Blogghistorik: 2008 Författad av

29.09.2008 11:10

Haust

Haust á BakkanumÞað er komið haust, hitastigið lækkar með hverjum deginum. Trén fella laufin hvert af öðru í takt við gengi krónunar íslensku og maríuerlunar á Bakkanum eru nú flognar suður eins og aðrir farfuglar sem dvöldu hér í sumar. Kaupmennirnir í Gónhól taka saman pjökkur sínar eins og kaupmennirnir í Rauðubúðum fyrir nokkrum öldum síðan. Þorpsbúar búa sig undir veturinn og kreppuna miklu. Taka sumarhýruna úr bankanum áður en hún brennur upp í óðaverðbólgunni og hamstra slátur, sulta ber og rabbabara, koma kálinu og kartöflunum og öllu grænmetinu sem þeir keyptu í Gónhól vel fyrir í búrinu. Söl og fjallgrösum troðið í tunnur og móinum staflað í stæður. Það vantar bara fiskinn sem eitt sinn var nóg til af og var alltaf til bjargráða í gengisfellingum og kreppum liðins tíma. Nú fer enginn á sjó því það má engin gera nema hafa verið gefið, keypt eða leigt kvóta og útgerð héðan er nú bara eitt af því sem menn lesa um í gömlum sögum og æfintýrum. Nú þarf bara að þreyja Þorran og Góuna og alla hina mánuðina líka. Annars var þjóðin að eignast fjárfestingabanka í dag og borgaði fyrir með heilum helling af evrum, nema hvað?emoticon

26.09.2008 11:03

Rigning,rigning,rigning.

Hundatíð.Ekkert lát er á rigningartíðinni og fólk er orðið hundleitt á veðurlaginu þessar vikurnar og víst að tíðarfarið leggst illa í sálina á fólki, svona til viðbótar við óhuggulegt efnahagsástandið. Dumbungur í lofti alla daga svo vart sést sólarglæta svo vikum skipti. þó má búast við smá sólarglætu snemma á laugardagsmorgun segja spárnar en aðeins litla stund því skjótt mun aftur draga fyrir og sama veðurlagið tekur við langt fram í næstu viku. Það sem verra er að með hverjum deginum sígur hitamælirinn nær og nær bláu tölunum þannig að um miðja vikuna gæti farið að grána í fjöllin. Já vetur konungur er að læðast að okkur með sinn hvíta her.emoticon

23.09.2008 13:15

Svartur september!

Jóhann er búinn að fá nóg af rigningu.September er búinn að verða ansi blautur, svona rétt eins og í fyrra og lítil von um uppstyttu það sem eftir er mánaðarins. Einhver sagði að rigningin væri góð en víst er nú að þetta er orðið fullmikið af hinu góða. Sunnan rokið að undanförnu hefur auk þess dempt yfir okkur óhemju mikilli sjávarseltu með þeim afleiðingum að haustlitirnir á Bakkanum verða nú svartir þetta árið.emoticon

18.09.2008 22:39

Loksins hraðahindrun á Túngötu

Nú eru hafnar framkvæmdir við gerð hraðahindrunar við Túngötu á Eyrarbakka en rúmt ár er síðan íbúar við götuna afhentu sveitarfélaginu undirskriftalista þar sem óskað var eftir að gerðar yrðu a.m.k. tvær hraðahindranir á götunni. Sveitarstjórn Árborgar brást vel við og lofaði að koma þessu verki af stað svo fljótt sem verða má. Viðbragðsflýtir framkvæmdaraðila hefur hinsvegar orðið ansi langur. Ef við hugsum okkur að brekkusnígill sem ferðast á 1mm hraða á sekúntu hafi lagt af stað frá Selfossi til Eyrarbakka á sama tíma og sveitarstjórnin samþykkti framkvæmdina og ekki unt sér hvíldar alla leið, þá hafi snígillinn komist á Bakkann eftir fjóra mánuði en framkvæmdaraðilinn þurfti hinsvegar 12 mánuði til að komast á Bakkann. Þó má segja að betra sé seint en aldreiemoticon

17.09.2008 23:28

Enn blæs stormurinn Ike

Trampolínin vilja gjarnan fjúka.Stormurinn Ike ætlar að verða landsmönnum erfiður og margt tjónið vítt og breitt um landið má skrifa á hans blessaða nafn. Einkum eru það trampolín eigendur sem ekki hafa farið varhluta af viðskiptum sínum við storminn Ike og þeir sem enn eiga ófokin trampolín í görðum sínum ættu nú fljótlega að huga að því pakka þeim niður fyrir veturinn, því hver veit nema verri storma beri að garði fyrr en varir og trampolínin verði einhverjum að fjörtjóni.

 

Ike er þó aldeilis ekki enn búinn að blása úr sér og á Bakkanum er búið að vera bálhvast í kvöld með úrhellis skúrum og stormhviðum frá 21-28 m/s.emoticon

17.09.2008 08:45

Ike blés hressilega

Stormlægðin IKE um miðnætti.Stormlægðin Ike lét finna fyrir sér við ströndina seint í gærkvöld en olli ekki verulegu tjóni á Eyrarbakka nema hvað vatn flæddi inn í eitt hús. Mikil úrkoma fylgdi veðrinu og var mesta vatnsveðrið skömmu fyrir miðnætti. Milli kl.01 og 03 í nótt gekk á með stormi eða 20 m/s og í hviðum fór vindur í 28m/s. Veðrið gekk svo hratt niður með morgninum. Í morgun var talsvert brim komið og sjórinn kolmórauður yfir að líta.

15.09.2008 13:21

Ike bankar brátt uppá!

Brim á BakkanumLeifar fellibylsins Ike sem setti Texas á flot fyrir stuttu er væntanlegur upp að landinu seint á þriðjudagskvöld eða miðvikudagsmorgun og þá má búast við að hann hvessi duglega með ausandi rigningu á Bakkanum. Vindur verður líklega sunnanstæður og rétt að benda á að það verður stórstreymt á sama tíma. Hæðsta sjávarstaða verður á miðvikudagsmorgun kl. 06:40 og má reikna með töluverðu hafróti í kjölfar lægðarinnar.

14.09.2008 23:22

Góð kartöfluuppskera

Kartöflurnar voru teknar upp í litla garðinum okkar í dag og var uppskeran með besta móti. Kartöflurnar yfirleitt stórar og talsverður fjöldi undir hverju grasi enda hefur veðurfar verið kartöfluræktendum hagstætt í sumar, einkum ágústmánuður en það er sá mánuður sem kartöflurna vaxa hvað mest og frostlausir dagar í september hafa hjálpað töluvert upp á vöxtinn. Líklega hafa þeir fáu kartöflubændur sem enn rækta kartöflur á Bakkanum frá sömu sögu að segja.

 

10.09.2008 21:43

Sjónarsviptir af skjálftahúsum.

Torfa húsÁsgarður
Það verður sjónarsviptir af húsunum sem skemdust mest í suðurlandsskjálftunum í sumar, en þau verða að öllum líkindum rifin innan tíðar. Þó þessi hús séu ekki íkja gömul þá hafa þau sett svip sinn á bæinn í nokkra áratugi og verið hluti af sál þorpsins. En vonandi verða byggð vegleg og reisuleg hús á þessum lóðum sem fyrst.
VatnagarðurBólstaður

10.09.2008 12:43

Rignir fram að jólum?

Það bendir margt til þess að við munum búa við vætutíð næstu vikurnar a.m.k. Veðurstofur gera ráð fyrir suðlægum áttum á næstu misserum og votviðri. Hitafar mun lítið breytast frá því sem nú er og talsvert langt í Frosta gamla. Þessu ástandi valda háþrýstisvæði við Asoreyjar og Skandinavíu en þó telja menn að lægðagangur hér verði ekki eins hressilegur og í fyrrahaust þannig að flesta daga mun verða hægviðrasamt og skiptast á með rigningu skúrum og þokusúld fram í oktober en svo getum við farið að búst við stöku stormviðrum eftir því sem lengra líður að vetri.

Leifarnar af fellibylnum Hönnu eru nú við Bretlandsstrendur og veldur þar hvassviðri og ausandi rigningu. Gert er ráð fyrir að Hanna litla banki svo á dyrnar hjá Hornfyrðingum á föstudag, en þá verður hún máttvana og úr henni allur vindur.

06.09.2008 22:04

Ryðsveppur herjar í trjágörðum

Ryðsveppur herjar á limgerði.Tjón af völdum ryðsveppa hefur verið óverulegt hér á landi þar til á síðustu árum að sífellt fleiri tilfelli koma fram þar sem ræktaðar víðitegundir hafa orðið fyrir skakkaföllum, einkum hér sunnanlands og nú hefur þetta "snýkjudýr" stungið sér niður á víð og dreif í görðum Eyrbekkinga. Aspir hafa að miklu leyti verið lausar við sjúkdóma og meindýr en á því hefur einnig orðið breyting því ryðsveppurinn Melampsora larici-populina herjar nú á þessar plöntur samkvæmt heimildum. Laufin gulna og fölna smám saman og tré og runnar fá ótímabæra haustliti.

Sveppagróin berast langar leiðir með vindi og setjast á laufin og spýra sig inn í þau. Ryðsveppurinn þróast hratt við 15-22°C hita ef raki er takmarkaður og getur myndað ný gró aðeins 8 dögum eftir smit.

Líklega er ekki til neitt einfalt ráð við ryðsvepp en helsta plöntulyfið sem notað hefur verið gegn ryðsveppum hér á landi er Plantvax og gott væri að hafa það við hendina næsta vor. Erlendir plöntusérfræðingar eru margir á þeirri skoðun, að besta og eina ráðið sé að útrýma algjörlega veikum stofnum og rækta í staðin genetiskt viðnámsmeiri trjástofna sem hafa meira þol gagnvart sveppagróinu, en það hefur verið gert þar sem samskonar sveppategund hefur herjað á bygg og kaffiplöntur.

04.09.2008 20:19

Þorleifur ríki og svindlarinn snjalli.

Gömul mynd frá Eyrarbakka.Þorleifur Kolbeinsson var á sínum tíma hreppstjóri Stokkseyrarhrepps og kaupmaður á Háeyri á Eyrarbakka og gekk gjarnan undir nafninu Þorleifur ríki.

Svo bar við eitt sinn á efri árum Þorleifs að maður nokkur óþekktur kom að hlaðinu á Háeyri með þrjá klifjahesta í taumi og var þá nokkuð áliðið dags. Maðurinn tók baggana af hestunum og gekk síðan í búð Þorleifs og tók þar út ýmsar vörur. Nú bjó hann um þær vörur sem hann hafði tekið út en baggar hans voru þá enn óleystir á hlaðinu. Áður en til þess kom að gera upp reikninginn baðst hann leyfis að fá að skreppa í Vesturbúðina því þá var komið að lokunartíma þar. Þorleifur taldi sér nú óhætt að verða við beiðni mannsins enda biðu baggar hans óhreyfðir á hlaðinu. Nú leið tíminn drjúga stund og ekki skilaði maðurinn sér til baka og var þá spurst fyrir um hann í Vesturbúðinni en þangað hafði maðurinn þá aldrei komið. Þorleifur lét nú leysa baggana og kom þá í ljós að í þeim var aðeins mold og sandur. Þorleifi þótti nú sýnt að hann hafi verið gabbaður. Eyrbekkingar buðust nú til að ríða eftir manninum sem allir töldu að væri fjarsveitarmaður þar sem enginn Bakkamaður hafði borið á hann kensl. Menn töldu að hann væri ekki kominn svo langan veg að lausríðandi mönnum yrði skotaskuld um að ríða hann uppi og hafa hendur í hári hans. Þá mælti Þorleifur "Það vil ég ekki og best að láta kyrrt liggja því annars kemst upp að hann hafi verið klókari en ég og það yrði nú mikil skömm fyrir mig

  • 1
Antal sidvisningar idag: 535
Antal unika besökare idag: 61
Antal sidvisningar igår: 2159
Antal unika besökare igår: 262
Totalt antal sidvisningar: 262984
Antal unika besökare totalt: 33950
Uppdaterat antal: 22.11.2024 08:33:41