Blogghistorik: 2012 Denna post är låst. Klicka för att öppna.

29.08.2012 21:51

Ýmislegt smálegt

Staður. Húsið "Staður" stóð rétt við verslunarhúsin gömlu, þar sem samkomuhúsið "Staður" er nú, og hafði Ólafur faðir Sigurðar Óla alþingismanns reist það. Húsið "Staður" var síðar flutt til Selfoss. 

Eyrbekkingur nokkur segir svo frá: "Til skamms tíma var vindhani á turni kirkjunnar á Eyrarbakka. Var vindhaninn annað mesta stolt Eyrbekkinga á eftir "Húsinu". Illu heilli flutti svo hingað Snæfellingur af alkunnu  Axlarætt. Var þá vindrhaninn tekinn niður af kirkjuturninum og upp settur kross byggðarlaginu til sáluhjálpar. - Voru það slæm skipti á vindhönum".


Efnabóndi: Þorkell Jónsson skipasmiður á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka bjó í Simbakoti á Eyrarbakka 1798-1802, á Stóru-Háeyri 1802-1812 og síðan á Gamla-Hrauni til dauðadags 28. des. 1820. Þorkell eignaðist 5 jarðir, Gamla-Hraun, Salthól, Syðsta-Kökk, Dvergasteina og Hárlaugsstaði í Holtum, var og allauðugur að lausafé, svo að hann var með efnuðustu bændum á þeim tímum. Hann var hreppstjóri um skeið með Jóni ríka í Móhúsum og fleiri trúnaðarstörf voru honum falin. Kona Þorkels var Valgerður Aradóttir frá Neistakoti.

Kindin: Jóhanna Sigríður Hannesdóttir frá Stóru-Sandvík í Flóa, f. 4.5. 1897, d. 26.12. 1971 og Ketill Finnbogi Sigurðsson frá Garði í Dýrafirði, f. 7.12. 1898, d. 19.7. 1959, sýsluskrifari, síðar bankafulltrúi.

Þau bjuggu í Suðurgötu á Eyrarbakka til skams tíma í kringum 1935. Jóhanna átti eina kind sem alltaf var kölluð "Kindin" og ekkert annað.

Boðaði komu rafmagnsaldar. Guðmundur Þorvaldsson bóndi á Bíldsfelli í Grafningi, virkjaði bæjarlækinn. Þar hlóð hann neðst í gilinu í hefðbundnum íslenskum byggingarstíl húskofa úr torfi og grjóti. Fór Guðmundur þar að ráðum Dana nokkurs, Rostgaard að nafni, sem einnig vildi selja honum efni í rafstöðina. Rafstöðin var svo gangsett í febrúar 1912, lýsti hann upp öll bæjarhúsin og auk þess útihús. Var það fyrsta bændabýlið sem rafvæddist á íslandi. 

Kartöflubransinn: Seint á sjöunda áratugnum ætluðu tveir ungir menn að gerast hinir stórtækustu kartöflubændur hér sunnanlands og létu plægja mikinn kartöflugarð á Eyrarbakka. Höfðu þeir keypt 50 tonn af útsæði sem öllu var potað niður. Svo var beðið uppskerunnar, en áætlanir gerðu ráð fyrir að upp úr garðinum fengjust 500 tonn af fyrsta flokks matarkartöflum sem selja mátti með góðum hagnaði í helstu matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar grös féllu þá um haustið var hafist handa við úppúrtektina en heldur reindist hún rýr uppskeran. Þegar allt var talið og vegið, skilaði garðurinn aðeins 40 tonnum af kartöflum.

22.08.2012 23:21

Dáðadrengir

SkallagrímurAð morgni 13.apríl 1926 reru 17 bátar af Eyrarbakka og Stokkseyri. Þegar á daginn leið gerði  landsynningsrok og brim svo mikið, að aðeins nokkrir bátar gátu  lent heima, (aðeins 5 bátar náðu höfn á Stokkseyri og 4 á Eyrarbakka) en hinir urðu að láta  fyrirberast úti á rúmsjó. Þegar heimamönnum þótti sýnt, að bátarnir gátu ekki náð landi var símað til stjórnarráðsins og það beðið að hlutast til um það, að varðskipið Fylla og önnur skip, sem til næðist væru beðin að koma bátunum til hjálpar. Var þá strax sent skeyti til allra skipa á þessu svæði og þau beðin að líta eftir bátunum. Strax um kvöldið voru fimm íslenskir togarar komnir á vettvang til hjálpar, þeir Skallagrímur, Belgaum, Hannes ráðherra, Earl Kitchener og Gyllir. Tók Gyllir einn bátinn "Trausta" og dróg hann til Reykjavíkur, en Skallagrímur bjargaði áhöfninni af "Öðlingi", bát frá Eyrarbakka (ÁR 148 vélbátur Árna Helgasonar í Akri). Liðaðist hann sundur og sökk, (skipsflakið rak á land við Grindavík) en skipverjar komu með Skallagrími til Reykjavíkur. Belgaum, Hannes ráðherra og Earl Kitchener fylgdu hinum 7 bátunum, sem eftir voru til Vestmannaeyja.

Sveinn Árnason fyrrum nágranni minn í Nýjabæ minntist eitt sinn á þennan atburð, en hann mun þá hafa verið 13 ára er faðir hans var með Öðling. Eftir barning allan daginn berandi ótta og kvíða í brjósti á lítilli bátskel í aftaka veðri handan við brimgarðinn, varð það þeim mikill léttir þegar þeir sáu togarann Skallagrím sér við hlið. En þó höfðu þeir aldrei orðið eins hissa og þakklátir þegar þeir þekktu manninn sem rétti fram höndina og kippti þeim um borð, en það reindist vera nágranni þeirra feðga, Sigurður Guðjónsson frá Litlu-Háeyri sem þá var háseti á Skallagrími, en átti síðar eftir að stýra því skipi farsællega öll heimstyrjaldarárin. Við annað tækifæri átti þessi frækni togaraskipstjóri eftir að fylgja þeim feðgum fyrir Reykjanesið, en þeir höfðu þá keypt bát frá Akranesi og lentu í miklum barningi á hemleið.

Heimild: Aldan 1926  

Mynd-Skallagrímur RE:http://www.mikes-place.connectfree.co.uk/icegal/skallagrimur.html

Eldri frásögn Brimið á Bakkanum: Hrakningar á miðunum

15.08.2012 23:02

Heiti vindstiga

Veðurklúbburinn Andvari

Eftirfarandi er heiti vindstiga samkv. gamla Beaufort kvarðanum.

5 vindstig eru 8-10 m/s (1 meter á sekúndu er 3,6 kílómetrar, 1,9 hnútar og 2,2 mílur á klukkustund)

 
 Vindstig íslenska
Beaufort
 FæreyskaDanska 
 0 Logn Logn             Stille
1 Andvari  Fleyr           Svag luftning
2 Kul  Lot              Svag brise
3 Gola Gul            Let brise
4 Kaldi  Andövsgul   Jævn brise
5 Stinningsgola Stívt andövsgul   Frisk brise
6 Stinningskaldi                                 Strúkur í vindi 

 Kuling
7 Allhvass vindur Hvassur vindur 

 Stiv kuling
8 Hvassviðri    Skrið 

  Haard kuling
9 Stormur     Stormur     

  Storm
10 Rok Hvassur stormur 

 Stork storm
11 Ofsaveður   Kolandi stormur 

Orkanagtig storm  
12 FárviðriÓdn   

 Orkan                                                                                                                                   

Heimild: Veðurklúbburinn Andvari Eyrarbakka

13.08.2012 18:41

Aldamótahátíð 2012

Aldamótahátíðin fór fram um liðna helgi í SA súld og rigningu að þessu sinni, en þó var margt um manninn á Bakkanum þessa daga og viðamikil skemtidagskrá. Veðrið setti þó sumstaðar strik í reikninginn, en engu að síður var skrúðgangan fjölmenn að vanda. 
  • 1
Antal sidvisningar idag: 420
Antal unika besökare idag: 61
Antal sidvisningar igår: 2159
Antal unika besökare igår: 262
Totalt antal sidvisningar: 262869
Antal unika besökare totalt: 33950
Uppdaterat antal: 22.11.2024 08:12:28