Blog records: 2021 N/A Blog|Month_6
27.06.2021 22:43
Leiklistin á Bakkanum
Leikfélag Eyrarbakka hið yngra var stofnað 1943 en undanfari þess var þegar leikhópur félaga í ungmennafélaginu og verkamannafélaginu Bárunni hófu að æfa leikritið 'Ævintýri á Gönguför' eftir leikritaskáldið Jens Christian Hostrup. - Það var vorið 1844 þegar Hostrup var orðinn húskennari hjá Justitsraad M. B. Nyegaard í Kokkedal nálægt Rungsted og í glæsilegu umhverfi þessa Norður-Sjálands landslags þegar hann fékk hugmyndina að dönsku sumarleikriti sínu "Ævintýri á gönguför". - Leikfélag Eyrarbakka sýndi allmörg leiritið næstu árin og var 'Fjalla Eyvindur ' og 'Maður og kona sívinsælt viðfangsefni á fjölunum í Fjölni.
Eftir 1970 mun ekkert leikfélag hafa starfað á Bakkanum.
Heimildir: Skírnir 1998 - Ólöf H þórðardóttir háskólaverkefni Wikipedia ofl.
12.06.2021 23:21
Dæmigerður smábóndi
01.06.2021 22:26
Landnámsmennirnir í Árborg
Hásteinn Atlason jarls hins mjóva af Gaulum og félagi Ingólfs Arnasonar og síðar óvinur, nam land á Stokkseyri, kom hann þar með liði sínu á tveim skipum. Bjó hann að Stjörnusteinum. Nam hann Breiðumýri alla milli Ölfusá (Ölvis?) eða Fyllarlækjar (sá lækur rann í núverandi Öfusárós, en eldri Ölfusárós var um miðja vegu á núverandi sandrifinu) og Rauðá (rann hún í Knarrarós?) og upp að Súluholti (súla, var hún landmerki ?)
- 1