Kategori: Veðrið
03.04.2023 16:07
Versti vetur í mannaminnum
Ófærð á Eyrarbakka:
|
Nú er liðinn versti vetur í mannaminnum hér um slóðir og frost að fara úr jörðu. Framanaf vetri var tíðin með ágætum, allt þar til 7. desember síðastliðnum að það tók að frysta og nokkuð duglega. Brostin var á kaldasti desember í einhver 100 ár. Var frost oft á bilinu -17 til - 20°C. Fór mest í - 22,8°C. Úrkoma var þó lítil sem engin framanaf en undir 19 dag mánaðarins gerði mikla snjóstorma ófærð og stórskafla svo að ekkert var við ráðið. Þorpið var einangrað um nokkra daga og grafa varð fólk úr sumum húsum. Það þurfti stórvirkar vinnuvélar til að opna götur bæjarins. Ófærð var á þjóðvegum víðast sunnanlands í þessu veðri og aðalleiðir lokaðar.
12.10.2021 22:09
Vedráttan óblíd sydra
29.04.2021 22:50
Veðurfar í Árborg
01.12.2020 22:13
Mannlegum vedurathugunum lokið
Hinsvegar er hægt að styðjast við þá staðreynd að meðal úrkoma er hlutfallslega meiri á Eyrarbakka en í Reykjavík eins og meðfylgjandi graf sýnir.
26.07.2015 22:03
Himinn og haf renna saman
15.03.2015 12:54
Stormar og brim
02.12.2014 20:15
Óveðrið 2014 og 1991
Mikið hvassviðri gekk yfir landið sunnan og vestanvert á sunnudagskvöldið,
30 nóvember sl. þegar djúp lægð fór norður með vesturströndinni. Á Eyrarbakka
fuku Þakplötur af húsum við sjávarkambinn, (Merkigil og Hlið), grindverk létu
undan sumstaðar. Á Stokkseyri féll jólatréð um koll þegar stag gaf sig.
Björgunarsveitin vann að forvörnum áður en veðrið brast á og sinnti útköllum á
meðan óveðrið var í sínum versta ham. Það gekk á með SA stormi um hádegi, en
dró fljótt úr þar til um kvöldmatarleytið að gerði SV hvell, en þá fór vindur
mest upp í 28 m/s og allt upp í 39 m/s í hviðum. Það tók svo að draga úr
veðrinu um miðnætti.
Þetta veður er talið eitt versta sem komið hefur síðan í sunnudagsveðrinu
3. febrúar 1991, en þá gekk fárviðri yfir landið með meiri veðurhæð en áður
hafði mælst hér á landi. Á Stórhöfða mældist þá 110 hnútar eða sem svarar 57
m/s, en slíkur vindhraði hafði ekki mælst þar síðan 1968. Í því veðri fauk
langbylgjumastur Ríkisútvarpsins á vatnsenda um koll. Á Eyrarbakka varð
talsvert tjón vegna foks, Þar fauk þak af gamalli hlöðu og hesthús í miðju
þorpinu eyðilagðist. Veðurhamurinn náði hámarki milli flóða þannig að aldrei
var nein hætta af sjávarflóðum. Ruslagámur tókst á loft en olli engum i skemmdum,
járnplötur losnuðu af húsum og ollu skemmdum. Viðbúnaður manna var annars
mikill og forðaði það miklu tjóni á húseignum. Á Stokkseyri fuku hesthús og
fjárhús. í Þorlákshöfn fauk þak af byggingu Meitilsins skemmum þar hjá og hluti
af þaki íbúðarhúss. Í Hveragerði varð gífurlegt tjón á gróðurhúsum. Turninn af
tívolíinu fauk að hluta. Stór hluti af þakinu á veitingasalnum Eden fauk. Á Selfossi
fuku járnplötur af húsum og rúður brotnuðu, og svona var það víðast hvar um
Suðvesturland.
08.10.2014 22:23
Gosmistur frá Holuhrauni
09.10.2013 22:22
Sumarveðrið 2013
01.04.2013 20:37
Að áliðnum vetri
05.10.2012 00:03
Frostaveturinn 1918
Sjaldan hafa eins miklir kuldar
hrjáð landsmenn eins og veturinn 1918, nema ef vera skildi veturinn 1880 til
1881 sem talinn er að hafi verið mun kaldari. Engu að síður var veturinn 1918 nefndur
"Frostaveturinn mikli". Mesta kuldatíðin hófst 6. janúar og stóð tæpar þrjár
vikur hér sunnanlands en lengur fyrir norðan. Á sama tíma hafði verið
viðvarandi kolaskortur í landinu til upphitunar vegna veraldar stríðsins sem
þarfnaðist óhemju magns kolaeldsneytis. Á Stokkseyri og Eyrarbakka voru menn
hræddir um að ísalög mundi brjóta bátana og þann veg eyðileggja útræðið í
byrjun vetrarvertíðar, því með ströndinni mældist stundum -22°C og hefur þá mörgum
þótt kalt í beituskúrunum á Bakkanum. Sumstaðar á landinu var þó mun meira
frost, eða allt að -30 stigum. Hagalaust var á suðurlandi um veturinn alveg fram
í febrúar, en þá tók að hlána hratt við suðurströndina með austan stórviðrum í
stað norðan kaldviðra og um miðjan febrúar voru grös tekin að grænka. Hafþök
voru þá fyrir öllu Norðurlandi, vestan fyrir Horn og suður með Austurlandi, en
rekís eða íshrafl alveg suður að Papey. Tvö bjarndýr að minstakosti voru skotin
á þessum vetri, annað í Sléttuhlið, hitt á Melrakkasléttu. Hvalir sáust dauðir
í hafísvök norður af Siglufirði. Mannheldur ís var um tíma á höfninni í
Reykjavík og á Seyðisfirði var lagnaðarísinn 10 þumlunga þykkur. Þá skemdist
mikið af útsæðiskartöflum landsmanna vegna kuldana og sumstaðar fraus í brunnum.
Í Vestmannaeyjum var sjávarhitinn aðeins 1 gráða þegar kaldast var. Drapst þá koli
og sandsíli þar í hrönnum í höfnni. Sunnlenskir sjómenn töluðu um að hafstraumar
væru harðari en venjulega þennan vetur, en yfirleitt er talið að óvenju mikil
hafísmyndun, norðanstormar og háþrýstingur hafi orsakað þennan mikla kulda á landinu.
26.09.2012 22:54
Veðrið 1881-1910
Samfeldar
veðurathuganir voru gerðar á vegum dönsku veðurstofunnar á Eyrarbakka frá 1.
jan. 1881 til 31. des. 1910. Peter Nielsen var þá veðurathugunarmaður fyrir
dönsku veðurstofuna. Á þessu tímabili var meðalúrkoma á Eyrarbakka 1094 mm á ári.
Mesta úrkoma var árið 1884 (1384 m.m.); minst árið 1891 (777 m.m.). Flestir úrkomudagar
voru árið 1884, (212),fæstir árið 1892 (139). Árið 1900 var nákvæmlega meðalár
(177 dagar), hið eina í þessi 30 ár. Árs meðalhiti á Eyrarbakka var 3,6 °C og meðal
lágmark + 0,5 stig. Mestur hiti, sem mældist á þessu tímabili, var 22,6°C 17.
júlí 1891. Mesta frost var -24,8 stig 28.
mars 1892. Peter skilgreindi vindaflið á eftirfarandi hátt frá kvarðanum 0-6: 0= Logn, kaldi: 0-3 m/s 1=andvari samsv: 4-5 m/s, 2=gola: 6-10 m/s ,3=stinnur: 11-15 m/s, 4=harður:
16-20 m/s, 5=stormur: 21-30 m/s, 5=ofviðri yfir: meira en 30 m/s. Að
meðaltali var hægviðri í 84 daga á ári eða 0 kvarðinn. Kvarðinn 5 eða ofviðri
varði í 8 skipti, einn dag hvert í þessi 30 ár. Að jafnaði blæs hér á ári: 38 daga úr norðri; 73 daga úr landnorðri;
15 daga úr austri; 61 dag úr landsuðri; 25 daga úr suðri; 42 daga úr útsuðri;
13 daga úr vestri, og 14 daga úr útnorðri.
Heimild
P. Nielsen/Þjóðólfur 1917.
Veðustofa
Íslands setti upp veðurathugunarstöð á Eyrarbakka árið 1923 og var fyrsti
veðurathugunarmaðurinn Gísli Pétursson læknir, en hann andaðist 19. júní árið 1939 og tók Pétur sonur hans þá við og starfaði til
ársins 1980. Sigurður Andersen, póst- og símstöðvarstjóri, annaðist mælingar
til ársins 2001. Emil Frímannsson tók svo við og hefur hann verið
veðurathugunarmaður á Eyrarbakka síðan. Sjálfvirk veðurathugunarstöð var
sett upp í nóvember 2005 og hefur hún mælt ýmsa þætti veðurs síðan. Á seinni
stríðsárunum dvöldu tveir bretar í Húsinu á Eyrarbakka og gerðu veðurathuganir
fyrir breska flugherinn sem hafði aðsetur í Kaldaðarnesi. Nýtt hitamælaskýli
var reist á Eyrarbakka i júlí 1961, og um leið var þar settur úrkomumælir með
vindhlíf og eru þessi tæki enn í notkun.
Veðurklúbburinn Andvari/Heimildir:
eyrarbakki.is, þjóðólfur 1917, Veðráttan 1939, 1961.
06.09.2012 21:37
Þurkasumarið 2012/1907
Þurkasumur koma öðru hverju og eflaust mörgum bóndanum þótt
nóg um þurkana hér sunnanlands þetta sumarið þó allur almenningur og ferðamenn láti
sér vel líka sólskínið og góða veðrið. Kartöfluuppskera er frekar rír og
grasvöxtur víðast sunnanlands í lágmarki af völdum þurka. Sumarið 1907 var
einnig mikið þurkasumar hér sunnanlands, þornuðu upp lækir og lindir sem og
vatnsbrunnar svo að vatnslaust mátti heita á öðruhverju heimili. Sumstaðar
þurftu smjör og rjómabú að hætta starfsemi þegar lækir þornuðu með öllu. Í
Reykjavík þornaði lækurinn sem og flestir brunnar. Var því oft að flytja vatn
um langann veg þá um sumarið, en í september tók loks að rigna rétt eins og nú.
Heimild: Veðurklúbburinn Andvari / Huginn 1907.
15.08.2012 23:02
Heiti vindstiga
Eftirfarandi er heiti vindstiga samkv. gamla Beaufort kvarðanum.
5 vindstig eru 8-10 m/s (1 meter á sekúndu er 3,6 kílómetrar, 1,9 hnútar og 2,2 mílur á klukkustund)
Vindstig íslenska Beaufort | Færeyska | Danska |
0 Logn | Logn | Stille |
1 Andvari | Fleyr | Svag luftning |
2 Kul | Lot | Svag brise |
3 Gola | Gul | Let brise |
4 Kaldi | Andövsgul | Jævn brise |
5 Stinningsgola | Stívt andövsgul | Frisk brise |
6 Stinningskaldi | Strúkur í vindi | Kuling |
7 Allhvass vindur | Hvassur vindur | Stiv kuling |
8 Hvassviðri | Skrið | Haard kuling |
9 Stormur | Stormur | Storm |
10 Rok | Hvassur stormur | Stork storm |
11 Ofsaveður | Kolandi stormur | Orkanagtig storm |
12 Fárviðri | Ódn | Orkan |
Heimild: Veðurklúbburinn Andvari Eyrarbakka