Blogghistorik: 2012 Mer >>
27.06.2012 22:22
Fórust með "Víði"
Sunnudagsmorguninn 6. f ebr. 1938 reru flestir bátar úr Eyjum. Um k l. 10 skall á versta veður og rofaði ekki til fyrr en kl. hálf fjögur e.h. Í þessu veðri fórst " Víðir" úr Vestmannaeyjum, með 5 manna áhöfn. Skipverjar voru allir ungir menn og ókvæntir, en meðal þeirra voru tveir Eyrbekkingar.
Formaðurinn var Gunnar Guðjónsson úr Vestmannaeyjum. Vélstjóri var bróðir hans, Gísli Guðjónsson. Móðir þeirra, Halla Guðmundsdóttir, hafði þá misst fjóra syni sína í sjóinn. Hásetar á " Víði" voru Jón Markússon úr Eyjum. Jón Árni Bjarnason frá Tjörn á Eyrarbakka og Hallur Þorleifsson frá Eyrarbakka.
Ægir 1938. Mynd frá höfninni í Vestmannaeyjum.
21.06.2012 22:43
Ófarir "Ingu"
Á vetrarvertíð 1938 vildi það slys
til í lendingunni á Stokkseyri, að ólag reið á
bátinn "Ingu", er hún
var að fara
inn sundið, og lenti
það á stýrishúsinu og braut það og
tók út tvo menn, er
þar voru, og drukknuðu
þeir báðir. Mennirnir voru: Guðni Eyjólfsson frá Björgvin á
Stokkseyri, formaður bátsins, og vélamaðurinn Magnús Karlsson, báðir ungir menn og ókvæntir.
Fjórir bátar frá
Stokkseyri, sem áttu eftir að lenda, hættu við lendingu,er skipverjar sáu ófarir Ingu, og héldu til hafs. Bátar þessir náðu síðar heilir í höfn.
Heimild: Ægir 1938 Mynd/Stokkseyrarbryggja: Sjómannadagsblaðið 1982
19.06.2012 22:47
Þorlákshöfn, aldargömul veiðistöð
Staðurinn er kenndur við Þorlák
helga biskup Þórhallsonar í Skálholti en áður hafði þessi staður verið nefndur Elliðahöfn.
Þrautalending Eyrbekkinga, Stokkseyringa og Loftstaðarmanna var fyrrum í
Þorlákshöfn þegar hafnir lokuðust vegna brims. Lefolii verslun hafði þar einnig
einhverja aðstöðu fyrr á tímum. Einhver útvegur hefur verið frá Þorlákshöfn í
gegn um aldirnar [sbr. 1706 Skipstapi frá Elliðahöfn með 13 mönnum.] en regluleg
útgerð þaðan hófst þegar Jón Árnason kaupmaður og útvegsmaður hóf búskap í
Þorlákshöfn árið 1862 og keypti jörðina sama ár, fyrir 500 kr. Jón
Árnason andaðist í nóvember 1912 og bjó þar
stórbúi til dauðadags, og
ekkja hans til fardaga árið 1914;
Jón Árnason seldi Þorleifi
Guðmundssyni frá Háeyri á Eyrarbakka, jörðina árið 1910, fyrir 32 þúsund
kr. Árið 1913, seldi Þorleifur "Hlutafélaginu Þorlákshöfn" jörðina, en "bjó" þar frá
fardögum 1914, til fardaga 1928. Þá
voru orðnir eigendur Þorlákshafnar, þeir Magnús
Sigurðsson bankastjóri, Halldór
Þorsteinsson skipstj. o. fl. en eftir 1928, hafði maður nefndur Guðmundur Jónsson búið
þar, en þegar talað er um ábúð jarðarinnar frá 1911, er aðeins átt við grasnyt hennar, því frá þvi ári, nutu eigendur þess arðs,
er hún gaf af sér, sem fiskiver. Verstöðin fór þá smám saman að draga til sín
fólk frá Eyrarbakka, Stokkseyri, Ölfusi og vestan úr Selvogi sem hafði þar
viðveru í sjóbúðum um vertíðarnar.
Þegar Þorleifur Guðmundsson keypti
jörðina, munu hafa róið þaðan 14 áraskip, 10 og 12 róin, en róðraskipin urðu flest árið 1916 eða 29 skip,
en úr því fór þeim
smá fækkandi, þar til ekki var
orðinn eftir nema 1 bátur sem
gekk þaðan til fiskveiða. Það var síðan
eftir að Kaupfélag Árnesinga keypti jörðina 1937 að útgerð fór aftur vaxandi
frá Þorlákshöfn en fólksfjölgun og þorpsmyndun fór þó hægt af stað. [1951 voru
14 manns með lögheimili í Þorlákshöfn] Trillubátaútgerð hófst þar fyrst
árið 1928 og úr því var farið að gera
lendingarbætur, fyrir rikisfé, með tillagi frá Arnessýslu.
Árið 1912, voru helstu formenn í
Þorlákshöfn, þeir Guðfinnur Þórarinsson, frá Eyri á Eyrarbakka, bræðurnir Páll
Grímsson, og Bjarni Grímsson frá Óseyrarnesi, síðar fiskimatsmaður i Reykjavik.
Fyrir höfnina var á sínum tíma hlaðinn mikill sjógarður sem Jón Árnason lét hlaða um 1880, stóð Ásbjörn Ásbjörnsson frá
Brennu á Eyrarbakka fyrir hleðslunni. Hann var afarmenni að burðum og
hleðslumaður ágætur. Garðurinn var hlaðinn á mörgum árum, aðallega í landlegum á vertiðum.
Vorið 1919, sendi verkfræðingur N.P. Kirk, (f. 7.5.1882 d.
16.10.1919) fullkomna áætlun um hafnargerð í Þorlákshöfn, til stjórnarráðs
íslands, og var þar gert ráð fyrir 2 hafnargörðum, 850 og 500 metra löngum og 250 metra langri bryggju með bryggjuhaus. Í
athugasemdum sínum frá 1919,
kemst Kirk, verkfræðingur svo að orði: "Hversu
nauðsynlegt sé að hafa stór steypubjörg garðinum til verndar, sést vel af því, að á ferð
minni þar, mældi ég tvo steina; var annar 9 smálestir að þyngd,
en hinn 40 smálestir, og hafði brimið kastað
hinum fyrnefnda 25 metra og lyft honum 3 metra, en hinum hafði það kastað 15 metra og lyft honum 1,25 metra. Sýnir þetta best afl sjávarins, á þessum stað". Síðar var byggð
góð höfn í Þorlákshöfn og voru hugmyndir Kirks trúlega hafðar að leiðarljósi.
Vorið 1933 hófst vinna við steinsteypta bryggju og henni
haldið áfram næstu sumur og var
sú bryggja 74 m löng þegar gerð hennar lauk. Sumarið 1935, var steyptur
brimvarnargarður, sunnanverðu
við Norðurvör og við hann bætt nokkrum
metrum, 1936. Var sá garður 92 m. langur. Til að hlífa landi móti austri fyrir sjávargangi, var fyrrum hlaðinn öflugur sjógarður úr stórgrýti sem áður er getið. Hann var um
150 metrar á lengd, fláði
hann inn lítið eitt (c. 20°) og þótti
mikið mannvirki, hlaðinn á þeim
tímum, þegar aðeins var um að
ræða handaflið eitt. Samtímis og
byrjað var á bryggjunni var farið að
endurbæta sjógarðinn, þar sem
hann var genginn úr skorðum og sementslag steypt utan á,
þannig, að á c. 50 metrum var hann sléttur sem fjöl, á 3 m. hárri hleðslunni sem enn
stóð óhögguð. Árið 1949 var hlutafélagið Meitillinn H/F stofnaður og óx þá
hagur Þorlákshafnar jafnt og þétt.
17.06.2012 01:35
Áhöfnin á Kútter Nolsoy
Tvær Færeyskar skútur, sem voru að veiðum hér við land, fórust
í stormi 7. mars 1934 með samtals 43 mönnum. Voru það skúturnar "Neptun" frá
Vestmanhavn og " Nolsoy" frá Þórshöfn og var talið að þær hafi rekist saman. Þann 31. maí það ár rak lík hjá Stóra-Hrauni
á Eyrarbakka og var talið að það hafi verið af matsveininum á kútter "Nolsoy". Likið var óþekkjanlegt
er það fannst, en trúlofunarhringur, sem
af tilviljun hafði tollað á fingri
hins látna, var
sendur til Færeyja og þektist. Hin látni hét Bernhard Henriksen og var
frá Sandvági í Færeyjum. Hinn 21. maí 1936 kom minnisvarði með m/s. "Dronning
Alexandrine", sem Færeyingar sendu og láta átti á leiði hans, en líkið var jarðsett i
Eyrarbakkakirkjugarði og var vandað til
jarðarfararinnar eins og kostur var á. Með "Nolsoy" fórust alls 20 menn,
bræður margir og feðgar, og eru nöfn
þeirra allra rituð á steininn, og eftirfarandi erindi á
undirstöðu hans:
Mugu enn við sorg vit
siga
kærum vinum her farval.
Góðandagin gleðiliga
tó í himli ljóða skal.
Auk Færeyinga, átti þáverandi
sendiherra Dana, Fontenay og consul Jens
Zimsen, sinn þátt í að minnismerkinu yrði
hingað komið, og annaði Zimsen bæði flutning austur og sá
um, að því var komið fyrir á gröf
Bernhards Henriksens og var gengið frá því í Eyrarbakkakirkjugarði þann 3. júní 1936.
Auk Bernhards fórust með kútter Nolsoy: J. Henriksen, H.D. Hansen,
V. Hansen, E. Hansen, M.Hansen, A. Danberg, J. Olsen, M. Petersen, P. Poulsen,
J.P. Petersen, M. Johansen, H. Leidesgaard, U.A. Johansen, M. Poulsen, J.G.
Petersen, O.J. Jakopsen.
Heimild: Morgunbl.138 tbl 1934. Brot úr sögu Mykinesar http://heima.olivant.fo/~mykines/mykkrofo.htm Ægir 1936. Gömul færeysk skip: http://www.gomul-skip.dk/56256461?i=46539116
15.06.2012 22:12
Búðarstígur
06.06.2012 00:05
"Terpsichore"
Eftir þetta hélt Guðmundur áfram
verslun í Vík og mun það hafa flýtt fyrir, að reglulegar samgöngur þangað sjóleiðis komust á.
En það var M/s "Skaftfellingur", sem
um langt skeið, hélt uppi strandferðum á áðurnefndu svæði, og greiddi
úr örðugleikum sýslubúa til viðskipta sem og önnur vöruflutningaskip, á þessum
tímum sem vegsamgöngur voru engar.
Heimild:
Guðmundur Ísleifsson, Ægir 1934
04.06.2012 21:31
Skipað á land á 8 dögum
Í vikunni fyrir hvítasunnu
1934 láu tvö skip hér á Eyrarbakka, sem flutt höfðu hingað vörur.
Var annað skonnortan "Pax", sem flutti
inn timbur og lá á sundinu. Hitt
var eimskipið "Eros", sem fermt var
matvælum og sementi og lá það fyrir utan brimgarðinn ( skerin).
Kaupfélagsstjóri var þá Egill
Thorarensen í Sigtúni og veitti hann
vörum þessum móttöku fyrir kaupfélag
Árnesinga.
Á átta dögum var
skipað á land úr "Eros", um 1100
tonnum, og úr "Pax", 80 standard (búntum) af timbri, og
auk þess 10 tonn af öðrum varningi. Þóttu þetta mikil afköst, en þó
ekki met á Eyrarbakka.
Heimild: Ægir 1934
01.06.2012 22:35
Tíðarfarið í maí 2012
Maímánuður var fremur svalur hér við SV-ströndina framanaf og oft næturfrost sem var
mest -7,4°C þann 10. Mánuðurinn var í þurrasta lagi og engin teljandi úrkoma,
nema lítilsháttar þann 12. Allhvast var þann 14. en annars yfirleitt stinningsgola
fyrrihluta mánaðarins og gola síðari hlutann. Heldur hlýnaði þann 21. þegar
hitinn fór yfir 17 stig, en næstu dagana var heldur svalara. Síðustu 3 dagarnir
voru þó álíka hlýir. Loftvog stóð jafnan fremur hátt allan mánuðinn, 1000 til
1025 mb.
Heimild: Veðurklúbburinn Andvari
- 1