Blogghistorik: 2005 N/A Blog|Month_10

30.10.2005 15:08

Besta veðrið á Bakkanum!

 Brim-bloggið mun vera ein af fyrstu veðurbloggsíðum hérlendis.

27.10.2005 13:05

Beta

Stormurinn Beta

Beta er 23.hitabeltisstormurinn á árinu sem er nýtt met!

25.10.2005 08:32

Íslandsferð Wilmu?

Er Ofurstormurinn Wilma á leið til Íslands?

Wilma er nú á fljúgandi ferð með 83 km/klst ferðahraða norður á bóginn sem 1.stigs fellibylur!

Fylgist með ferðalaginu

24.10.2005 08:40

Wilma á Flórida!

Yahoo/Wilma

Wilma er nú kominn yfir Flórida og er aftur 3.stigs fellibylur!

Fylgist með Wilmu

Wilma stefnir nú hraðbyri á Flórídaskaga. Bylurinn er orðinn að þriðja stigs fellibyl sem getur valdið mikilli eyðileggingu en meðalvindhraði er um 51 metri á sekúndu

Varað er við flóðbylgjum sem geta náð yfir fimm metra á hæð , þar sem áætlað er að Wilma muni koma á land við strandlengju Flórída

Gert er ráð fyrir að Wilma haldi síðan norður með austurströnd Ameríku og gæti verið komin til Íslands um næstu helgi sem rigningarstormur!

Hugsanlegt að Wilma og Alpha sameinist á Atlantshafi!

23.10.2005 11:00

Alpha!

Nýr stormur hefur myndast á Karíbahafi og er nr.22 Stormurinn hefur fengið nafnið Alpha.

Þetta er enn eitt metið,því aldrei hafa jafn margir hitabeltisstormar myndast á einu ári.

17.10.2005 14:10

Wilma!

Wilma er nú 2. stigs fellibylur sem stefnir á Flórida. 

Tollur 24!

Wilma hefur slegið nýtt rigningarmet!

Strandbærinn Cancun í Mexíkó er umflotinn vatni vegna fellibylsins Wilmu, sem fer yfir Júkatanskaga þessa stundina.

Wilma- flhurricane.com/

Wilma fer yfir Yugatan.

_______________________________________________________

Wilma náði að vera 5 stigs fellibylur með vindhraða 280 km/klst og  882 millib og þar með mesti fellibylur allra tima!.

Wilma er 12 fellibilurinn á árinu

Aðeins einu sinni hafa svo margir byljir myndast, það var 1969. Wilma er auk þess 21.hitabeltisstormurinn í ár sem er met í fjölda storma sem fengið hafa nafn.

Fylgist með ferðum Wilmu!

Fellibyljatal

13.10.2005 14:11

Fuglaflensa

   Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins lýsa fuglaflensuna alheimsógn!

Talsmaður Evrópusambandsins greindi frá því í dag  19.okt að grunur leiki á að fuglaflensan hafi greinst í fuglum í Makedóníu, og að hún væri þar með að breiðast víðar um Evrópu. (mbl) m.a. hefur fuglaflensa greinst í Grikklandi Tyrklandi  Rúmeníu og Rússlandi.

Aðeins eru til lyfjabirgðir á inflúensulyfjum fyrir um þriðjung Íslensku þjóðarinnar ef ske kynni að fuglaflensan yrði að faraldri á Íslandi ! Athyglisvert finnst ykkur það ekki ? Norðmenn og Svíar ætla að framleiða bóluefni fyrir alla sína landsmenn og sama má segja um Frakka og Þjóðverja.

Hver skyldi vera þessi þriðjungur Íslensku þjóðarinnar sem yrði svo lánsamur að fá bóluefni?

Fuglaflensa í Síberíu Fuglaflensu lyf Bretar undirbúnir Fuglaflensa í Rúmeníu Evrópusambandið með neyðarfund Fuglaflensa í Tyrklandi

06.10.2005 08:32

Stan

Hitabeltisstormurinn Stan gerði mikinn usla í Suðurameríku og Mexicó og liggja meira en 135 manns í valnum eftir storminn sem náði um tíma að verða 1.stigs fellibylur.

Munu Íslensk stjórnvöld bjóða fram aðstoð sína til hjálpar þessum fátæku þjóðum?

CNN

05.10.2005 14:26

Baðormar

Sundmannakláði algengur í LandmannalaugumÍ ágúst 2003 tóku gestir í Landmannalaugum að kvarta um sundmannakláða eftir baðferðir í heitum læk á svæðinu, svonefndum Laugalæk. Rann­sóknir í lok mánaðarins gáfu til kynna að sund­lirfur bæði nasa- og iðrablóðagða væru að herja þar á baðgesti. Svipað gerðist árið eftir.

Lítið er vitað um afdrif og möguleg sjúkdómsáhrif lirfanna í þeim tilvikum sem ekki næst að hefta frekari för þeirra strax í húðinni. Tilraunir á músum hafa þó sýnt að lirfurnar þroskast óeðlilega og drepast eftir nokkra daga eða vikur en hafa þá þegar náð að flakka eitthvað um líkamann!

Maður fær nú bara hroll!

Lesið meira í Læknablaðinu ormur.bmp

  • 1
Antal sidvisningar idag: 420
Antal unika besökare idag: 61
Antal sidvisningar igår: 2159
Antal unika besökare igår: 262
Totalt antal sidvisningar: 262869
Antal unika besökare totalt: 33950
Uppdaterat antal: 22.11.2024 08:12:28