Kategori: Dagbókin
03.04.2023 16:07
Versti vetur í mannaminnum
Ófærð á Eyrarbakka:
|
Nú er liðinn versti vetur í mannaminnum hér um slóðir og frost að fara úr jörðu. Framanaf vetri var tíðin með ágætum, allt þar til 7. desember síðastliðnum að það tók að frysta og nokkuð duglega. Brostin var á kaldasti desember í einhver 100 ár. Var frost oft á bilinu -17 til - 20°C. Fór mest í - 22,8°C. Úrkoma var þó lítil sem engin framanaf en undir 19 dag mánaðarins gerði mikla snjóstorma ófærð og stórskafla svo að ekkert var við ráðið. Þorpið var einangrað um nokkra daga og grafa varð fólk úr sumum húsum. Það þurfti stórvirkar vinnuvélar til að opna götur bæjarins. Ófærð var á þjóðvegum víðast sunnanlands í þessu veðri og aðalleiðir lokaðar.
18.07.2021 23:03
Mannfjöldi á Eyrarbakka 1927-30
Árið eftir (1927) fækkaði íbúum á Eyrarbakka um 52 einstaklinga og stóð íbúafjöldi í 640. Þá fóru Keflavík og Sauðárkrókur framúr í fólksfjölda.
1928 fjölgaði Eyrbekkingum í 648, en árið eftir (1929) féll íbúatalan niður í 621. Þá fóru Búðir í Fáskrúðsfirði framúr í fólksfjölda.
1930 var íbúafjöldinn á Bakkanum fallin í 608 skráða íbúa. Þessi þróun hélst næstu árin þar til íbúafjöldi komst í jafnvægi um 500 manns og hefur haldist á þessu bili 5 - 600 manns síðan. Í dag eru 590 íbúar skráðir á Eyrarbakka. (Á þessum árum var Selfoss rétt að byrja að byggjast upp og því ekki getið í heimildum)
Í Eyrarbakka læknishéraði (Flóinn) létust 208 manns á þessu tímabili. Úr barnaveiki 1, úr gíghósta 7, kvefsótt 2, taugaveiki 3, blóðsótt 1, gigtsótt 1, lungnatæringu 21, heilaberklabólga 5, berkum 3, sullaveiki 1, drukknun 9, slysförum 4, sjálfsmorð 2, meðfæddum sjúkdómum 3, elli 46, krabbameini 14, hjartaáfalli 12, aðrir hjartasjúkdómar 1, æðasjúkdóma 1, heilablóðfalli 18, flogaveiki 1, langvarandi lungnakvefi 2, lungnabólga 19, brjósthimnubólgu 3, garnakvefi 1, botlangabólgu 2, kviðslit 1, langvarandi nýrnabólgu 1 og önnur ótilgreind dauðsföll 7.
Heimild: hagskýrslur um mannfjölda þróun.
17.05.2021 22:33
Aldan nr. 205
16.05.2021 22:34
Böllin á Bakkanum
10.05.2021 22:02
Kvikmyndatökur á Bakkanum
Leikin heimildamynd um Húsið 2007, Andrés Indriðason samdi handrit og leikstýrði myndinni.
Hemma, 2012 Framleiðendur myndarinnar eru Anna G. Magnúsdóttir og Anders Granström fyrir sænska framleiðslufyrirtækið Little Big Productions. Verðlaunamynd.
Dead snow 2, 2014 leikstjóri Tommy Wirkola.
09.05.2021 21:50
Alpan hf.
Hjá Alpan voru framleiddar pönnur og pottar af 35 mismunandi grunntegundum, en þær eru svo settar á markað í Þýskalandi. Auk þess var flutt út til Danmerkur, Sviss, Frakklands, Bretlands, Austurríkis, Spánar, Kanada og Bandaríkjanna og víðar.
Hráefnið var nær eingöngu innflutt endurunnið skrapál, nema í fyrstu var notað blöndun frá Ísal, auk þess sem fyrirtækið bræddi sjálft upp skilavöru til endurvinnslu.
Á fjórða tug starfsmanna unnu hjá fyrirtækinu, fyrst í stað eingöngu íslendingar en um aldamótin 2000 voru starfsmennirnir aðalega farandverkamenn frá Póllandi, Lettlandi og Englandi. Sigurður Bragi Guðmundsson var lengst af formaður stjórnar Alpans hf.
Árið 2006 flutti Alpan fyrirtækið til Targoviste Rúmeníu, þá var rekstrarumhverfið orðið óhagstætt hér á landi og starfsemin töluvert dregist saman. Þá unnu 25 manns hjá fyrirtækinu.
Húsnæðið á Bakkanum gekk síðan kaupum og sölum án þess að í það fengist virk starfsemi þar til að byggðasafn Árnesinga keypti húsið á síðasta ári undir starfsemi sína sem áður var við Hafnarbrú.
05.05.2021 22:51
Bækur um Eyrarbakka
Austantórur 1946- 1950 eru 6 hefti eftir Jón Pálsson.
Saga Hraunshverfis á Eyrarbakka 1958 eftir Guðna Jónsson.
Saga Barnaskólans á Eyrarbakka 1952 eftir Árelíus Níelsson.
Járnblómið skáldsaga eftir Guðmund Daníelsson.
Margur í sandinn markaði spor 1998 eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur, ljósmynda og fræðirit.
Eyrarbakkahreppur Örnefni 2008 samantekt eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur og Magnús Karel Hannesson, fræðirit.
Saga bátanna 2013 eftir Vigfús Markússon, fræðirit
Húsið á Eyrarbakka 2014 eftir Lýð Pálsson, fræðirit.
Anna á Eyrarbakka 2015 eftir Elísabetu Jökulsdóttur, skáldsaga.
Ljósmóðirin 2015 eftir Eyrúnu Ingadóttir, söguleg skáldsaga.
Læknishúsið 2018 eftir Bjarna Bjarnason, skáldsaga.
Eitrað barnið eftir Guðmund Bryjólfsson, skáldsaga.
Lúðvík Norðdal Davíðsson 2020 eftir Lýð Pálsson, fræðirit.
02.05.2021 23:19
Skipskaðar við ströndina á skútuöld
1879 þann 3. maí slitnaði seglskipið Elba frá Fredericia í Danmörku 108,48 tn upp í höfninni á Eyrarbakka þegar skipsfestar slitnuðu vegna veðurs, hafróts og strauma frá Ölfusá. Skipshöfnin fór sjálf í land á fjöru. Veður var á suðvestan.
1882 þann 16. apríl kl.7 árd. Strandaði seglfiskiskipið Dunker-que frá Dunkerque í Frakklandi 133,33 tn á skerjunum fyrir framan Eyrarbakka vegna aðgæsluleysis. Skipshöfninni var bjargað á bátum úr landi. Veður var á norðaustan.
1883 þann 18. júlí strandaði seglskipið Sylphiden frá Reykjavík við innsiglinguna á Eyrarbakka vegna óvenju mikils straums sem bar skipið af leið og hafnaði á skeri. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var með suðvestanátt.
1883 þann 12. september sleit seglskipið Active frá Stavanger í Noregi 118, 68 tn skipsfestar í höfninni á Eyrarbakka í suðaustan roki og brimi og rak á land og brotnaði á klöppunum. Skipshöfnin var í landi. Veður gekk á með stormi og hafróti, skipið var þó rígbundið. Þessi skipalega var heldur austar en hinar og var lögð niður í kjölfarið.
1883 þann 12. september kl. 4 árd. rak seglskipið Anna Louise 109, 93 tn frá Fanö fyrir akkerum upp í þorlákshöfn. Skipið kom til Eyrarbakka frá Liverpool. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var á suðaustan.
1892 þann 24. júní ml. 3 árd. fórst seglskipið Johanne frá Mandal í Noregi 63,50 tn á leið frá Eyrarbakka til Vestmannaeyja. Skipið lét ekki að stjórn í vendingu og rak á land í sunnanátt og hafnaði á skeri framundan Rauðárhólum í Stokkseyrarhverfi. Skipshöfnin var flutt í land á bátum úr landi.
1895 þann 27. apríl kl.6 árd. strandaði seglskipið Kamp frá Mandal í Noregi í Stokkseyrarhöfn þegar bólfesting slitnaði þegar verið var að leggja skipinu og rak skipið á skerin. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var með suðvestanátt.
1895 þann 3. maí snemma morguns rak seglskipið Kepler frá Helsingborg 81,51tn á akkerum upp í þorlákshöfn. Skipið var að koma frá Kaupmannahöfn. Skipshöfnin var bjargað á bátum úr landi. Veður var á suðaustan.
1896 þann 16.ágúst strandaði seglskipið Allina frá Mandal í Noregi þegar hafnfestur slitnuðu þar sem skipið lá í Stokkseyrarhöfn og rak skipið á skerin. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var á suðaustan.
1896 þann 23. október kl. 10 árd. var seglskipinu Andreas 172,76 tn frá Mandal í Noregi siglt upp í fjöru faramundan Strandakirkju í Selvogi vegna leka á leiðinni til Reykjavíkur. Skipshöfninni var bjargað á bátum úr landi. Veður að norðan.
1898 þann 15. apríl kl. 9 árd. Seglfiskiskipinu Isabella frá Dunkerque Frakklandi 122,33 tn var siglt á land við Stokkseyri vegna leka eftir að skipið hafði rekist á skipsflak við Vestmannaeyjar. Skipshöfninni var bjargað á bátum úr landi. Vindur var af norðvestan.
1900 þann 11. apríl kl. 4 síðdegis strandaði seglskipið Kamp 80,68 tn frá Mandal í Noregi á Þykkvabæjarfjöru á leið frá Leith til Stokkseyri. Veður var suðvestanátt.
1902 þann 24. mars kl.2:30 árd. strandaði seglfiskiskipið Skrúður 84 tn frá Dýrafirði á skeri undan bænum Vogsósum. Skipshöfnin gekk á land með fjöru. Veður með norðan stórhríð.
---
Heimild: Landhagskýrslur 1905
02.05.2021 23:07
Bankamálið
01.05.2021 22:08
Plastiðjan
30.04.2021 23:23
Sjóminjasafnið og Farsæll
hefir á þingum vanda,
djarfur þvingar ára-önd
út á hringinn-landa.
Frækinn drengur fram um ver,
fiskað lengi getur.
Stýrir "Feng" og eitthvað er
ef öðrum gengur betur.
26.04.2021 22:43
Byggðamerkið
Nýtt byggðarmerki sveitarfélagsins Árborgar var tekið í notkun 12. nóvember 2000. Sérstök nefnd valdi merkið úr 48 tillögum sem bárust í opinni samkeppni um nýtt byggðarmerki.
20.04.2021 22:05
Iðnaðarmannafélagið
04.04.2021 22:23
Rafstöðin 1920
Árið 1920 var keypt díselrafstöð fyrir Eyrarbakkahrepp sem hreppurinn rak þar til Útvegsbankinn tók reksturinn yfir. Kristinn Jónasar í Garðbæ sá síðan um rekstur stöðvarinnar lengst af. Þegar Sogsvirkjun hafði tekið til starfa og lína lögð niður á strönd var rekstri stöðvarinnar sjálfhætt.
Áður voru tvær litlar díselrafstöðvar í notkun á Bakkanum og var önnur í Fjölni, en þar rak Haraldur Blöndal samkomu og kvikmyndahús.
28.03.2021 22:13
Útgerðarfélagið Árborg hf.
Aðal hvatamaður að stofnun útgerðafélagsins var Ásgrímur Pálsson framkvæmdastjóri hraðfrystistöðvarinnar á Stokkseyri og kom togarinn heim frá Póllandi 9. mars 1977 til Þorlákshafnar sem var hans heimahöfn þessi árin.
Bjarni Herjólfsson ÁR 200 var 500 tonna skuttogari og gekk um 15 mílur á klst. Skipstjóri var ráðinn Axel Schöith.
Útgerðin gekk brösulega alla tíð og var togarinn seldur til Akureyrar eins og áður sagði og fékk þá nafnið Hrímbakur EA. Síðar hét skipið Klakkur SK og síðast Klakkur ÍS.
https://www.mbl.is/200milur/skipaskra/skip/1472/