01.01.2011 20:41

Nýtt ár gengið í garð

Gamlársbrenna 2010
Gamlársbrenna var haldin á Eyrarbakka eins og venja er til, þó sú skemtan sé ekki lengur í boði barna og unglinga, eins og tíðkaðist á seinustu öld. Nú eru það bæjarstarfsmenn sem sjá um það fyrirtæki. Nokkur fjöldi fólks horfði á bálið brenna burt anda ársins 2010.
Nú er árið liðið í aldana skaut
Úr lúðri kom lagið "Nú er árið liðið í aldanna skaut" en söngurinn var mun daufari en síðast. Kanski var það bara vindurinn sem bar í burtu fagrar söngraddir út í svörtuloftin, eða kanski að árið hafi varla verið þess vert að hljóta glaðlegar kveðjur okkar mannanna.
Flugeldaskothríð var líkt því eins og um síðustu áramót, en oft hefur þó meira púður verið sprengt á Bakkanum en þessi árin.
Vonum að nýja árið verði betra
Það verður örugglega margt skrifað í sandinn á nýja árinu, þó ekki ekki sé brimið alla daga, þá er ýmislegt ósagt enn á þessum síðum og mun gamalli tíð verða minst sem fyrr og sjálfsagt mun verða haft auga með veðri og vindum og öðru því sem reka kann á fjörurnar.
Flettingar í dag: 729
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 530
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 155746
Samtals gestir: 18372
Tölur uppfærðar: 9.6.2023 23:44:35