Blogghistorik: 2014 N/A Blog|Month_3

26.03.2014 22:38

Sú var tíðin, 1937

Í Eyrarbakkahreppi 1937 voru 585 íbúar. Hreppstjóri var Magnús Oddson stöðvarstjóri, sem og þetta ár gekk að eiga Guðnýju Sigmundsdóttur símamær. Oddviti var Sigurður Kristjánsson kaupmaður. Um heilsufarið sá Lúðvík Nordal læknir. Forstjóri á andlega sviðinu var sr. Gísli Skúlason. Andinn yfir þorpsbúum var frekar daufur þetta árið, því sorglegt sjóslys var skamt frá þorpinu í vonsku veðri, og án þess að nokkur vissi fyrr en um seinan varð og engum bjargað.

 

Sjóslys:  Tólf breskir sjómenn farast.

Enski Togarinn Lock Morar frá Aberdeen fórst þann 31. mars út af Gamla-Hrauni á Eyrarbakka með 12 manna áhöfn. Hinir látnu voru jarðsungnir á Eyrarbakka. Hin fyrsti var jarðsunginn 7. apríl og var líkfylgdin allfjölmenn. Breski fáninn var breiddur yfir kistuna á meðan á athöfninni stóð. Samkomubann var víð líði, en aflétt um stundarsakir, svo greftrun gæti farið fram. Eitt líkið rak alla leið til Grindavíkur.  Nánar um þetta sorglega sjóslys: http://brim.123.is/blog/2010/03/31/444333/  Þá druknuðu tveir piltar á kajak við Þorlákshöfn, er bátnum hvolfdi. Ungu mennirnir voru frá Hafnarfirði. Þá strandaði skonnortan "Hertha", en hún var með timburfarm. Mikið brim var og suðaustan rok, svo festar slitnuðu, en menn höfðu verið teknir í land nokkru fyr. Skipið brotnaði í fjörunni og ónýttist, en ýmislegt dót úr flakinu var selt. [ Hertha var frá Marstal í danmörku, þrímöstruð skonnorta með 100 hestafla vél, 200 smálestir að stærð, byggt 1901.]

Kaupfélag Árnesinga átti þrjá trillubáta sem gerðir voru út á Bakkanum, "Framsókn", "Hermann" og "Jónas Ráðherra". Það óhapp vildi til í stormviðri að hinn síðastnefndi sökk í höfninni.

 

Eyrarbakki hafnarbær fyrir Reykjavík:

Svo bar við um vorið að timburlaust var í höfuðstaðnum, svo hvergi fanst spíta þó leitað væri í hverjum krók og kima. Á Eyrarbakka voru hinsvegar til heilu skipsfarmarnir af byggingatimbri sem kaupfélagið flutti inn og brugðu húsasmiðir í Reykjavík á það eina ráð að senda bílalest eftir timbrinu og flytja til Reykjavíkur. Einhvern vegin gátu íhaldsmenn fundið það út í sínu sinni, að þessi skipan mála væri bölvun kommúnismans.

 

 

Félagsmál: Stokkseyringar halda veislu.

Í stjórn verkamannafélagsins Bárunnar á Eyrarbakka voru : Þorvaldur Sigurðsson skólastjóri, formaður. Vigfús Jónsson, ritari og Jón Tómasson, gjaldkeri. Á Stokkseyri var formaður Bjarma: Björgvin Sigurðsson, en félagið var nú 33 ára og Stokkseyringum var haldin mikil veisla. Þann 27. oktober var haldinn fundur í Bárunni, en þar var þess krafist að Alþýðuflokkurinn tæki þegar upp samvinnu við Kommúnistaflokkinn,  sem leitt gæti til sameiningu þeirra. Í kjaramálum bar hæst áskorun til Alþýðusambandsþings að segja upp samningi um vegavinnukjörin, sem þóttu léleg.

 

Félag Iðnaðarmanna í Árnessýslu: Formaður þess var Eiríkur Gíslason trésmíðameistari á Eyrarbakka og félagsmenn all nokkrir. Iðnfélagið gekk í Landsamband iðnaðarmanna á árinu.

 

Fískifélagsdeild var hér, sem bjarni Eggertsson veitti forustu og á Stokkseyri Jón Sturlaugsson, en þessi félög beittu sér fyrir ýmsum framfaramálum í sjávarútvegi.

 

Skóli: Presturinn kom án hempunar, skilin eftir norður í Saurbæ.

Unglingaskóli starfaði nú annan veturinn sinn, en honum veitti forstöðu sr. Gunnar Benediktson frá Saurbæ. Námsgreinar voru íslenska, reikningur og danska. Skólahaldi þessu var mjög vel tekið af þorpsbúum og höfðu flestir drengir 14- 17 ára sótt skólann. Um sr. Gunnar var sagt að hempuna hafði hann skilið eftir norður í Saurbæ, því nóg væri um presta á Bakkanum.

 

Stjórnmál: Kommúnistar fengu ekki að hlýða á hina ungu Íhaldsmenn.

Það var kosið til Alþingis þetta ár. Ungliðar "Breiðfylkingingarinnar", boðuðu til opinbers fundar á Eyrarbakka og Stokkseyri, en fáir mættu. Almennum borgurum sem mættu til fundarins, en voru ekki hliðhollir Breiðfylkingunni var vísað á dyr. [ Samtök íhaldsamra þjóðernissinna, eða m.ö.o Nasistaflokkur.] Skömmu síðar, eða um hvítasunnu hélt Samband ungra Sjálfstæðismanna fund á báðum stöðum, og var Stokkseyrarfundurinn fjölmennari. Á Eyrarbakkafundinn fengu Kommúnistar ekki aðgang, [ Fyrir kommúnista var Gunnar Benediktsson rithöfundur í forsvari, en hann var einig skólastjóri unglingaskólans.] en fundurinn var  engu að síður opinn öðrum flokkum. Ræðumenn á Eyrarbakka voru Bjarni Benediktsson, Jóhann G. Möller og Guðmundur Benediktsson. Á Stokkseyri töluðu Kristján Guðlaugsson, Björn Snæbjörnsson og Jóhann Hafstein. [Framsókn var sigurvegari kosninganna, en Alþýðuflokkur og Bændaflokkurinn tapa. Aðrir flokkar standa í stað]. Um haustið var stofnað Alþýðuflokksfélag á Eyrarbakka fyrir tilstilli Jónasar Guðmundssonar, sérlegum erindreka Alþýðuflokksins. Stofnendur voru 23 verkamenn og sjómenn á Bakkanum. Formaður var kjörinn Þorvaldur Sigurðssson skólastjóri,  Guðmundur J Jóanatan ritari og Gestur Ólafsson sjómaður, gjaldkeri. Endurskoðendur voru Vigfús Jónsson og Jón Tómasson. Skömmu síðar var stofnað Alýþuflokssfélag á Stokkseyri, formaður var kjörinn Björgvin Sigurðsson, Helgi Sigurðsson ritari, Jón Guðjónsson gjalkeri. Stofnendur voru 33. [Alþýðuflokksfélagið var stofnað á 33. afmælisdegi "Bjarma" 31. oktober, en það var stofnað 1904, á sama ári og Báran á Eyrarbakka.]

 

Látnir: Þorvaldur Magnússon, kona hans var Ragnhildur Sveinsdóttir. Sigríður Þorleifsdóttir (80) frá Háeyri. Maður hennar var Guðmundur Ísleifsson kaupmaður, (88) en hann andaðist sama ár. Hann var einnig víðfrægur formaður. Anna Diðriksdóttir (86) frá Stokkseyri. [Hún var móðir Ólafs Helgasonar í Túnbergi (Ólabúð). Anna var jörðuð á Stokkseyri.] Guðmundur Einarsson frá Þórðarkoti. [jarðsettur á Stokkseyri.] Ragnhildur Einarsdóttir (80) frá Inghól. Sigurbjörg Hafliðadóttir (77)  frá Litlu-Háeyri. Ingibjörg Gíslína Jónsdóttir (69) frá Gamla-Hrauni. [Hún var fædd að Miðhúsum í Sandvíkurhreppi, en var tökubarn hjónanna Guðmundar Þorkelssonar og Þóru Símonardóttur, að Gamlahrauni. Ingibjörg gekk að eiga Jón Guðmundsson, formann frá Gamla-Hrauni og áttu þau 17 börn. Þau bjuggu í Vestmannaeyjum.] Vilborg Sigurðardóttir (69) frá Gamla-Hrauni. [bjó á Stokkseyri og jörðuð þar.]  Ólafía Ebenezardóttir (61) að Háeyri. Þórunn Jónsdóttir [Árnasonar kaupmanns í Þorlákshöfn] frá Hlíðarenda, en hún dvaldi hér í Gistihúsinu í elli sinni. Þorbjörg Ólafsdóttir (40) í Garðbæ. Maður hennar var Jón Gíslason. Guðbjörg Sveinsdóttir (47) frá Eiði-Sandvík. Ingimar Helgi Guðjónsson (7) frá Kaldbak. Dista Friðriksdóttir (1) frá Brennu. Meybarn (1) frá Sólvangi.

Alexander Stevenson (?) sjómaður á Lock Morar, frá Aberdeen. Charles Milne (?) sjómaður á Lock Morar, frá Aberdeen. Duncan Lownie (?) sjómaður á Lock Morar, frá Aberdeen. Frederick Jackman (?) sjómaður á Lock Morar, frá Aberdeen.  George Duthie (?) sjómaður á Lock Morar, frá Aberdeen. John Connell (?) sjómaður á Lock Morar, frá Aberdeen. John Scott (?) sjómaður á Lock Morar, frá Aberdeen. Thomas McKay (?) sjómaður á Lock Morar, frá Aberdeen. Walter E. Barber, (?)  sjómaður á Lock Morar, frá Aberdeen. William Bradley, (?) sjómaður á Lock Morar, frá Aberdeen.

 

Látnir fjarri. Jón Einarsson, er starfaði á Bakkanum nokkur ár, við verslun Guðmundar Ísleifssonar, en síðar kaupmaður í Vestmannaeyjum. Guðmundur Guðmundsson fv. bóksali. Hann bjó þá í Reykjavík. Samúel Jónsson trésmíðameistari í Reykjavík, en hann lærði trésmíði á Bakkanum og bjó hér og starfaði í um áratug, um aldamótin 1900, en hann var ættaður austan af Síðu.

 

Sandkorn: Steypireiður rak á land.

Áætlanir lágu fyrir um lagningu Sogslínu, til Eyrarbakka og Stokkseyrar. Enskur togari fórst með allri áhöfn, í skerjagarðinum austur af Eyrarbakka. Aflabrögð á vetrarvertíð voru sæmileg hér við ströndina. Um 30 Eyrbekkingar unnu í sjálfboðastarfi með Ungmennafélagi Ölfusinga að byggingu sundlaugar í Hveragerði. Presturinn flutti af Stóra-Hrauni og í "prestsetrið" á Eyrarbakka, sem kirkjan hafði nýlega keypt. Mannabein fundust á Hellisheiði, voru það bein Dagbjartar Gestssonar, bátasmiðs, er úti varð á Hellisheiði í desember 1921. - Dagbjartur ætlaði frá Eyrarbakka til Reykjavíkur einn og gangandi. Steypireyður 12 til 13 metra langur rak á fjörur Eyrarbakka. Við sporð hvalsins hékk 14 metra langur kaðall.

 

Herta strandSkipakomur:  "Skeljungur" kom hér með olíu. Tvær danskar skonnortur losuðu fullfermi af vörum til kaupfélagsins. Þriðja skútan, "Hertha" hlaðin timbri, til K.Á. strandaði við höfnina.

 

 

Af nágrönum: Við Ölfusárbrú er risið talsvert þorp með öflugu kaupfélagi og fleiri verslunum. Er það af ýmsum nefnt Selfoss. Óþurkatíð var um allt suðurland og fóðurskorti brá við.

 

Alþýðubl. Kirkjurit, Morgunbl. Tímarit  Iðnaðarmanna, Vísir, Þjóðviljinn

08.03.2014 15:05

Línumenn af Bakkanum

Eyrbekkingar voru áberandi liðsmenn Rafmagnsveitu Ríkisins á upphafsárum rafvæðingarinnar. Hér eru frá vinstri Lárus Jóhannsson, Guðjón Pálsson í Steinsbæ, og Hannes Hannesson Litlu-Háeyri, allir frá Eyrarbakka.


Hannes Hannesson frá Eyrarbakka stendur upp á slá  hornstauravirkis í línunni frá Laxárvirkjun að Akureyri. Myndin tekin sumarið 1953. Það var samkeppni meðal línumanna hver væri svalastur í svona glæfraskap. 

Hannes Hannesson fæddist á Litlu-Háeyri á Eyrarbakka 1930 og starfaði hann  á skrifstofu Rarík til 1967.

 

Heimild: Afmælisbók Rarik, Hilmar Þór Hilmarsson

  • 1
Antal sidvisningar idag: 420
Antal unika besökare idag: 61
Antal sidvisningar igår: 2159
Antal unika besökare igår: 262
Totalt antal sidvisningar: 262869
Antal unika besökare totalt: 33950
Uppdaterat antal: 22.11.2024 08:12:28