Category: Viðburðir

27.06.2021 22:43

Leiklistin á Bakkanum

Fyrsta leiksýningin sem sem sett var upp á Eyrarbakka svo vitað sé var 'Narfi' árið 1880 - 1881 eftir Sigurð Pétursson frá árinu1799. -Narfi er í þremur þáttum og segir frá uppskafningnum Narfa, sem kemur á heimili Guttorms lögréttumanns undir fölsku flaggi, talar brogaða dönsku og reynir að ganga í augun á dóttur lögréttumannsins en þarf að lúta í lægra haldi fyrir Nikulási vinnumanni, sem nær ástum stúlkunnar. - Síðan voru oft settir upp sjónleikir, einkum eftir Bjarna Pálsson allt fram til 1898. Leikfélag Eyrarbakka hið eldra starfaði a.m.k. til ársins 1910 en það setti upp tvo sjónleiki þann vetur "Nábúarnir" og "Vinkonu áhyggjur".

Leikfélag Eyrarbakka hið yngra var stofnað 1943 en undanfari þess var þegar leikhópur félaga í ungmennafélaginu og verkamannafélaginu Bárunni hófu að æfa leikritið 'Ævintýri á Gönguför'  eftir leikritaskáldið Jens Christian Hostrup. - Það var vorið 1844 þegar Hostrup var orðinn húskennari hjá Justitsraad M. B. Nyegaard í Kokkedal nálægt Rungsted og í glæsilegu umhverfi þessa Norður-Sjálands landslags þegar hann fékk hugmyndina að dönsku sumarleikriti sínu "Ævintýri á gönguför". - Leikfélag Eyrarbakka  sýndi allmörg leiritið næstu árin og var 'Fjalla Eyvindur ' og 'Maður og kona sívinsælt viðfangsefni á fjölunum í Fjölni.

Eftir 1970 mun ekkert leikfélag hafa starfað á Bakkanum.

Heimildir: Skírnir 1998 - Ólöf H þórðardóttir háskólaverkefni Wikipedia  ofl.

10.08.2015 23:05

Aldamótahátíðin í máli og myndum

Aldamótahátíðin var haldin um liðna helgi eins og lög gera ráð fyrir. Á sama tíma stóð sem hæst hátíðin "Sumar á Selfossi"í efri byggðum sveitarfélagsins. Veður var stilt og dálitill súldarvottur, en ágætlega hlítt. Hátíðin á Bakkanum hófst með flöggun og skrúðgöngu, sem Bakkabúar mættu í  öllu sínu aldamótapússi samkvæmt hefð innbyggja.  Í framfylkingu fór "Sölvi ÁR"  bátur Siggeirs Ingólfssonar, formanns hátíðarnefndar og var fleyið dregið af öflugum fjór-hjólhesti. Þá dró hin aldna Ferguson dráttarvél Gísla Nilsens, vagn hlaðinn manngripum undir hljómahafi Valgeirs Guðjónssonar tónlistarmanns. Þessi strolla endaði í kjötsúpusvalli miklu við Húsið.

 

Söfnin opnuðu upp á gátt, svo nútímamaðurinn fengi gáttaþef og nasasjón af fornum hefðum Bakkamanna. Á planinu við stað var lífið saltfiskur. Þar tóku þeir sig til Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason við upplýsingu upprennandi kynslóðar, hvernig menn báru sig að við saltfiskverkun á fiskveiðiöld Eyrbekkinga. Heyannir fóru fram á Vesturbúðarhól þar sem Bakkabændur tóku slægju með orf og ljá og bundu í sátu upp á gamla móðinn. Að kvöldi dags var haldin átveisla mikil með grilluðum grísum, kanínum og kjömmum.

 

Innandyrar voru uppi sölubásar og fyrsta myndavélasýning sinnar tegundar "Frá Instamatic til Instagram" sem mörgum þótti forvitnileg. Þá var hænsnfuglasýning í boði ERL sem endaði með hænsnbrúðkaupi útvaldra hænsnpara, en Valgeir stuðmaður, stuðaði parið saman.

Höfðu allir sem mættu hið mesta gaman af, enda allt til gamans gert. Í Versluninni "Bakkinn" var afgreiðslan með ofurhraða, enda mætt þar á bak við búðarborðið einginn annar en "Superwoman" í öllu sínu veldi. Og eins og venja er til á þessum degi mátti sjá stöku fornbíl bregða fyrir á rúntinum, þó ökumennirnir séu ekki lengur eins ungir og þeir sem óku rúntinn á gullöld amerísku drossíunnar.


Myndaseria:

21.06.2015 17:07

Jónsmessuhátíðin, miðsumarhátíð Eyrbekkinga

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka, sú 16. í röðinni var haldinn á laugardaginn. Hefur að mestu sami hópur staðið að hátíðinni allt frá upphafi. Dagskráin var fjölbreytt að vanda og fór fram víða í þorpinu, sem var allt skreytt í bak og fyrir, hvert hverfi með sínum lit. Stemmingin náði hámarki við Jónsmessubálið í blíðskaparveðri, eins og verið hefur alla tíð frá þeirri stund sem bálið er tendrað. Bakkabandið hélt uppi miklu fjöri og spilaði fjölmörg kunn alþýðulög auk þess sem frumflutt var nýtt "Eyrarbakkalag" þeirra félaga. Hátíðinni lauk síðan með stórdansleik í gamla Frystihúsinu. Hátíðin fór vel fram í alla staði og aðsókn góð.


09.08.2014 20:10

Verðlaunagarður

Garðurinn að Hlíðskjálf Eyrarbakka fékk Umhvefisverðlaun sem fegursti garðurinn í Árborg.  Framkvæmdastjóri Árborgar Ásta Stefánsdóttir afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn sem fram fór í stóra tjaldinu á hátíðinni "Sumar á Selfossi" í dag. Garðurinn var opnaður almenningi til sýnis, en þar var einig keramiksýning í tilefni Aldamótahátíðar á Eyrarbakka sem fram fór sama dag. Listakonan Ása Lísbet afhjúpaði leirskúlptúrinn "Fjörulalla" sem þykir hafa nokkuð erotíska tilvitnun. Blíðu veður var á Bakkanum, og mikill fjöldi fólks sótti garðinn heim sem og aðra viðburði Aldamótahátíðarinnar. Haft var á orði að þessi garður væri best varðveitta leyndarmál á Eyrarbakka og e.t.v. einn af leyndardómum Suðurlands. Eigendur Garðsins eru Ása Lísbet Björgvinsdóttir  sem hér er á myndinni og Óðinn Andersen.

Hluti garðsins við Hlíðskjálf.

Skúlptúrverkið "Fjörulalli".

22.06.2014 11:49

Jónsmessuhátíðin 2014

15. Jónsmessuhátíðin var haldin á Eyrarbakka um helgina og margt um manninn á förnum vegi. Hér er brúðubíllinn kominn til að skemta yngstu kynslóðinni.

Bakkamenn sóttir heim á pallinn. Viðburðir ýmiskonar voru víða um þorpið. Hér spilar Valgeir stuðmaður yfir borðum hjá Vígfúsi, jarli af Gónhól sem bauð gestum og gangandi upp á fískisúpu.

Framkvæmdir hafa staðið yfir á lóð Gamla-bakarísins um hríð og var þessi glæsilega lóð almenningi til sýnis.

Söfnin voru opin og makverðir hlutir gamla tímans til sýnis, eins og t.d. hér í Beituskúrnum. Það var sagt að þegar beitustrákarnir komu af dansleik var farið beint í beituvinnuna svo sjómennirnir kæmust til sjós í bítið. Þá var oft lítið sofið.

Á Garðstúninu var farið í "Kíló". Austurbekkingar á móti Vesturbekkingum. Sagt var að leikar hafi endað með jafntefli.

Múgur og margmenni var mætt í fjöruna að kveldi dags undir ræðuhöldum og stuðtónlist.

Í lokinn var kveikt í bálkestinum, en fólk hélt áfram að skemta sér í góða veðrinu fram eftir nóttu,  hvort heldur í "Frystihúsinu" eða Rauðahúsinu.

16.09.2013 23:43

Umsáturs ástand

Það má heita að Vesturbakkinn sé undir hernámi þessa daganna. Þó ekki eginlegum her, heldur afturgöngum úr síðari heimstyrjöld sem hafa tekið sér hér bólfestu og berjast nú á banaspjótum við ýmsa uppvakninga. Hin borgaralega lögregla reynir að stemma stigu við þessum óvættum, en fær litlu áorkað, því draugarnir hafa tekið skriðdreka frá sjóminjasafninu trausta taki og valta hér yfir lögguna. Þá er vonandi að þessi draugagangur verði ekki til þess að vekja upp Móra og aðra illvíga drauga. Íbúar götunnar eiga stundum erfitt með að komast leiðar sinnar sökum reimleikanna en njóta þess í stað einhverrar skemtunar af þessu óvenjulega draugastríði.

16.08.2013 01:13

Þar sem vegurinn endar

Bakkinn í svipmyndum. Snoturt myndband af húsum fólki og fénaði. Ath. að það getur tekið a.m.k. 2 mínútur að hlaða bandinu niður, en það er alveg þess virði.

.


Horfa á myndband: smellið á auða boxið til vinstri.

22.06.2013 23:55

15.Jónsmessuhátiðin

Jónsmessuhátíðin var haldin í 15. sinn á Bakkanum í dag og var þar margt um manninn í blíðskapar veðri. Hátiðin hófst kl 9 með flöggun að venju, en síðan tók við samfelld dagskrá til kvölds. Uppákomur voru í Byggðasafni Árnesinga, skottsölur, handverksmarkaðir, skemtanir, leikir og söguganga svo dæmi sé tekið. Þá kom út bókin "Saga bátanna" á Bakkanum sem Vigfús Markússon gefur út, en þar er rakin saga þeirra og afdrif. Hátíðinni lauk svo formlega með hinni víðfrægu "Jónsmessubrennu" í fjörunni.

14.08.2011 10:50

Hrói og Dröfn gefin saman


Fjöldi fólks var viðstatt brúðkaup aldarinnar á Eyrarbakka, þegar gefin voru saman fegursti haninn og fegursta hænan.
Ragnar dúfna og hænsnabóndi að Brandshúsum tilkynnir lýðnum hvaða hani og hæna urðu hlutskörpust í fegurðarsamkeppninni. Greidd voru 1.164 gild atkvæði.










Hlutskörpust urðu haninn "Hrói" og hænan "Dröfn". Eigandi fuglanna er Erna Gísladóttir, en hún heldur hér á "Dröfn" t.v. en Ólöf Helga Haraldsdóttir heldur á brúðgumanum.

Það var svo Hreppstjórinn sjálfur sem gaf púturnar saman í borgaralegt hænsnaband við hátíðlega athöfn en Byggðarhornssystrabandið sá um undirspil og söng.

Sláttukeppni fór fram við Íshúsið þar sem Eyrbekkskir sláttumenn öttu kappi með orf og ljá. Keppnina sigraði Emil Ingi Haraldsson.

13.08.2011 12:33

Fjölmenni í skrúðgöngu


Gríðarlegur fjöldi fólks tók þátt í skrúðgöngunni í morgun, en nú stendur sem hæst hin árlega Aldamótahátíð og mikið um að vera á Bakkanum, enda dagskráin full af fornlegum uppákomum.

Hreppstjórinn á Eyrarbakka Siggeir Ingólfsson og frú Anna Árnadóttir í Gónhól prúðbúinn á ferð.

Kaupmaðurinn búinn að opna Laugabúð, þar mun vera höndlað með ýmsan eftirsóttan varning alla helgina. 

Eyrbesk börn, sem og fullorðnir eru klædd samkvæmt nýjustu tísku hér á ströndinni.








Sr. Sveinn blessaði lýðinn á Kaupmannstúninu, en síðan var boðið upp á ljúfenga kjötsúpu.

Í gamladaga voru margar turndúfur á Bakkanum, en þessi stúlka mun sjá um að sleppa þessum turtildúfum frá gallery Gónhól síðdegis í dag, en þar mun einnig verða brúðkaup aldarinnar þegar gefin verða saman fegursta hænan og fegursti haninn. Í Gónhól stendur nú yfir fegurðarsamkeppni hænsnfugla og er fólk hvatt til að leggja til sitt fegurðarmat á þessari dýrasamkomu.

25.06.2011 13:14

Margt um manninn á Jónsmessu

Skoppa og Skrýtla halda uppi fjörinu við Sjóminjasafnið.
Fjöldi fólks sækir Bakkann heim á Jónsmessuhátíðinni sem nú er hafin og allavega furðuleg skraut prýða bæinn um þessa helgi. Dagskráin er þétt setin og hvern viðburðinn rekur annan fram á kvöld þar sem henni lýkur með glæstri brennu í fjöruborðinu.
Hér er á myndinni að ofan er fjölskyldustemming með skoppu og skrýtlu.
Gula hverfið
Í bláa hverfinu


01.01.2011 20:41

Nýtt ár gengið í garð

Gamlársbrenna 2010
Gamlársbrenna var haldin á Eyrarbakka eins og venja er til, þó sú skemtan sé ekki lengur í boði barna og unglinga, eins og tíðkaðist á seinustu öld. Nú eru það bæjarstarfsmenn sem sjá um það fyrirtæki. Nokkur fjöldi fólks horfði á bálið brenna burt anda ársins 2010.
Nú er árið liðið í aldana skaut
Úr lúðri kom lagið "Nú er árið liðið í aldanna skaut" en söngurinn var mun daufari en síðast. Kanski var það bara vindurinn sem bar í burtu fagrar söngraddir út í svörtuloftin, eða kanski að árið hafi varla verið þess vert að hljóta glaðlegar kveðjur okkar mannanna.
Flugeldaskothríð var líkt því eins og um síðustu áramót, en oft hefur þó meira púður verið sprengt á Bakkanum en þessi árin.
Vonum að nýja árið verði betra
Það verður örugglega margt skrifað í sandinn á nýja árinu, þó ekki ekki sé brimið alla daga, þá er ýmislegt ósagt enn á þessum síðum og mun gamalli tíð verða minst sem fyrr og sjálfsagt mun verða haft auga með veðri og vindum og öðru því sem reka kann á fjörurnar.

25.10.2010 14:04

Til hamingju með daginn konur


Brimið á Bakkanum óskar öllum Árborgarkonum til hamingju með kvennafrídaginn. Líka þeim sem ekki fá frí.
 

15.08.2010 23:00

Fjölmargir sóttu Bakkan heim

Margir mættu á gúmmískómFjöldi fólks var á Aldamótahátíðinni á Eyrarbakka, einkum á laugardeginum, en þá var veður skaplegt. Margir viðburðir voru á dagskrá sem hófst með skrúðgöngu frá barnaskólanum. Á Gónhól var slegið upp hlöðuballi fyrir fullu húsi þar sem Klaufarnir héldu uppi fjörinu. Dagskránni var fram haldið í dag, en mikil rigning setti mark sitt á hátíðarhöldin. Um hádegi var úrkomumagnið 4,5 mm á klukkustund í austan strekkingi. Hátíðinni lauk svo í kvöld með flugeldasýningu sem björgunarsveitin stóð fyrir við Gónhól.


Today's page views: 782
Today's unique visitors: 64
Yesterday's page views: 2159
Yesterday's unique visitors: 262
Total page views: 263231
Total unique visitors: 33953
Updated numbers: 22.11.2024 09:16:26