Blog records: 2021 N/A Blog|Month_4
30.04.2021 23:23
Sjóminjasafnið og Farsæll
hefir á þingum vanda,
djarfur þvingar ára-önd
út á hringinn-landa.
Frækinn drengur fram um ver,
fiskað lengi getur.
Stýrir "Feng" og eitthvað er
ef öðrum gengur betur.
29.04.2021 22:50
Veðurfar í Árborg
26.04.2021 22:43
Byggðamerkið
Nýtt byggðarmerki sveitarfélagsins Árborgar var tekið í notkun 12. nóvember 2000. Sérstök nefnd valdi merkið úr 48 tillögum sem bárust í opinni samkeppni um nýtt byggðarmerki.
20.04.2021 22:05
Iðnaðarmannafélagið
06.04.2021 22:31
Fyrir grúskara
06.04.2021 00:29
Álfur og Álfstétt
Álfur hét madur Jónsson sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna
og drykkfeldur nokkud. Vinnumadur var hann ad Óseyrarnesi ásamt konu sinni um 1847 (ábúd
á ödrum Nesbænum 1855). Fluttist sídan ad Nýjabæ á Eyrarbakka og ad sídustu austur
á Hól í Hraunshverfi og þadan upp ad Medalholtshjáleigu í Flóa. Þad var mikil fátækt um midbik 19 aldar og reyndar allsleysi hjá flestum í þorpinu. Álfur var duglegur
til allra verka, hagur á járn og tré og réri til sjós í Þorlákshöfn þá er hann var
í Óseyrarnesi. Sídan af Bakkanum hjá Þorleifi ríka á Háeyri, formadur á skipi hans
og frá Loftstödum. Á þessum árum voru gerd út 30 - 40 áraskip á Eyrarbakka og sjón ad sjá þessum skipum radad upp medfram allri ströndinni og birgin og beituskúranna
þar upp med sjógardinum. Þá var mikid um ad vera, skipin tví og þríhladin af fiski
og stundum med seilad aftanní. Stundum voru menn sendir út á skerin til ad taka
vid seilunum og draga upp í fjöru. Vermenn komu úr sveitum alstadar ad og nóg var
af brennivíni til ad skola sjóbragdid úr kverkunum. Svo rammt kvad ad drykkjuskap
ad menn seldu jafnvel skó og sokka barna sinna og naudsynjar heimilanna fyrir krús
af brennivíni, og sáu ýmsir höndlarar sér leik á bordi um vertídina. Fæda þorpsbúa
um þessa tíd var adalega fiskur, söl og grautur úr bankabyggi. Í hallæri var þad
líka 'Mura' rótartægjur. Kál stód stundum til boda. Til hátídabrigda var keypt skonrok.
Á jólum var börnum bodid í Faktorshúsid upp á graut med sýrópi og eitt tólgarkerti
hvert til ad fara med heim. Um sumarid fylltist þorpid af lestarmönnum ofan úr fjarlægustu
sveitum med ullina sína. Þá var líka eins gott ad nóg væri til af brennivíni ofan
í gestina.
Þarna gátu menn litid augum og heilsad upp á Þurídi formann,
lágvaxin kona sem ávalt gekk um í karlmannsfötum, en landsfræg eftir ad hún sagdi
til Kambránsmanna. En hún var ekki sú eina, því medal lestarmanna var kerling ein
eftirtektaverd. Hún hét Ingirídur, stórskorinn, hardeygd og tröllsleg. Hún gekk
med hatt og í karlmannsfötum og gaf ödrum körlum ekkert eftir.
En aftur ad Álfi. Hann átti frumkvædi ad því ad leggja veg þann
á Eyrarbakka er enn ber nafn hans, þ.e Álfstétt. Vegurinn var lagdur medfram og
yfir fúakeldur og fen svo fólk ætti betra med ad komast upp í mógrafir (mór notadur
til eldsneytis) og slægjulanda sinna. Þetta var fyrsti vegarspottinn sem sérstaklega
var byggdur sem slíkur á Eyrarbakka.
04.04.2021 22:23
Rafstöðin 1920
Árið 1920 var keypt díselrafstöð fyrir Eyrarbakkahrepp sem hreppurinn rak þar til Útvegsbankinn tók reksturinn yfir. Kristinn Jónasar í Garðbæ sá síðan um rekstur stöðvarinnar lengst af. Þegar Sogsvirkjun hafði tekið til starfa og lína lögð niður á strönd var rekstri stöðvarinnar sjálfhætt.
Áður voru tvær litlar díselrafstöðvar í notkun á Bakkanum og var önnur í Fjölni, en þar rak Haraldur Blöndal samkomu og kvikmyndahús.
02.04.2021 23:28
Árborg fortídar-1850 til nútídar.
Þad má med sanni segja ad um midja 19 öld hafi Eyrarbakki verid
nafli alheimsins í hugum íslendinga og ekki síst Sunnlendinga, því þangad komu menn
vída ad til útrædis og verslunar eins og þekkt er. Öldum saman var Eyrarbakki nátengdur
erlendri verslun og skipaferdum og íbúum stadarinns fór stödugt fjölgandi þó ekki
sé saman ad líkja vid Árborg nútímanns hvad fólksfjölgunina snertir ad ödru leiti
en því ad huga þurfti ad menntun barnanna. Í landinu var enginn eginlegur skóli fyrir börn sem svo mætti kalla, en nú stód hugur nokkura flóamanna til ad setja slíka stofnun
á fót enda var þörfin brýn. Oft var samtakaleysi sunnlendinga þrándur í götu enda
og fátækt og örbyrgd landlæg í þessum landshluta, ekki síst einmitt vegna þess.
Þad var því álitid ad yrdi mikid verk forgöngumanna ad sannfæra alþjód um ágæti
slíkrar skólastofnunar, en raunin vard önnur því flestir tóku þessum hugmyndum fagnandi.
Í nánd vid kaupstadinn voru um 50 býli og börn á aldrinum 7-14
ára á milli 30 og 40 talsins. Í Stokkseyrarhverfi voru 30 býli og 20 börn á þessum
aldri og ríflega annad eins á Bakkanum.
Forgöngumenn fyrir stofnun hjálparsjóds fyrir barnaskólann voru
þeir Gudmundur Thorgrímsen verslunarfulltrúi á Eyrarbakka, Páll Ingimundarsson prestur
í Gulverja og Stokkseyrarsókn og Þorleifur Kolbeinsson hreppstjóri á Litlu-Háeyri.
Skólinn var sídan formlega stofnadur árid
1852.
- 1