Category: Póstur

03.10.2021 22:37

Frá Sunnanpóstinum

https://sunnanpost.blogspot.com/2021/10/fornleifaupgroftur-vesturbuarhol.html

08.03.2014 15:05

Línumenn af Bakkanum

Eyrbekkingar voru áberandi liðsmenn Rafmagnsveitu Ríkisins á upphafsárum rafvæðingarinnar. Hér eru frá vinstri Lárus Jóhannsson, Guðjón Pálsson í Steinsbæ, og Hannes Hannesson Litlu-Háeyri, allir frá Eyrarbakka.


Hannes Hannesson frá Eyrarbakka stendur upp á slá  hornstauravirkis í línunni frá Laxárvirkjun að Akureyri. Myndin tekin sumarið 1953. Það var samkeppni meðal línumanna hver væri svalastur í svona glæfraskap. 

Hannes Hannesson fæddist á Litlu-Háeyri á Eyrarbakka 1930 og starfaði hann  á skrifstofu Rarík til 1967.

 

Heimild: Afmælisbók Rarik, Hilmar Þór Hilmarsson

18.05.2009 00:25

Eyrarbakki í sumarfötin

Eyrarbakki í sumarfötin. Mynd: AÁEyrarbakki var klæddur í sumarfötin í blíðskaparveðri á laugardaginn  16.maí. Íbúar og velunnarar þorpsins mættu við Gónhól kl. 10 þar sem  Barnaskólinn, Björgunarsveitin og Kvenfélagið skipulögðu aðgerðir.  Sjálfboðaliðar hreinsuðu fjöruna, vegkanta, garða og torg allan daginn  og hittust svo aftur við Gónhól kl. 16.00 þar sem var sameiginleg  grillveisla í boði Vesturbúðar og Gónhóls á Eyrarbakka, Hp  flatkökubaksturs á Selfossi, Kjöríss í Hveragerði Vífilfells og  Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.
 Aðstandendur framtaksins og þátttakendur skiluðu okkur snyrtilegu þorpi og glöðum einstaklingum eftir vel unnið dagsverk.

06.06.2008 09:19

Himnaríki og Helvíti

Fékk þessa mynd senda frá vini í Hveragerði sem lýsir á nokkuð táknrænan hátt atburðunum á Suðurlandi í liðinni viku. Þar eins og annarstaðar fóru eigur manna til helvítis í stóraskjálftanum á þessum ágæta stað sem heimamenn vilja gjarnan líkja við himnaríki. En þar er líka sagt að afar stutt sé frá Hveragerði til Heljar. 












09.05.2008 10:42

Á strandstað.


Fjalar ÁR 22 á Strandstað við höfnina í febrúar 1969 ,vélin drap á sér því fór sem fór. Engan mann sakaði. Fjalar var 49 tonna eikarbátur smíðaður í Svíþjóð 1955
Mynd: Ólafur Ragnarsson.

07.06.2007 12:43

Íslenski vindpokinn.


Það er eitt og annað sem Brimið fær í pósti, þessi mynd segir allt sem segja þarf um veðrið á Suðurlandi undanfarna daga. Horfunar framundan eru þó hægari vindur og minkandi brim en áfram súld eða skúrir og hiti breytist lítið. Á sunnudag eða einkum mánudag má þó búst við breytingum og bjartara veðri um stundarsakir.

Einu sinni var Bakkaveðrið þennan dag árið:
1997  Hvöss NNA og hitastig - 1 til 6°C og snjófukt um nónbil.
1987 Vestan gola og hiti 4 til 14°C og sól öðru hvoru.
1977 NNA kaldi og hiti 1 til 10°C
1967 NNA kaldi og 7 til 8°C
En í dag var sunnanátt 4-5 m/s og 9 til 12°C

21.05.2007 21:28

P.Nielsen brimverji no.1

Peter Nielsen veðurathugunarmaður (1880 til 1911) og faktor á Eyrarbakka athugaði sjólag flest árin þrisvar á dag (kl 8, 14 og 21 (9,15 og 22 skv. okkar tíma). Hann skipti sjólagi sem hann kallaði (brænding = brim) í 7 flokka 0 - 6 á eftirfarandi hátt

Styrkur 0 : Alsléttur sjór, þá sést ekkert brim á skerjunum.

Styrkur 1 : Rólegur sjór. Brimar á skerjum á stöku stað

Styrkur 2 : Brýtur fyrir öllum skerjum, en ekki á Sundinu.

Styrkur 3 : Brot alstaðar, einnig á mestum hluta Sundsins; þó getur það yfirleitt heppnast fyrir opna fiskibáta að stinga sér yfir brimið, með því að sæta lagi.

Styrkur 4 : Óbrotið brim yfir öllu. Inn og útsigling varasöm, Að öllu hættuleg fyrir opna báta og minni mótorbáta.

Styrkur 5 : Voldugt brim; Sjórinn brýtur við sjóvarnargarða.

Styrkur 6 : Voldugasta brim. Sjórinn gengur yfir sjóvarnargarða og langt upp á land.

Við brimstyrk 0, 1 og 2 geta róðrabátar og hæfilega djúpristir mótor og gufubátar yfirleitt siglt út og inn sundið með hliðsjón af sjávarföllum og siglingamerkjum.

Við brimstyrk 3 geta hæfilega stórir gufu og mótorbátar siglt út og inn 1-2 tímum fyrir og eftir háflóð.

Við brimstyrk 4, 5 og 6 er inn og útsigling ekki örugg fyrir farkost af nokkru tæji.


Þýtt úr dönsku.- Dönsk heimild Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Hér er síðan samantekt fyrir hvert ár (árin sem vantar var Nielsen utanlands):

Fjöldi daga á ári (einhverjar athuganir vantar eða brotum er sleppt):

ár

B0

B1

B2

B3

B4

B5

B6

alls

1881

86

78

69

93

29

10

0,33

365

1882

104

55

73

83

43

7

0,00

365

1883

99

55

67

80

47

7

1,67

355

1884

90

51

69

120

30

4

2,00

364

1885

107

81

69

89

14

3

0,00

363

1886

109

70

73

94

16

3

0,00

365

1887

103

61

64

101

31

4

0,33

364

1888

137

48

70

72

36

2

0,67

365

1889

113

66

70

75

35

6

0,00

365

1890

92

61

75

83

46

8

0,00

365

1891

118

57

67

67

50

7

0,00

366

1892

136

76

60

67

24

3

0,00

366

1893

 

 

 

 

 

 

 

 

1894

 

 

 

 

 

 

 

 

1895

117

58

59

105

21

4

0,00

364

1896

87

50

73

127

26

3

0,67

366


Nýtt Brim þakkar Trausta Jónssyni fyrir þessar áhugaverðu og fróðlegu upplýsingar.

23.03.2007 10:15

Nú er hann á sunnan

Fékk þessa skemtilegu veðurvísu um storminn stríða sem gekk yfir í nótt sem leið, en þá mældi veðurathugunarmaðurinn á Eyrarbakka 21 m/s um miðnættið.


Svefnsamt varla verður þér
vindar þjóta um grund og sker
brim mun æða
öldur flæða
uns til norðurs áttin fer.

Ingi Heiðmar Jónsson Meira

Annars á hann að hvessa lítilega aftur af sunnan á Laugardaginn með rigningu, en á sunnudag verður komið hið besta brimskoðunarveður með 6-7 metra háum öldum.

  • 1
Today's page views: 647
Today's unique visitors: 61
Yesterday's page views: 2159
Yesterday's unique visitors: 262
Total page views: 263096
Total unique visitors: 33950
Updated numbers: 22.11.2024 08:55:17