Blogghistorik: 2007 N/A Blog|Month_3

29.03.2007 10:25

Hin græna stóriðja.

það er undarlegt að maður skuli hvergi rekast á skoðanir sunnlennskra stjórnmálamanna á verðlagningu raforku til hinnar Sunnlensku stóriðju sem er grænmetisiðnaðurinn. Hversvegna sitja græmetisframleiðendur ekki við sama borð og álverin í þessum efnum? Íslenskt grænmeti er sagt betra að gæðum en annarstaðar í heiminum og ætti góða möguleika á að verða eftirsótt útflutningsvara ef framleiðslukostnaður væri samkeppnisfær við erlenda framleiðslu. Forsenda þess hlýtur að vera ódýrari raforka!

það er í hæsta máta óeðlilegt í þessu ljósi að virkja sunnlensk vatnsföll til að efla atvinnuveg í öðrum landshlutum meðan hin sunnlensk héruð hljóta skarðan hlut frá borði, en ættu öllu heldur að njóta ávaxta egin vatnsfalla
.

Stjórnmálamenn okkar sem virðast hafa mestan áhuga á að tjá skoðanir sínar á klámráðstefnum og bjór í búðum ættu nú að snúa sér að alvörumálum eins og t.d. þessu.

28.03.2007 12:54

Vorskipið á leiðinni.

Það er gullfallegt veður á Bakkanum í dag eins og víða á landinu. Á hádegi var NNA 2 m/s Léttskýjað og Skyggni >70 km hiti 3,6°C á mönnuðu veðurstöðinni en hinsvegar sýndi sjálvirka stöðin 5,8°C á sama tíma,en hún er staðsett rétt vestan við bæinn. Annars hljóðaði lýsingin frá veðurstofu Íslands í hádeginu þannig: Á hádegi var hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og stöku él norðantil, en léttskýjað syðra. Hlýjast var 6 stiga hiti á Eyrarbakka, en kaldast 2 stiga frost við Mývatn. Svo er bara að njóta sólskínsdagsinns 28.mars.

Svo eru þær góðu fréttir frá Árborg að flýta egi lagningu fjörustígs.
 Framkvæmdir við lagningu fjörustígs milli Eyrarbakka og Stokkseyrar eiga að hefjast árið 2008 í stað ársins 2010, samkvæmt breytingum á þriggja ára fjárhagsáætlun Árborgar. 

Þeir sem hafa sérastakan áhuga fyrir konum og víni geta hlýtt á Erling Brynjólfsson sagnfræðing flytja fyrirlestur í borðstofu Hússins fimmtudagkvöldið 29. mars kl 20.30. Nefnist fyrirlesturinn Um kvenfólk og brennivín.


Vorskipið kemur
Hópur áhugafólks og fulltrúar fyrirtækja í ferðaþjónustu á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa ákveðið að blása til vorhátíðar, helgina 18-20. maí, undir heitinu: "Vorskipið kemur! á Eyrarbakka og Stokkseyri

Meira um vorskipið.


27.03.2007 20:40

Lóan kom með vorið.

Nú er vorið komið á Eyrarbakka og er spáin góð fyrir morgundagin. Það má búast við sól og björtu veðri og er því tilvalið að skoða fuglanna í fjörunni. Farfuglarnir eru óðum að fylkjast að þessa dagana.

Í muggunni í dag mátti sjá nýkomna Tjalda spóka sig undir Bakkahlöðum og létu ekki smá él aftra sér í ætisleit enda víst að sársvangir séu eftir langt flug.
mbl.is/Jóhann Óli Hilmarsson


Vorboðinn ljúfi sást líka,en það var Jóhann Óli Hilmarsson sem náði þessari mynd af henni. En auk Lóu og Tjalds mátti sjá sendlingahópa á vappi svo og allmarga máfategundir. Nú bíða sennilega flestir fuglaskoðarar spentir eftir að fyrsti Spóinn og Hrossagaukurinn gefi sig fram
.
Tjaldur

24.03.2007 11:11

Lífæð brestur.

Á dögunum brast hitaveitulögn sú sem liggur frá Laugardælum um "Sandvíkurhrepp" og niður á strönd og sér íbúum svæðisinns fyrir heitu vatni til húshitunar. Þessi æð var lögð fyrir tæpum 30 árum og er að öllum líkindum komin til ára sinna. Í upphafi var talað um að endingartími leiðslunnar væri að hámarki 30 ár vegna tæringar. Sl.fimtudag hófu Selfossveitur viðgerð á leiðslunni sem tók um dagstund, en daginn eftir þá mátti sjá gufu læðast upp úr jarðveginum á öðrum stað í "Sandvíkurhreppi" og líklega er þessi pípa að verða sem gatasigti. 

Veðrið:
Hvasst var á Bakkanum í morgun, talsverð rigning og brim.

23.03.2007 10:15

Nú er hann á sunnan

Fékk þessa skemtilegu veðurvísu um storminn stríða sem gekk yfir í nótt sem leið, en þá mældi veðurathugunarmaðurinn á Eyrarbakka 21 m/s um miðnættið.


Svefnsamt varla verður þér
vindar þjóta um grund og sker
brim mun æða
öldur flæða
uns til norðurs áttin fer.

Ingi Heiðmar Jónsson Meira

Annars á hann að hvessa lítilega aftur af sunnan á Laugardaginn með rigningu, en á sunnudag verður komið hið besta brimskoðunarveður með 6-7 metra háum öldum.

22.03.2007 10:26

Úrhelli og vindi spáð!

Það er spáð stormi í kvöld og allt að SA 25 m/s og mikilli rigningu. Suðvestan 10-15 og kólnar heldur með skúrum eða éljum seint í nótt, annars var veðrið á Eyrarbakka kl 09:00 VNV 13 m/s Rigning Skyggni 11 km Dálítill sjór . 4,4°C.

Líklegast er að veðrið verði verst á suðvesturlandi og vestfjörðum en skást á norðausturlandi og undir Vatnajökli. Talið er að mesta úrkoman verði á svæðinu milli Þjósár og Seltjarnarnes.

Heitavatnslaust er á Bakkanum vegna viðgerða á stofnæð.

20.03.2007 00:00

Hvassviðri

Veðrið:
Kl. 6 var voru suðaustan 8-13 m/s og skýjað á vestanverðu landinu og sums staðar dálítil snjókoma, en hægara og úrkomulaust austan til. Hlýjast var eins stigs hiti syðst á landinu, en kaldast 14 stiga frost á Brú á Jökuldal. Kl 09:00 var veðrið Eyrarbakka  A 10 m/s Snjókoma Skyggni 6 km Sjólítið -2,0°C
.

Á Sandskeiði er  gríðarlega hvasst þessa stundina eða 25 m/s, þar er hálka og blindbylur.( 10:56:39)


Atburðir dagsinns:
Bæta fór í veðrið um tíu leytið í morgun en á sama tíma barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að bíll hefði fokið út af rétt norðan við Grundarhverfið á Kjalarnesi. Miklar vindhviður voru einnig undir Hafnarfjalli í morgun en þar fuku tveir bílar út af. Engin alvarleg slys urðu á fólki.

Lögreglan lokaði Suðurlandsvegi á tólfta tímanum eftir að fjöldi ökumanna hafði lent í vandræðum við Sandskeið og á Hellisheiði. Skyggni og færð voru með versta móti og voru björgunarsveitarmenn kallaðir út til að aðstoða ökumenn sem misst höfðu bíla sína út af. Ökumenn sem leið áttu um Holtavörðuheiði þurftu sumir hverjir einnig að kalla á aðstoð.

Lögreglu bárust tilkynningar um nokkur óhöpp við Sandskeið og þar í kring en vindhraði fór upp í 29 metra á sekúndu þegar verst lét. Suðurlandsvegur var opnaður aftur um klukkan hálf tvö eftir að veðrið tók að lægja.

Skjólborð af vörubíl fauk framan á tvo bíla á Reykjanesbraut á öðrum tímanum. Farmur sem verið var að flytja fauk út um allt og talsverðar tafir urðu á umferð vegna óhappsins.

Fyrir hádegi fauk rúta með um þrjátíu erlendum ungmennum innanborðs út af Suðurlandsvegi vestan Markarfljóts. Þar slasaðist þó enginn.

Björgunarsveitir á Snæfellsnesi voru kallaðar út í morgun vegna óveðurs í Snæfellsbæ. Þar fuku þakplötur af nýbyggingu í Ólafsvík og flotbryggja losnaði frá höfninni á Rifi og fór af stað en tíu bátar voru fastir við hana.

Veðrið tók að ganga niður á Suður- og Vesturlandi síðdegis. Nokkuð bætti hins vegar í rigningu og þyngdist færð við það aftur á Hellisheiði.
vísir.is

14.03.2007 14:34

Alpan


Núr er er liðið rétt um eitt ár frá því rekstri Alpans h/f var hætt á Eyrarbakka og því væri fróðlegt að vita hvernig íslensku álpönnuverksmiðjunni vegnaði í Targoviste í Rúmeníu og fann ég grein um þetta efni í viðskiptablaðinu sem er svo hljóðandi:

Íslensk álpönnuverksmiðja hefur framleiðslu í Rúmeníu
Framleiðsla er hafin á álpönnum í verksmiðju LOOK Cookware Ísland ehf. í Rúmeníu. Að sögn Ingimundar Helgasonar, stjórnarformanns félagsins, horfir ágætlega með reksturinn eftir nokkra byrjunarerfiðleika við að koma framleiðslunni af stað. Verksmiðjan hefur náð sölusamningi sem tryggir ákveðna grunnstarfsemi hjá fyrirtækinu næstu fimm ár og sagði Ingimundur að viðbrögð á nýlegri sýningu hefðu aukið mönnum bjartsýni.

Verksmiðjan í Rúmeníu er í grunninn sú starfsemi sem var á vegum Alpan hf. á Eyrarbakka um árabil. Eftir langvarandi erfiðleika í rekstri hér á Íslandi var ákveðið í lok árs 2005 að færa verksmiðjuna til Rúmeníu en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er framleiðslukostnaðurinn um það bil helmingi lægri þar en á Íslandi og í Danmörku, en þar í landi er helsti samkeppnisaðili verksmiðjunnar. Einnig skipti miklu máli varðandi flutninginn út að ekki fékkst starfsfólk til starfa á Eyrarbakka. Þá er verksmiðjan í Rúmeníu nær mörkuðum og hráefni.

Ingimundur sagði að það hefði verið kostnaðarfrekt að fara með verksmiðjuna út en nú horfði ágætlega með rekstur hennar. Verksmiðjan er í 4.800 fermetra húsnæði í borginni Targoviste og sagði Ingimundur að hún væri miklu betur búin en verksmiðjan á Eyrarbakka. Þannig væri skipulag og tækjakostur mun betra sem yki mönnum bjartsýni á reksturinn. "Við erum að þjálfa starfsfólk og því fylgja ákveðnir byrjunarörðugleikar. Öll aðstaða starfsfólks er miklu betri en hún var nokkurn tímann hér heima. Við erum í húsnæði sem er búið að endurnýja frá grunni og við erum vonandi búnir að búa þessu þann farveg að þetta geti gengið," sagði Ingimundur en hann benti á að næstu mánuðir væru mikilvægir fyrir framhaldið. www.vb.is




 

11.03.2007 21:01

Jötnar hafsins bregða á leik.

Á Eyrarbakka og Stokkseyri léku Jötnar hafsins listir sínar í dag og margir lögðu leið sína niður að sjó til að berja brimið augum og ekki síður að hlusta á rokk'n roll sjávarguðsinns og básúnusveit hans. Í morgun hafði brimið sópað grjóthnullungum langt upp á land.



11.03.2007 11:57

Sunnudagsstormur.

Veðrið á Eyrarbakka var svo hljóðandi kl.09:00 frá Veðurstofu Íslands: S 22 m/s (Stormur) Rigning og Skyggni 6 km hiti 5,0°C 967,9 hPa.
Það er mikill sjór og stórveltu brim. Á bakkanum hefur gengið á með miklum rokum og slydduéljum eftir að veðrið skall á um kl 21 í gærkvöldi, en hvassast hefur verið nú snemma í morgun,en er nú heldur að draga úr nú um hádegi.

Kl. 9 var suðlæg átt, víða 15-22 m/s og skúrir, slydduél eða haglél sunnan- og vestanlands og eldingar voru á Kirkjubæjarklaustri. Norðaustan og austanlands var vindur hægari og þurrt.

10.03.2007 12:30

Stilluveður.

Veðrið á Eyrarbakka á hádegi frá Veðurstofu Íslands: A 3 m/s og úrkoma í grennd Skyggni var 11 km og talsverður sjór. Hiti 1,5°C og fallandi loftvog. Aðeins lítilega hefur deregið úr briminu en engu að síður tignarleg sjón. Jörð auð og loft gott.

Hálka er í Þrengslum og á Hellisheiði. Í Reykjavík hafði snjóað í nótt og þar var hvítt yfir og frost. Saltpækill á vegum og nokkur umferð. Hlýjast var 5 stiga hiti við Hornafjörð og á Teigarhorni, en kaldast 3 stiga frost sums staðar fyrir norðan kl. 09 í morgun segir veðurstofan.

09.03.2007 10:31

Brim á bakkanum

Veðrið á Eyrarbakka kl.09:00 frá veðurstofu Íslands var svo hljóðandi: A 8 m/s Úrkoma í grennd Skyggni 11 km Dálítill sjór hiti 1,0°C.
Hálka og krap var á Eyrarbakkavegi í morgun.

Annars var veðrið á landinu kl. 6 : norðaustlæg átt, 8-15 m/s og slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, en hæg suðlæg átt og stöku skúrir eða slydduél sunnan til. Svalast var eins stigs frost inn til landsins, en hlýjast 6 stiga hiti á Austfjörðum

Veðurspár hafa verið gjarnar á að fara í vaskinn undanfarinn sólarhring, en ástæðan er að tvær lægðir takast á um að stjórna veðrinu, önnur fyrir norðan land en hin fyrir sunnan.

Mælingadufl siglingastofnunar suður af Eyjum mældi 9 m ölduhæð um kl 10 í morgun og gerir stofnunin ráð fyrir allt að 10 m ölduhæð í Eyrarbakkaflóa um hádegi sem táknar talsvert brim á Bakkanum.

PS. Núna kl. 14:51:14 er glæsilegt stórveltubrim á Bakkanum, en þoka kemur þó í veg fyrir að það sjáist sem best.

08.03.2007 21:44

Skyndileg veðrabrigði.

Á aðeins 10 mínútum síðdegis um kl.17 féll hitastigið úr 2°C+ með rigningu og niður í 0°C með snjókomu, en þetta getur gerst þegar skil fara yfir þar sem annarsvegar við þau er loftið heitara en það sem á eftir kemur.

Annars var veðrið þannig á Eyrarbakka kl. 21:00 frá veðurstofu Íslands: VSV   5 m/s  Úrkoma í grennd   Skyggni 11 km   Dálítill sjór og hiti   1,8°C

08.03.2007 09:51

Hægviðri.


Á Eyrarbakka var A 5 m/s og úrkoma í grennd kl 09:00 og Skyggni 18 km Dálítill sjór. Ökumenn sem fóru til vinnu í morgun þurftu að skafa bílrúður því hitinn var rétt um frostmark og hálka á Eyrarbakkavegi.

Kl. 6 voru norðaustan 3-10 m/s og þokuloft eða súld á norðanverðu landinu, en hægviðri og léttskýjað sunnanlands. Svalast var 3ja stiga frost á Húsafelli, en hlýjast 4ra stiga hiti á Stórhöfða segir í veðurfregnum frá Veðurstofu Íslands.

Öll teikn eru á lofti um austanátt með rigningu hér sunnanlands um hádegi en í gær var útlitið nokkuð á reiki hvenær skilin bærust yfir landið.

Ps. Eyrbekkingar úti á landi eða í útlandi, endilega sendið mér línu um veðrið, einkum ef það er óvenju gott eða óvenju slæmt.
Mail.
odinn@eyrarbakki.is  


Íbúþróun við sjávarsíðuna.
Stöðugt fleiri kunna að meta þau lífsgæði og kosti sem sjávarþorpin hafa upp á að bjóða. Samkvæmt opinbrum tölum hefur fjölgað þannig:

  • Á Eyrarbakka fjölgaði úr 575 í 587 eða um 2,1 % (12 íbúar) frá 1.des 2005-1.des 2006
  • Á Stokkseyri fjölgaði úr 472 í 478 eða um 1,3 % (6 íbúar)  frá 1.des 2005-1.des 2006

    Þann 5. mars sl. voru íbúar:
     

    • Selfoss 6.057 (fjölgun um 60)
    • Í Sandvík: 157
    •  Eyrarbakka: 581 (fækkun um 6 frá 1.des.sl.)
    •  Stokkseyri: 560 (fjölgun um 82)
    • Óstaðsettir: 8

    Samkvæmt þessum tölulegu upplýsingum af vef Árborgar hefur orðið athyglisverð sprenging í fólksfjölgun á Stokkseyri sem er meiri en á selfossi frá sama tíma. En það kemur líklega til af því að breytingar hafa verið gerðar á skráningu íbúa í dreifbýli eins og marka má af heimasíðu Árborgar.

  • Antal sidvisningar idag: 647
    Antal unika besökare idag: 61
    Antal sidvisningar igår: 2159
    Antal unika besökare igår: 262
    Totalt antal sidvisningar: 263096
    Antal unika besökare totalt: 33950
    Uppdaterat antal: 22.11.2024 08:55:17