Blog records: 2006 N/A Blog|Month_4

25.04.2006 18:35

Skipulagsstofnun leggst gegn frekari námuvinslu!

Ingólfsfjall

Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt vegan efnistöku úr Ingólfsfjalli. Þar kemur fram það mat að sjónræn áhrif og áhrif á landslag verði mikil, neikvæð, varanleg og óafturkræf. Einnig kemur fram að fyrirhuguð framkvæmd hafi mikil, jákvæð áhrif á efnahag og samfélag og töluvert jákvæð áhrif á umferð (?). Skipulagsstofnun tekur undir ofangreint mat framkvæmdaraðila hvaða varðar sjónræn áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar og áhrif hennar á landslag. Um verður að ræða ásýndarbreytingar á Ingólfsfjalli vegna óafturkræfar skerðingar klettabrúnar fjallsins á um 400 m löngum kafla og lækkun hennar um 80 m auk röskunar og breytinga á yfirbragði klettabeltisins vegna tilfærslu efnis niður tvær rásir. Þessi áhrif munu auka enn á og magna ennfrekar upp neikvæð sjónræn áhrif núverandi efnistökustaðar. Þá þarf að hafa í huga að sjónræn áhrif fyrirhugaðrar efnistöku munu ná til fjölda fólks, þar sem svæðið er í næsta nágrenni við þéttbýlisstaðinn Selfoss og fjölfarinn þjóðveg. Auk þess sem er um að ræða fjall sem er jarðmyndun að þeirri gerð að talið er forgangsmál, samkvæmt stefnumörkun stjórnvalda um sjálfbæra þróun, að vernda.

 

-Nú er bara að bíða og vona að Sveitarfélagið Ölfus sjái til þess að ásýnd fjallsinns verði varanlega borgið!

Álit Skipulagsstofnunar í heild

Skipulagsstofnun

24.04.2006 15:43

20 ár frá kjarnorkuslysinu í Tjernobyl

Þess er nú minst að 20 ár eru liðin frá hinu hörmulega kjarnorkuslysi í Chernobyl í Úkrainu. Hinn 26. apríl 1986 átti sér stað hræðilegasta kjarnorkuslys sögunnar í borginni Chernobyl í Úkrainu. Um 135 þúsund manns urðu að yfirgefa heimili sín í skyndi. Margir dóu úr sjúkdómum af völdum geislavirkni, einkum krabbameini í skjaldkyrtli og fjöldi barna fæddust vansköpuð í námunda við þessa borg dauðans. Geislavirkt úrfelli dreifðist víða um Evrópu og Norðurlönd og mengaði jarðveg vötn og ár. Í Póllandi mældist til að mynda 500 sinnum meiri geislun en venjulega skömmu eftir slysið. (Verði maður fyrir 100 faldri geislun í eitt ár leiðir það til krabbameins.1000 föld geislun í stutta stund er banvæn) Talið er að Chernobyl verði þögul draugaborg næstu 48000 ár, en það er sá tími sem tekur geislunina að brotna niður í náttúrulega geislun. Chernobylverið framleiddi u.þ.b. 28,5 milljarða kílówattstunda á ári, en í því varð sprenging þegar verið var að gera tilraunir með nýjan búnað. Ekki tókst að kæla kjarnan niður og tók hann að bráðna með þessum hrikalegu afleiðingum og var eina ráðið að steypa yfir hann. Geislunin frá kjarnorkuverinu var 200 sinnum meiri en frá kjarnorkusprengjunni sem bandaríkjamenn vörpuðu á Hírósíma 1945

Þó kjarnorkuver séu fullkomnari og öruggari í dag, þá verður aldrei hægt að útiloka að stórslys sem þetta endurtaki sig einhvrntíman aftur, enda skiptir fjöldi kjarnorkuvera í notkun hátt fjórða hundrað og eru flest staðsett í Bandaríkjunum.

24.04.2006 12:53

Hver er maðurinn?

Hver er þessi ný útskrifaði stúdent? smellið á myndina til að finna svarið!

Smellið á myndina!

23.04.2006 20:37

15 sögur Sigurðar á prent!

Nú í byrjun maí má vænta að út komi afmælisrit Sögufélags Árnesinga, en þar munu nokkrar af sögum Sigurðar Andersen fyrv. símstöðvastjóra vera meðal efnis. Að undanförnu hef ég verið í samstarfi við Sögufélagið varðandi það efni sem Sigurður hafði safnað í gegnum tíðina og ákveðið hefur verið að birta um helming sagnanna eða m.ö.o. 15 sögur ásamt inngangi og ágrip úr ævi Sigurðar.

 

Allar sögurnar má finna á slóðinni  www.eyrbekkingur.blogspot.com   

20.04.2006 12:03

Gleðilegt Sumar!

Vorið er komið og grundirnar gróa! Vorfuglarnir,Lóan,Spóinn,Tjaldurinn og allir hinir flykkjast til landsinns og um gamla þorpið ómar fuglasöngur frá morgni til kvölds! Ekki er að sjá að spörfuglarnir séu haldnir flensu þessa dagana þó annað megi segja um efnahagskerfi landsinns sem virðist hafa fengið skæða inflúensu með mikilli verðbólgu og háum hita! Bensínverð rýkur upp og allt á leiðinni til Helvítis!

Ástæðan er sögð sú að menn óttist að litli ljóti kallinn í Hvítahúsinu hafi tekið nýtt æðiskast og vilji bomba kjarnorkusprengjum á klerkana í Íran! Menn vita sem víst að  litli ljóti kallinn sé til alls vís!

Gleðilegt Sumar!

17.04.2006 02:25

Nýtt albúm!

Teiknimyndir!!!!

Nú geta allir skoðað brot af því besta frá liðnum árum!

 

16.04.2006 10:51

Gleðilegan eggjadag!

 

Úr egginu kom þessi málsháttur " Einginn skal kenna  það öðrum sem  ekki kann sjálfur"
Í dag er dagur eggsinns,verði ykkur að góðu!

12.04.2006 21:46

Er sellóleikarinn að slá í gegn?

Athyglisverð skoðanakönnun leiðir í ljós súperfylgi sjálfstæðisflokks með 50,9% atkvæða! Veða skipulagsamálin Akkilesarahæll núverandi meirihluta?

Sjá Borgarafundur í Árborg

Nú er hafist handa við Búgarðabyggð rétt ofan við Eyrarbakka sem fengið hefur heitið Tjarnarbyggð! velti bara fyrir mér hvað skal kalla íbúana, kanski Tjarnbyggjar eða Tjarn verjar? eða jafnvel Tyrningar!

09.04.2006 12:14

Nýr skóli vænlegur kostur!

Á morgun mánudaginn 10 apríl verður opin kynningarfundur um framtíðarskipan húsnæðismála Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri (BES) haldinn að Stað á Eyrarbakka og hefst kl.18.

 

Meðal hugmynda sem komið hafa fram um húsnæðismál BES er að byggja upp skólana á báðum stöðum. Annar kostur hefur verið nefndur sem er að byggja nýjan skóla á milli þorpanna og tel ég þann kost mun vænlegri til framtíðar litið. Fyrst og fremst vegna þess að þá gefst tækifæri til að byggja heilstæðan skóla með nútíma þarfir nemenda og starfsfólks í huga og mikla möguleika til framtíðar uppbyggingar skólamála við ströndina.

 

Nýr skóli gæti risið þar sem bærinn Borg stóð áður og gæti verið ríkur þáttur í því að tengja bygðirnar saman og efla ströndina sem eina heild. Kosturinn við að byggja nýjan skóla er einnig sá að ekkert rask þarf að vera á skólastarfinu á meðan framkvæmdir eru við skólann sem óhjákvæmilegt væri ef saumað yrði við núverandi skólahúsnæði.

 

Félags og menningarmiðstöð.

 

Ef nýr skóli yrði byggður mætti nýta gömlu skólana sem félags og menningarmiðstöðvar. Þar gætu eldri borgarar fengið inni með sitt starf. Bókasöfnin gætu verið staðsett þar sem og þjónustuskrifstofa Árborgar. Það mætti setja upp heita potta og útilaug við húsnæðið á Eyrarbakka sem gæti orðið mikil liftistöng fyrir íbúana og ferðaþjónustu á svæðinu. Heilsugæslan gæti einnig verið staðsett þar enda mun heppilegri aðstaða en á núverandi stað.

 

Þegar á allt er litið tel ég að ný skólabygging myndi með þessu hætti efla bæði þorpin og um leið allt Árborgarsvæðið. Í of langan tíma hefur uppbygging sveitarfélagsinns einvörðungu miðast við byggðarkjarnann á Selfossi og því löngu orðið tímabært að horfa til uppbyggingar strandbyggðanna.

 

06.04.2006 16:26

Þetta helst!

Fljúgandi flensa!

Þá er hin hættulega fuglaflensa kominn til Skotlands en þrír svanir sem fundust dauðir í Fife og Glasgow reyndust vera með fuglaflensu ,sem sé hinn banvæna H5N1. Það er þá líklega bara dagaspusmál hvenar fuglaflensan berst til Íslands, ef hún er ekki þá þegar komin? Veiran smitast auðveldlega á milli fugla og getur borist í menn um munn nef og augu og er í flestum tilfellum banvæn!

 

Svo það er best fyrir ykkur sem haldið dúfur, páfagauka eða hænur að loka kvikindin inni strax í dag!  En allt um fuglaflensu  HÉR  

 

Námslok!

Las það í fréttum að búð sé að loka námuni í bæjarfjalli Árborgar og Ölfusinga Ingólfsfjalli J í bili að minnsta kosti. Mat á umhverfisáhrifum  Vonadi verður fjallsbrúninni hlíft til frabúðar.

 

Turnarnir falla!

Það var líka í fréttum að hætt sé við tvíburaturnanna sem reisa átti í Miðjunni á Selfossi. J sem sagt áfram Árborg og engar skýjaborgir! Í skreppiferð til Reykjavíkur frétti ég að Árborg er að auglýsa fyrir þeim höfuðborgarbúum atvinnulóðir til umsónar í Árborg. Velti fyrir mér hve margar af þeim væru á Eyrarbakka? Líklega engin!  www.arborg.is

05.04.2006 08:10

Nýr Magnús!

skarpur.is/myndir/www.magnustor.is

Hinn skeleggi bloggari Magnús þór Hafsteinsson með nýja síðu.

 www.vefurinn.is/magnusthor.is/

  • 1
Today's page views: 953
Today's unique visitors: 67
Yesterday's page views: 2159
Yesterday's unique visitors: 262
Total page views: 263402
Total unique visitors: 33956
Updated numbers: 22.11.2024 09:37:51