklu og var tekið til bragðs að sækja vermenn til Reykjavíkur og norður í Húnaþing. Margir sjómenn og verkamenn af Bakkanum fóru í vinnu við Sogsvirkjun og byggingu Keflavíkurflugvallar. "Gullfoss" bátur Sveins Árnasonar var þó við róðra allann veturinn þegar gafst á sjó og aflaði vel bæði af ýsu og þorsk. "Ægir" var endurbyggður og stækkaður og taldist nú 23 tn. bátur. Nýr bátur "Farsæll" 28 tn. bættist í flotann snemma árs, en hann kom frá Akranesi (Grundarfirði). [ Var í eigu Sigurðar Ágústssonar alþingismanns og Sigurjóns Halldórssonar skipstjóra í Grundafirði.] Báturinn fékk nýtt nafn "JÓHANN ÞORKELSSON" ÁR 24 og var í eigu þeirra bræðra Bjarna og Jóhanns Jóhannssona. Fyrsti róður Bakkabáta var farinn á línu 30. janúar út á svonefndar "Forir". Aflahæstur Bakkabáta á vertíðinni var Faxi ÁR 25 en skipstjóri var Jóhann Vilbergsson. Beinamjölsverksmiðja fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri var tekin í notkun þetta ár.
Ein trilla sökk í höfninni er gerði aftaka veður um miðjan nóvember, en ekki urðu aðrir skaðar. [Þessi trilla 6 tn. hét "Hafsteinn" og áttu hana Torfi Nikulásson, Gísli R Gestsson og Gretar Sigfússon]
Landbúnaður: Búskaparáhugi
var vaxandi á Bakkanum og þá aðalega sauðfjárbúsapur. Garðrækt fór einig
vaxandi, en mest var ræktað af kartöflum, gulrótum. Vélar voru notaðar að litlu
leiti, þá aðalega við plægingar. Var garðrækt talinn annar stæsti
atvinnuvegurinn á Bakkanum á eftir fiskvinnslu. Garðyrkjubændurnir áttu þó í
höggi við skæðan óvin "Íslandsfiðrildi" (Miss
Kirkjan: Tveir sóttu um Eyrarbakkaprestakall er Árelíus Níelsson hafði gengt til þessa, en hann hvarf til starfa í Langholtskirkju. Þeir sem sóttu um voru: Jóhann Hliðar og Magnús Guðjónsson og hlaut sá síðarnefndi embættið. Á kjörskrá á Eyrarbakka voru 320 og á Stokkseyri 350.
Hjónaefni: 1953 Gefin voru saman María Pálmadóttur, Ásheimum á Eyrarbakka, og Sigurður Pálsson, læknanemi. Bernharður Hannesson vélstjóri og Sigurlaug Kristjánsdóttir frá Rvík. Kolbeinn Guðjónsson, Guðjónssonar og Kristín Kristinsdóttir frá Rvík. Aðalheiður Jónsdóttir og Sigurður Kristjánsson kaupmaður, bæði af Bakkanum. Þá Opinberuðu trúlofun sína ungfrú Þórunn Vilbergsdóttir, frá Helgafelli Eyrarbakka, og Óskar Magnússon kennari, Stjörnusteinum Stokkseyri. Aðalheiður Sigfúsdóttir frá Garðbæ og Ási Markús Þórðarson frá Brennu Eyrarbakka voru gefin saman. Gestur Jóhannsson og Pálína Ákadóttir. Esther Ævarr frá Vatnagarði og Sveinn Öfjörð á Lækjarmóti. Jóhanna Ósk Halldórsdóttir í Gunnarshólma og Guðmundur S Öfjörð á Lækjarmóti trúlofuðust. Hjördís símamær Antonsdóttir frá Tjörn og Ólafur bílstjóri Jóhannesson á Breiðabóli gefin saman. Ólöf Waage Sigurðardóttir og Sveinn Tómasson, piltur úr Vestmannaeyjum. [Móðir Ólafar var Ingibjörg Ólafsdóttir Waage á Kirkjuhvoli] Eiríkur Guðmundsson trésmiður frá Merkigarði/Hátúni Eiríkssonar í Ísaksbæ/ Merkigarði og Vigdís I Árnadóttir verslunarstjóra Eiríksssonar frá Bjarnaborg Stokkseyri. Guðrún Árnadóttir, Akri og Kristján Magnússon. Ragna Jónsdóttir, Nýhöfn og Jóhann Jóhannsson, Einarshöfn.
Andlát: Filippía Árnadóttir frá Mundakoti (81). Guðleif Gunnarsdóttir frá Garðhúsum (79). Maður hennar var Jónas Einarsson sjómaður, en hann druknaði í sjóslysi á Eyrarbakka árið 1927. Börn þeirra voru 9 talsins, meðal þeirra Gunnar Jónasson, fyrrverandi eigandi og forstjóri Stálhúsgagna, Kristinn Jónasson rafvirki Eyrarbakka og Ingibjörg Jónasdóttir kona Guðlaugs Pálssonar kaupmanns. Friðrik Sigurðsson frá Gamla-Hrauni (77) Fyrri kona hans var Margrét Jóhannsdóttir og síðari Sesselja Ásmundsdóttir. Gísli skósmiður Gíslason frá Skúmstöðum Einarsonar. Kona hans var Valgerður Grímsdóttir frá Óseyrarnesi. Sigþrúður Sveinsdóttir í Vinaminni. Maður hennar var Sigurður Gíslason trésmiður frá Vinaminni.
Þá má nefna af Eyrbekkskum ættum Jón Sveinbjörnsson konungsritara, en móðir hans var Jörgina Guðmundsdóttir Thorgrímssen verslunarstjóra. Sigurgeir biskup Sigurðsson. Voru foreldrar hans þau Sigurður Eiríksson regluboði og kona hans Svanhildur Sigurðardóttir í Túnprýði, hafnsögumanns Teitssonar í Naustakoti / Mundakoti.
Afmæli:
90 Jón hómopati Ásgrímsson í Björgvin. Halldóra kona hans dó úr spönskuveikinni 1918 og einkasonur þeirra Víglundur druknaði á Bússusundi 1927. Jón var einn af 22 systkynum.
70 Kristinn í Gistihúsinu Gunnarsson meðhjálpari og smiður. Sveinbjörg Brynjólfsdóttir í Stóradal. Foreldrar hennar voru Þórey Sveinsdóttir og Brynjólfur Vigfússon í Simbakoti. Sigurgeir Ólafsson og Sigurlín Bjarnadóttir í Björgvin.
60 Kristinn Hafliði Vigfússon frá Simbakoti, trésmíðameistari á Selfossi. Sonur Vigfúsar Halldórssonar Vigfússonar bónda á Ósabakka á Skeiðum. Faðir Sigfúsar Kristins byggingameistara á Selfossi. Ólafur Bjarnason frá Eyvakoti, verkstjóri í Hraðfrystistöðinni. Kona hans var Jenný Jensdóttir frá Litlu Háeyri og bjuggu þau í Þorvaldseyri og áttu 12 börn.
Ólafur var lengi í forustusveit Bárunnar á Eyrarbakka og sat í hreppsnefnd. Níls Ísakson skrifstofustjóri síldarútvegsnefndar. Sonur Ísaks Jónssonar verslunarmanns er Ísaksbær er kenndur við og Ólafar Ólafsdóttur. Guðjón Jónsson, verkstjóri frá Litlu-Háeyri, en bjó þá á Siglufirði. Sonur Jóns Andréssonar og Guðrúnar Sigmundsdóttur á Litlu-Háeyri. Siggeir Bjarnason verkstjóri, bjó þá í Reykjavík. Þórarinn Guðmundsson búfræðingur á Sólvangi. Þórarinn byggði Sólvang á sínum tíma í félagi við Hafliða Sæmundsson kennara. Kona Þórarinns var Ingiríður Guðmundsdóttir og voru þau jafnaldrar. Þau áttu síðar heima á Ásabergi. Páll Ísólfsson tónskáld frá Stokkseyri, en við píanóið í Húsinu dvaldi hann oft frá unga aldri. Adolf Kristinn Ársæll Jóhannsson, skipstjóri í Reykjavík, giftur Elínu Jónsdóttur frá Mundakoti. Guðmunda Jóhannsdóttir, síðar ráðskona á Akri. Guðrún Ásmundsdóttir Gunnarshólma. Hennar maður var Eiríkur Gíslason, trésmíðameistari sama stað. Ólöf Ebeneserdóttir í Einarshúsi, gullsmiðs Guðmundssonar. Ragnhildur Ólafsdóttir í Hreggvið. Sigríður Guðbrandsdóttir í Grímsstöðum. Valdemar Þorvarðarsson í Kirkjuhúsi.
50: Sigurður Guðjónsson togaraskipstjóri frá Litlu-Háeyri. Vilhjálmur S Vilhjálmsson rithöfundur, bjó þá í Rvík. Foreldrar hans voru Gíslína Erlendsdóttir og Vilhjálmur Ásgrímsson verkamaður í Vinaminni, síðar Reykjavík. Vigfús (Fúsi) oddviti og smiður í Garðbæ Jónssonar steinsmiðs Vigfússonar Rvík, og Helgu Sigurðardóttur. Fósturforeldrar hans voru Tómas Vigfússon formaður og Margrét Vigfúsdóttir í Götuhúsum / Garðbæ. Guðmundur J Guðmundsson, Jónssonar fyrrum forstjóri Litla-Hrauni og Bifreiðaverkstæðis Eyrarbakka. Hann var frá Hrauni í Ölfusi. Hann flutti til Rvikur sökum heilsubrests og stundaði bílasölu. Kona hans var Guðlaug Brynjólfsdóttir [skósmiðs Árnasonar í Merkisteini?] Bragi Ólafsson héraðslæknir. Bragi var Keflvíkingur sonur Ólafs Ófeigssonar þar og Þórdísar Einarsdóttur. Jón Kristinn Pálsson Skúmstöðum/ Pálsbæ, giftur Elísabet Kristinsdóttur. Sigurmundur Guðjónsson Einarshöfn, verkamaður og sauðfjárbóndi, giftur Ágústu Magnúsdóttur. Sæmundur Þorláksson Sandi, Garðyrkjubóndi, giftur Svövu Jónsdóttur.
Sandkorn:
Nýtt blað, "Suðurland" hóf göngu sína, og heitir eftir samnefndu blaði er fyrst var gefið út á Eyrarbakka 1910. Rítstjóri þessa nýja Suðurlands var Guðmundur Daníelsson.
Leikfélag Akranes sýndi "Grænu lyftuna" í leikhúsi Eyrbekkinga Fjölni og leikfélag Selfoss kom einig í heimsókn og setti upp gamanleikinn "Æskan við stýrið". Þá kom leikfélag Hveragerðis og sýndi "Húrra krakka".
Leikfélag Eyrarbakka gerði einnig víðreist um sveitir með verkið "Hreppstjórinn á Hraunhamri"
Trésmiðja Eyrarbakka var auglýst til sölu, en hana ráku Bergsveinn Sveinsson og Vigfús Jónsson.
Það voru einkum kennarar á Eyrarbakka og Hafnafirði sem komu því til leiðar að skemtanir fóru að tíðkast í skólum landsins.
Ungmenni á Eyrarbakka voru dugleg að skrifast á við pennavini víða um land.
Hljómlistamenn, skemmtikraftar og velunarar stóðu fyrir söfnunarátaki í Reykjavík til handa Fanneyju litlu frá Eyrarbakka, Kristjánsdóttur er þurfti til læknismeðferðar erlendis.
Einn fyrsti, ef ekki alfyrsti fegrunarfræðingur íslenskur var Ásta Johnsson Ólafsdóttir söðlasmiðs Guðmundssonar og Guðríðar Matthiasdóttur á Eyrarbakka, en Ásta bjó í danmörku.
Á málverkasýningu Finns Jónssonar í Reykjavík vöktu hvað mest athyggli tvær myndir af Briminu á Bakkanum.
Kjartan Sigurðsson arkitekt frá Eyrarbakka teiknaði ráðhúsið í
Stæsta kartaflan á þessu hausti kom úr garði Sigurðar bifreiðastjóra Ingvarssonar á Hópi. Vó hún 1100 gr. Það var svokölluð "Sámstaðakartafla" BEN LOMOND, en sú næst stæsta úr sama garði vó 750 gr. af Bentje tegund.
U.M.F.E. Umf. Eyrarbakka girti 1 ha lands til skógræktar og
gróðursetti þar 1000 plöntur. Fór þriggja daga skemmtiferð á Snæfellsnes.
Þátttakendur 30. Bókasafnið telur 2305 bindi. Útlán 1120. Safnar örnefnum í
hreppnum. Farnar hópferðir í sund að Hveragerði. Umf. Stokkseyrar gróðursetti
3000 trjáplöntur með Stokkseyringafélaginu í
Mesta frost um veturinn -16 stig í desember.
1952 1951 1950 1949 1948 1947 1946 1945 1944 1943 1942
1941 1940 1939 1938 1937 1936 1935 1934 1933 1932 1931 1930 1929 1928 1927 1926 1925 1924 1923 1922
Heimild: Alþýðubl. Akranes, Morgunbl. Skinfaxi.Tíminn,Tímarit.is, Útvarpstíðindi,Vísir, Ægir,
- 1