Blog records: 2021 N/A Blog|Month_1

03.01.2021 22:28

Skipakomur 1884 - 1885


Árið 1884 komu 12 kaupskip til Eyrarbakka.
6 skip frá danmörku. 5 frá bretlandi og 1 frá noregi.
Á árinu 1885 komu 13 kaupskip.
Til Lefolii-verslunar 7 skip. Til Einars borgara komu 4 og 2 til Muus kaupmanns.
Aðallega var flutt inn korn, kaffi, timbur, tjara, sement og járnvara. En einnig ýmsar bænda og heimilisvörur. Út var flutt ull og gærur, skreið og saltfiskur tólg, kjöt og lax. Eitthvað var líka um hrossaútfluttninga á þessum árum sem og áður fyrr, til brúkunar í enskum kolanámum.

01.01.2021 22:03

Jarðakaupin


Stefna Eyarbakkahrepps í jarðakaupamálum hófust upp úr aldamótunum 1900. Fyrst voru keyptar jarðir í Sandvíkurhreppi, Flóagaflstorfan sem voru 1/10 hluti úr Sandvíkurhreppi og voru jarðirnar að fullu eign Eyarbakkahrepps 1. janúar 1947. Síðan voru keyptar jarðirnar Óseyrarnes og Gamla-Hraun. Árið 1959 voru svo keyptar jarðirnar sem þorpið stendur á. Einarshöfn, Skúmstaðir og Stóra-Háeyri með öllum hjáleigum. Eigendur þessara jarða voru verslunin Lefolii, Þorleifsson Kolbeinssonar og Guðmundar Ísleifssonar á Háeyri. 
  • 1
Today's page views: 1451
Today's unique visitors: 43
Yesterday's page views: 3167
Yesterday's unique visitors: 73
Total page views: 385562
Total unique visitors: 43303
Updated numbers: 3.4.2025 21:51:10