Blog records: 2009 N/A Blog|Month_2
26.02.2009 18:00
Mundakot mulið undir tönn
Mið-Mundakot er þriðja skjálftahúsið sem hefur orðið vinnuvélum að bráð. Húsið er holsteinshús, en hús sem þannig eru byggð þola síður öfluga jarðskjálfta en timbur og steinhús.
22.02.2009 18:30
Árborg vill selja lönd.
Bæjarstjórn Árborgar hyggst selja landspildur í eigu sveitarfélagsins. Um er að ræða Borg og Stóra- Hraun sem eru fornar jarðir í Eyrarbakkahreppi. Stóra-Hraun var til forna prestsetur og höfuðból. Síðustu ábúendur á Borg voru Ársæll þórðarson og bróðir hans Karl Þórðarson. Íbúðarhúsið að Borg var rifið fyrir nokkrum árum og var það vilji margra að þar yrði reistur sameiginlegur barnaskóli fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri.
16.02.2009 17:17
Skjálftavirkni við Kaldaðarnes
Nokkuð hefur borið á skjálftavirkni á Kaldaðarnessprungunni nú síðasta sólarhringinn og eru flestir kippirnir á bilinu 1-2 stig. Sterkasti kippurinn kom um kl.16:00 og var um 2,5 stig. Hann fannst vel á Bakkanum og hefur sennilega rifjast upp fyrir mörgum skjálftabylgjurnar síðasta sumar.
Þessi skjálftahrina hófst seint á laugardagskvöld norður og suður eftir sprungunni eins og sjá má á korti Veðurstofu Íslands hér til hliðar.
Nokkur hreifing hefur verið á þessum slóðum allt frá stóraskjálftanum 29. maí á síðasta ári.
15.02.2009 23:55
Snjóinn tekinn upp
Allan snjó hefur tekið upp við ströndina eftir rigningar og hlýindum í lofti og kemur grasið víða grænt undan. Dálítið brim hefur verið í dag og súldarvottur. Áfram er spáð hlýju veðri og vætutíð með ströndinni fram á næstu helgi.
08.02.2009 14:54
Vesturbúð opnar.
Bakkabúðin hefur nú opnað undir nafninu Vesturbúð en undir því gælunafni gekk ein stæðsta verslun landsins á Eyrarbakka á sínum tíma. Eingin verslun hefur verið á þessum forna verslunarstað síðan Merkisteinn hætti rekstri í október á síðasta ári og er því þetta framtak kærkomið fyrir íbúa þorpsins. Það eru þeir Agnar og Finnur Kristjáns sem hafa reksturinn með höndum.
05.02.2009 23:36
Þyrnirós
þessi frétt birtist í Ísafold 11 nóvember 1899
Ung stúlka á Eyrarbakka, vinnu-
kona hjá héraðslækninum þar, var
fyrir nokkrum dögum búin að sofa á
aðra viku samfleytt, og tókst ekki að
vekja hana, hverra ráða sem i var
leitað.
03.02.2009 13:13
Athyglisverð nýsköpun í Hraungerði.
Feðgarnir Guðmundur Stefánsson og Jón Tryggvi Guðmundsson frá Hraungerði í Flóa standa í athyglisverðri nýsköpun í orkubúskap um þessar mundir. Það kom fram í sjónvarpsfréttum í gær að þeir feðgar framleiða metangas úr kúamykju og þykir mörgum athyglisvert að eitt kúabú geti framleitt eldsneyti fyrir 200 bíla. Búið getur verið sjálfu sér nægt um eldsneyti sem ætti að koma sér vel á þessum kreppu tímum.
Sjá nánar um gasstöðina heimasíðu Guðmundar.
- 1